Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2006, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 09.04.2006, Qupperneq 76
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR24 Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. 99 kr/SMS Borðapantanir 551 9555 www.argentina.is Leystu krossgátuna! Þú gætir unnið 10.000 kr. gjafabréf á einum besta veitingastað landsins, Argentínu steikhúsi. TA KT U ÞÁ TT ! Svítan · Einkaherbergi 4 glös · 4 diskar Grillpartý Argentínu ����� ���������� ������ ����� ����� ���� ���� ���� ����� ���� ����� ����� ������ ������� ���� �������� ������ �������� ��� ������ ����� ��� ���� �������� ���� �� ��� ����� ����� ������� ����� ����� �� ��� ���� ������ ������ ����� ���� ����� ���� ��������� �������� ����� ������ ������� ����� ��������� ���� ����� ������ ������ ����� ����� ������� �� ������ ������ �� ������� ���� ����� ����� ������ ������� ������ ���� ������ ����� ����� ����� ����� ��� ����� ��� ������� ����� ������� ����� ���� ������ ��� ������ ���� ���� ������ ������� ���������� ������� � � � � � � GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU } BJARGEYJAR ÓLAFSDÓTTUR, LISTAMANNS, KVIKMYNDAGERÐARKONU OG HEIMSHORNAFLAKKARA Hraunbraut, Kópavogi, 1972-1993 Þetta er æskuheimilið sem ég bjó í þar til ég flutti að heiman. Þarna var ég með endalausa fram- kvæmdasemi í gangi. Byggði fjöl- marga kofa í garðinum, lék mér í fjöru þar sem ég meðal annars týndi plastblóm sem höfðu fokið af leiðunum í kirkjugarðinum. Móðir mín leyfði mér ekki að eiga plast- blómin án þess að leggja þau í klór. Þegar ég var krakki kveikti ég í eldhúsinu þegar ég var að baka. Gleymdi smjörlíki á hellunni og fór að lesa Andrésblöð. Það komu tveir slökkviliðsbílar og ég náði að hlaupa út með páfagaukinn en við vorum sko ein heima. Hafrafell í Fellum, Fljótsdalshéraði, 1977-1987 Á hverju sumri frá fimm ára aldri til fimmtán ára fór ég hingað í sveit. Þetta var því sumarheimilið þar sem ég var í endalausum útreiðartúrum, dundaði mér við að veiða og hélt áfram að byggja kofa. Ég hjálpaði eitthvað til við búskap- inn en fékk þó ansi mikið að leika mér bara. Einn veturinn fékk ég að skrópa í skólanum og fara þangað í heimsókn. Þá var rosaleg ófærð og ég fór á flugvöllinn á snjósleða, það þótti mér mikið sport. Jorge Juan, Madríd, 1993-1994 Ég flutti að heiman og fór til Madrídar þar sem ég var í Erasmus-námi í Listaháskólanum í Madrid enda var ég Erasmus- skiptinemi. Þetta var huggulegt hverfi og ég bjó hérna í risastórri íbúð með átta stelpum. Þarna var sko oft glatt á hjalla. Fyrsta daginn minn í Madríd var ég rænd. Ég gerði mér þó lítið fyrir og hljóp þjófinn uppi enda var mín dýrmæta myndavél í bakpokanum og ég var ekki á því að týna henni. Bretland, 1996 Ég var skiptinemi í Bretlandi í tvo til þrjá mánuði. Ég var í bæ sem hét Winchester þar sem ég bjó með fyrsta árs nemum sem kunnu ekki að laga til. Það var gjörsam- lega allt í drasli, þau vöskuðu aldrei upp og ég hef aldrei séð annað eins. Stundum var líka lag- legur hestur fyrir utan gluggann minn. Helsinki, Pietarinkatu og Oikokatu, 1996-1998 Fyrst bjó ég á Pietarinkatu sem ég kýs að kalla Morðingjastræti. Danskur ógæfumaður bjó í sömu götu og ég og um það leyti sem ég flutti inn framdi hann hryllileg- asta morð sem Finnar muna eftir. Hann skaut tvo lögreglumenn og á því götuhorni voru blómsveigir í nokkra mánuði. Reyndar var þetta hin huggulegasta gata og nálægt hafinu. Íbúðin var mjög lagleg í art deco-stíl og í henni var dýpsta og besta baðkar sem ég hef haft. Síðan flutti ég á Oikokatu í hús sem heitir Valotalo en það þýðir hús ljóssins. Þarna var rosalega hátt til lofts og skemmtilegur arki- tektúr. Ég átti stórt, gamalt, bremsulaust hjól og ég var alltaf með vasadiskó þegar ég hjólaði sem var kannski ekki svo sniðugt. Melhagi, Reykjavík, 1998-2006 Árið 1998 keypti ég mína fyrstu íbúð en leigði hana fljótt út. París, 1999 Þarna bjó ég í listamannabygg- ingu sem heitir Cite des Arts við Signu og var vinnustofa fyrir lista- menn. Þarna dvaldi ég í nokkurn tíma og vann á milli þess sem ég lenti í alls kyns ævintýrum. Gautaborg, 2000 Fór aftur í nám og var í kvik- mynda- og ljósmyndaskólanum í Gautaborg. Gatan var á bak við listasafnið og íbúðin var rosalega draugaleg en falleg. Hún var í svo- lítið „gothic“-stíl og mjög skemmti- leg. Ég dvaldi þarna í fjóra mán- uði og dreif mig í að læra sænsku á þeim tíma. Johannesgatan, Stokkhólmi, 2001 Ég var í íbúð í Arthotel í miðborg Stokkhólms og var á styrk hjá fyr- irtæki sem heitir IASPIS (Inter- national Artist Studioprogram in Sweden). Þar var ég með 100 fer- metra vinnustúdíó og litla íbúð sem var mjög falleg, hugguleg og björt. Þarna bjuggu bara ýmsir myndlistarmenn og tónlistar- menn. Ég man að á Lúsíuhátíðinni vaknaði ég snemma og fór í messu klukkan sex um morguninn. Þá ætlaði fólkið sem sá um pró- grammið að vekja mig með engla- söng og þau voru öll í englabún- ingum. Ég gekk bara til liðs við þau og við fórum um húsið og vöktum hina listamennina. Fólk hefur sennilega haldið að það væri komið til himna þegar það vaknaði við englasönginn okkar. Draugahús í Weimar og Chorinerstrasse í Berlín, 2002 Þetta ár átti ég tvö heimili í þessum tveimur borgum. Ég var sífellt að fara á milli því ég vann í báðum borgunum. Í Weimar var ég ansi viss um að draugur byggi á ganginum. Ég hélt risastóra afmælisveislu í stúdíói þar sem var meðal annars handalaus plötusnúður að spila sem mixar drum-and-bass með tánum. Þetta var risastór bygging og ég var með stúdíó og íbúð þar en húsið var við hliðina á kirkjugarðinum þar sem Goethe og Schiller eru grafnir. Í Berlín leigði ég íbúð af vini mínum og deildi henni með þýsk- um iðnhönnuði. Ég var svo á sífelldum þeytingi með lestum á milli borganna. Njálsgata og Óðinsgata, Reykjavík, 2003 Ég hafði ætlað mér að vera rosa- lega lengi í útlöndum og leigði íbúðina mína út. Svo fékk ég bara heimþrá og fór heim og leigði í miðbænum. Á Njálsgötunni voru rónar sífellt að brjótast inn í húsið til að hlýja sér. Einu sinni þegar ég kom heim voru tveir sætir rónar sofandi eins og Þyrnirós í stiga- ganginum. Á Óðinsgötunni bjó ég svo í stórkostlegri íbúð með heit- um potti í garðinum. Kjallarinn var svo undirlagður fyrir sturtuna og þaðan var gengt út í heita pott- inn. Þetta var að sjálfsögðu alveg stórkostlegt. Suomenlinna, Helsinki, 2004 Ég bjó á þessari eyju í listamanna- íbúð með risastóru stúdíói. Eyjan er friðuð hjá Unesco og það voru alltaf allir að segja að það væri reimt þarna. Ég bjó í tveimur íbúð- um og var á styrk hjá stofnun sem heitir Nifca. Dalsasen, Noregur, 2005 Þarna eru listamannavinnustofur uppi á fjalli og þarna bjó ég í verð- launaarkitektúrshúsum eftir Haga og Grov. Ég var alltaf á skíðum og gerði ásamt öðrum verkefni fyrir norsku drottninguna. Ég bjó eigin- lega inni í póstkorti því það var svo fallegt þarna. Ég byrjaði hvern dag á að labba út í skóg. Ég er allt- af svo lengi að vakna og mér þótti gott að klæða mig bara, rölta út í skó og vakna þar. Svo fór ég inn og fékk mér kaffi. Melhagi, Reykjavík, 1998-2006 Nú er ég í íbúðinni í bili en mig langar að fara næst til Grænlands eða til New York. Annars finnst mér Vesturbærinn æðislegur og Melabúðin er besta búð í heimi. Íbúðin mín er svolítið eins og æskuheimili mitt því stofan er svo stór. Það skiptir mig miklu máli að hafa hátt til lofts og vítt til veggja. Hverfið er líka mjög hljóðlátt og notalegt og það er stutt í sundlaug- ina og niður að sjó. Mér finnst gott að hafa hafið nálægt mér. hilda@frettabladid.is Kveikti í eldhúsi æskuheimilisins BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Myndlistarkonan flakkar um heiminn og dvelur á vinnustofum á meðan hún iðkar list sína. Hún fær þó stundum heimþrá og finnst þá gott að koma heim á Melhagann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.