Fréttablaðið - 09.04.2006, Side 36

Fréttablaðið - 09.04.2006, Side 36
ATVINNA 14 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR Björg Helgadóttir er landfræðingur og vinnur hjá Landupplýsinga- deild Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að starfið sé mjög fjölbreytt og skemmti- legt. Hjá Reykjavíkurborg þarf Björg að fást við ýmis ólík verkefni. „Mitt starf felst mikið í umferðartalningum og hraðamælingum auk þess sem ég starfa við. Hún er alltaf á haustin og er sam- evrópskt verkefni sem á að stuðla að því að fólk noti einkabílana á skynsamleg- an hátt,“ segir hún. Björg lauk BS-prófi í landafræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Eftir að hún kláraði námið fór hún fyrst að vinna hjá Flugleið- um og síðan hjá Reykjavík- urborg en lokaritgerðin hennar, sem fjallaði um skipulagsmál og umferð, varð til þess að hún fékk vinnu hjá Landupplýsinga- deild. „Nú í vikunni eru sex ár síðan ég byrjaði að vinna hjá Reykjavíkurborg,“ segir hún. Björg segir að umferð- artalningarnar séu mikil- vægar fyrir skipulagsvinnu í borginni. „umferðartaln- ingar eru notaðar til þess að meta hvort breyta þarf einhverjum gatnamótum eða endurskipuleggja eitt- hvað í tengslum við umferð- ina, endurstilla umferðar- ljós og þess háttar.“ Hún segir að hraðamælingar séu margs konar. „Ég vinn mikið í þrjátíu kílómetra hverfunum og í nágrenni við skóla. Ég mæli hraðann þar, bæði fyrir og eftir að er búið að setja upp þrjátíu kílómetra skilti. Ef hámarkshraðinn er ekki virtur þarf að gera eitthvað í því. Það má oft kenna mér um ef búið er að setja upp hraðahindrun eða þreng- ingu einhvers staðar,“ segir Björg og hlær. Björg segir að starfið sé mjög fjölbreytt og skemmti- legt. „Ég er ýmist fyrir framan tölvuna að vinna úr gögnum eða úti á vettvangi með verkfærakassann og naglabyssuna að setja upp tæki.“ emilia@frettabladid.is Mælir hraðann í borginni Björg Helgadóttir landfræðingur vinnur hjá Landupplýsingadeild Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VR hvetur ungt fólk til að láta vita ef það telur að verið sé að brjóta á rétt- indum þess í vinnunni. Tuttugu til þrjátíu mál ber- ast VR árlega frá ungu fólki á vinnumarkaði. Er þá oft- ast um að ræða brot á lág- marksréttindum eins og hvíldartíma, veikindarétti, uppsagnarfresti eða lág- markslaunum. Í flestum til- vikum leysast málin fljótt og auðveldlega, enda er oft- ast þekkingarleysi yfir- manna um að kenna eða misskilningi milli aðila. Aftur á móti er oftar brotið á ungu fólki en þeim sem eldri eru. Þriðjungur félagsmanna VR er yngri en 25 ára og stóðu þeir fyrir auglýsinga- herferð árið 2003 sem vakti sterk viðbrögð. Nú hvetur félagið ungt fólk til þess að láta vita ef það telur að verið sé að brjóta á réttind- um þess og auk þess að kynna sér réttindi sín vel. Það er til dæmis hægt á heimasíðu VR, www.vr.is Réttur ungs fólks Oftar er brotið á réttindum ungs fólks en því eldra. Fjölskyldudeild Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar. Fjölskyldudeild Akureyrabæjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar. Um nýtt starf er að ræða. Starfssvið framkvæmdastjóra er eftirfarandi: • Stjórnar og ber ábyrgð á vinnslu barnaverndarmála á Fjölskyldu deild og er yfirmaður sérhæfðs starfsliðs barnaverndar. • Vinnur fyrir barnaverndarnefnd Eyjafjarðar og ber ábyrgð gagnvart henni á því að framkvæma þær ákvarðanir sem nefndin tekur. • Ber ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlanagerð að því er viðkemur barnavernd, í samvinnu við deildarstjóra Fjölskyldudeildar. • Sér um ársskýrslugerð fyrir barnavernd og vinnur að ýmsum for varnar og þróunarverkefnum. • Tekur auk stjórnunar þátt í vinnslu barnaverndarmála. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf í félagsráðgjöf eða sálfræði og viðeigandi starfsleyfi á Íslandi. Önnur menntun getur komið til greina svo sem embættispróf í lögfræði. Starfið krefst góðrar hæfni til stjórn- unar og innleiðslu nýrra vinnubragða. Það krefst mikils sveigjanleika og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af stjórnun er æskileg og reynsla af vinnu í barnaverndarmál- um er skilyrði. Sálfræðingur. Fjölskyldudeild óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa. Um er að ræða starf á sviði einstaklingsþjónustu við leik- og grunnskóla. Á verksviði sálfræðings við sérfræðiþjónustu skóla á Fjölskyldudeild eru greiningar einstakra nemenda ásamt ráðgjöf/meðferð. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi réttindi til að starfa sem sálfræð- ingur á Íslandi. Auk þess er gerð krafa um haldgóða þekkingu og reynslu á greiningu, ráðgjöf og meðferð barna. Reynsla af starfi skóla- sálfræðings er nauðsynleg. Æskilegur ráðningartími er frá 1. ágúst 2006. Launakjör vegna starfs sálfræðings eru samkvæmt kjarasamningi Sál- fræðingafélags Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Félagsráðgjafi. Laus er staða félagsráðgjafa í félagsþjónustu. Um er að ræða afleys- ingu í eitt ár frá 1. maí 2006. Starfið felst í þjónustu skv. Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Um er að ræða annars vegar félagslega ráðgjöf og hins vegar vinnu við fjárhagsaðstoð, þ.e. mót- töku og vinnslu fjárhagserinda. Leitað er eftir félagsráðgjafa en til greina kemur að ráða starfsmann með annarskonar háskólapróf. Reynsla af félagsþjónustu eða þjónustu skv. Lögum um máefni fatl- aðra nr. 59/1992 er æskileg. Launakjör vegna starfs félagsráðgjafa eru samkvæmt kjarasamningi SÍF og Launanefndar sveitarfélaga. Akureyrarbær hefur sameinað hefðbundna félagsþjónustu, barnavernd, þjónustu við fatlaða og þjónustu við leik og grunnskóla í einni deild. Unnið er markvisst þróunarstarf og þátttaka í þverfaglegu starfi er mikilvæg. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæj- ar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. Upplýsingar um störfin veita Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs í síma 460 1488 og netfang: karlg@akureyri.is og Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri fjölskyldudeildar í síma 460 1420 og netfang: gudruns@akureyri.is Umsóknareyðublöð fást í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 og á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is, umsóknarfrestur er til 20. apríl 2005. FLOKKSTJÓRI, SUMARVINNA Faxaflóahafnir sf óska að ráða til starfa flokkstjóra sumarvinnuflokks. Starfið felst í umsjón með sumarvinnuflokknum sem vinnur að hirðingu opinna svæða auk minni viðhalds- og þjónustuverkefna á vegum hafnanna. Um tímabundið starf er að ræða. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af garðyrkjustörfum. Vinnuflokkurinn mun hafa starfsstöð í Bækistöð Faxaflóahafna að Fiskislóð 12 í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Guðmundsson í síma 5258951. Reykjavík Grundartangi Akranes Borgarnes Faxaflóahafnir sf Associated Icelandic Ports Starfsfólk óskast við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði næsta skólaár. Í skólanum eru 610 áhugasamir og góðir nemendur í 1. til og með 10. bekk og frábært starfsfólk. Mat á skólastarfinu í vetur hefur m.a. staðfest góðan vinnuanda starfsfólks og ótvírætt traust foreldra á starfi skólans. Síðastliðin tvö skólaár hefur verið unnið að þróunarverkefni Dans Olweus- ar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Ennfremur fá kennarar góðan stuðning og handleiðslu við að þróa kennsluhætti sína, en símenntunaráætlun skólans miðar meðal annars að því. Lögð er mikil áhersla á foreldrasamstarf og við skólann starfar öflugt og áhugasamt foreldrafélag og foreldraráð sem styður við starfið með ráðum og dáð. Veffang skólans er www.oldutunsskoli.is Leitað er að starfsfólki í eftirtalin störf : Skólaliða. Matráð í mötuneyti starfsmanna. Smíðakennara, umsjónarkennara á miðstigi, dönsku- og íslenskukennara í unglingadeild. Íþróttakennara til að kenna stúlkum á unglingastigi, hlutastarf. Deildarstjóra, kennara og þroskaþjálfa við sér deild sem starfrækt er í skólanum fyrir nemendur í 8. til 10. bekk. Upplýsingar um störfin gefa Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri, s. 664 5896, María Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri, s. 664 5898 og Guðmundur Ingi Jónsson, aðstoðarskólastjóri, s.664 5899. Umsóknarfrestur er til 25. apríl næstkomandi. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf og meðmælendur, skal senda á netfangið herla@oldutunsskoli.is eða með pósti í Öldutúnsskóla v/Öldutún, 220 Hafnarfjörður. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði ÖLDUTÚNSSKÓLI HAFNARFIRÐI KENNARAR OG SKÓLALIÐAR SKÓLAÁRIÐ 2006-2007 Bílamálun og réttingar Óskum eftir að ráða réttingarmann á nýttt bílasprautu verkstæði í Súðavík. Húsnæði til staðar. Súðavík stendur við vestanverðan Álftafjörð við Ísafjarðardjúp. 15 mín akstur er til Ísafjaraðar. Frír leikskóli er í sveitarfélaginu. Uppl. gefur Jónas Skúlason í síma 456-5950 865-7343. Minney ehf. Bílamálun. JÁRNIÐNAÐARMENN ÓSKUM AÐ RÁÐA NÚ ÞEGAR VANA JÁRNIÐANAÐARMENN MEÐ EFTIRFARANDI RÉTTINDI. VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ MÖNNUM SEM GETA UNNIÐ SJÁLSTÆTT, SEM OG Í STÆRRI HÓPUM. PLÖTUSMIÐI STÁLSKIPASMIÐI VÉLVIRKJA RAFSUÐUMENN ÓSKUM EINNIG EFTIR AÐ RÁÐA AÐSTOÐARMENN MEÐ ÁHUGA Á AÐ KOMAST Á SAMNING UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ LIGGJA FRAMMI Á SKRIFSTOFU KAPLAHRAUNI 17, UPPLÝSINGAR EINNIG VEITTAR Í SÍMA 660 96 60 EIRÍKUR OG 660 96 70 GUÐMUNDUR Á MILLI KLUKKAN 9 OG 17 VIRKA DAGA. VÉLSMIÐJA ORMS OG VÍGLUNDAR VAR STOFNUÐ ÁRIÐ 1973, HÚN HEFUR SÉR- HÆFT SIG Í NÝSMÍÐI Á TÆKJUM OG VÉLBÚNAÐI FYRIR IÐNAÐ OG VIRKJANIR. FYRIRTÆKIÐ ER EINNIG Í VIÐHALDI OG ÞJÓNUSTU Á SKIPUM OG BÁTUM ÞAR SEM LÖGÐ ER RÍK ÁHERSLA Á VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ. GRUNN EININGAR ÞESS ERU PLÖTUVERKSTÆÐI, RENNIVERKSTÆÐI, TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI, SLIPPUR OG FLOTKVÍAR.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.