Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 82
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR30 baekur@frettabladid.is 5.hver vinnur! Þú sendir SMS skeyt ið BT FBT á númerið 1900 Þú færð sp urningu. Þú svarar m eð því að senda SMS skeytið BT A, B eð a C á númerið 19 00. +DVD pakki 67. 588119. 988215. 988 Dregin út 28.apríl Dregin út 21.apríl D regin út 12.apríl 0kr0kr0kr S M S LE IK UR ! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Blooker-verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í vikunni. Eftir því sem næst verður komist eru verðlaun- in þau fyrstu sinnar tegundar, en þau eru veitt fyrir svokallað- ar bloggbókmenntir eða „blókmenntir“ því aðeins bækur sem hafa byrjað sem blogg eiga möguleika á að hljóta þau. Höfundurinn Julie Powers hreppti hnossið fyrir „blók“ sem lýsir því þegar hún reyndi að elda 524 franskar sæl- kerauppskriftir úr bók sælkerakokksins Juliu Child frá 1961 á einu ári en eiginmaður Powers hvatti hana til að blogga um þessa tilraun. Bloggið hennar spurðist hratt út og kom síðar út undir heitinu Julie og Julia: 365 dagar, 524 uppskriftir, eitt lítið eldhús. Bandarískur athafnamaður að nafni Bob Young kom Blooker-verð- laununum á fót, meðal annars til að kynna vefsíðu sína Lulu.com, þar sem fólki gefst kostur á að setja handrit á netið og gefa út eftir pöntun. Honum kom ánægjulega á óvart hversu sterk viðbrögð verðlaun- in fengu en alls voru 89 bækur frá tólf löndum tilnefndar til Blooker- verðlaunanna. Fyrstu „blókmenntaverðlaunin“ VERÐLAUNA-„BLÓKIN“ Julie Powers ákvað að blogga um eldhúsraunir sínar. Sönghópurinn Voces Thul- es sérhæfir sig í flutningi íslenskrar miðaldatónlist- ar og nú er söngur hans á Þorlákstíðum kominn út í veglegri safnútgáfu. Sverrir Guðjónsson, söngvari og einn af stofnendum hópsins, rekur aðdraganda verkefnisins allt til ársins 1993 þegar hópurinn flutti kafla úr tíðasöngnum í Krists kirkju í tilefni af 800 ára ártíð Þorláks biskups. Þorlákstíðir eru tilbeiðslu- eða íhugunarsöngur en verkið er eitt merkasta tónverkið sem varð- veist hefur frá kaþólska tímanum. Þorlákur var biskup í Skálholti á árunum 1177-1193 og eru til um hann mörg kvæði og textar. Ekki er vitað hver höfundur tíðasöngsins er en handritið, sem er á latínu, er talið frá um 1400. „Í framhaldi af heildarflutningi verksins á Listahátíð í Reykjavík árið 1998 þróaðist hugmyndin um að hljóðrita það,“ segir Sverrir. Síðar var tekin ákvörðun um að vinna veglega útgáfu á því og gefa út sannkallaða listbók. „Í öskjunni eru þrír geisladiskar og einn DVD- diskur en upptökurnar eru allar í fullkomnustu hljómgæðum. Svo fylgir latneski textinn ásamt íslenskri og enskri þýðingu en í bókinni sjálfri má síðan finna greinar á ýmsum tungumálum, meðal annars á japönsku,“ segir Sverrir. Hópurinn leitaði til margra sérfræðinga á vinnuferlinu, til dæmis til bróður Daníels Saulnier, sem er yfirmaður handritadeildar Solesmes-klaustursins í Frakk- landi, en hann ritar aðalgrein bók- arinnar. Endanleg hljóðritun verksins fór fram í Hallgrímskirkju en Sverrir segir að hópurinn hafi leit- að víða að hentugum stað fyrir upptökurnar því gregorískur söng- ur þarfnist sérstaks hljóms til að njóta sín. „Við fengum aðgang að kirkjunni fyrir velvild en það tók langan tíma að hljóðrita verkið í heild,“ segir hann. Hópurinn hafði áður hljóðritað í samvinnu við Rík- isútvarpið en ákvörðun var tekin um að taka upp á ný því hópurinn vildi nýta sér nýjustu tækni. „Það var viturlegt því við fórum ennþá betur ofan í saumana á verkinu og fundum þann tón sem við höfðum verið að leita að,“ segir hann og bætir við að verkefnið í heild hafi verið mjög spennandi ferðalag fyrir hópinn. Hönnun gripsins er í höndum Brynju Baldursdóttur myndlistar- konu. „Hún byggir á dýrlingamynd úr útsaumuðu altarisklæði frá fyrri hluta 16. aldar,“ útskýrir Sverrir en útkoman er einkar glæsileg. Þessi veglegi safngripur kemur aðeins út í takmörkuðu upplagi, 1.200 tölusettum eintökum, en útgáfufyrirtækið 12 Tónar sér um dreifingu. kristrun@frettabladid.is Stafrænar Þorlákstíðir SVERRIR GUÐJÓNSSON SÖNGVARI Voces Thules flutti fyrst kafla úr tíðasöngnum árið 1993 í Krists kirkju í tilefni af 800 ára ártíð Þorláks biskups. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það sparar tíma og fyrirhöfn að geta flett upp upplýsingum í tölvu í stað þess að grufla í þykkum skruddum. Fólk sem ver löngum stundum fyrir framan skjái kætist víst þegar vefútgáfum uppfletti rita fjölgar. Nú hefur Edda útgáfa smellt saman vefbókum í eina gjafaöskju en með henni má fá aðgang að Íslenskri orðabók, Dansk- íslenskri orðabók, Íslensk-danskri orðabók, ritinu Samtíðarmönnum, Kortabók Íslands og Nöfnum Íslend- inga til tveggja ára. Edda hóf útgáfu á vefritunum veturinn 2004 þegar framhaldsskólum var boð- inn frír aðgangur að Íslenskri orðabók og Dansk-íslenskri orðabók á vefsvæðinu gagnasafn.is. Í fyrrahaust var vefsvæðið vefbaekur.is opnað og þá bættust Korta- bók Íslands, Samtíðarmenn og Íslensk-dönsk orðabók við en Orðstöðu- lyklar Laxness og Íslendinga- sagna hafa frá upphafi verið hluti af útgáfunni. Hægt er að sækja um tímabundna áskrift að tilteknum ritum á vefsvæðinu. Nýjasta viðbótin við vefritasafn Eddu er bókin Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran, forstöðu- mann Orðabókar háskólans, og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni en hún hefur verið ófánleg um ára- bil og verður ekki endurútgefin á bókarformi og er því mikill fengur í útgáfu hennar á netinu. ÍSLENSK ORÐABÓK Hilluplássið sparað. Fyrirferðarminni fróðleikur HEILDARLISTI 1 DRAUMALANDIÐANDRI SNÆR MAGNASON 2 FLUGDREKAHLAUPARINNKHALED HOSSEINI 3 MUNKURINN SEM SELDI...ROBIN SHARMAN 4 SÁLMABÓKÝMSIR HÖFUNDAR 5 VÍSINDABÓKIN MÁL OG MENNING 6 FULLUR SKÁPUR AF LÍFI ALEXANDER MCCALL SMITH 7 TÍMI NORNARINNARÁRNI ÞÓRARINSSON 8 FERMIÐ OKKURHUGLEIKUR DAGSSON 9 GÆFUSPORGUNNAR HERSVEINN 10 DÝRARÍKIÐPENELOPE ARLON HAND- OG FRÆÐIBÆKUR/ ÆVISÖGUR 1 DRAUMALANDIÐ ANDRI SNÆR MAGNASON 2 MUNKURINN SEM SELDIROBIN SHARMAN 3 VÍSINDABÓKINMÁL OG MENNING 4 GÆFUSPORGUNNAR HERSVEINN 5 ÍSLENSK ORÐABÓK I-IIIMÖRÐUR ÁRNASON 6 ÍSLENSKIR MÁLSHÆTTIRSÖLVI SVEINSSON 7 ÍSLENSKUR STJÖRNUATLASSNÆVARR GUÐMUNDSSON 8 ENSK-ÍSL/ ÍSL-ENSK ORÐABÓKORÐABÓKAÚTGÁFAN 9 DRAUMALANDARNA SKÚLADÓTTIR 10 SU DOKUWAYNE GOULD SKÁLDVERK -INNBUNDNAR BÆKUR 1 SÁLMABÓKÝMSIR HÖFUNDAR 2 PASSÍUSÁLMARHALLGRÍMUR PÉTURSSON 3 STEINN STEINARR - LJÓÐASAFNSTEINN STEINARR 4 LJÓÐASAFNTÓMAS GUÐMUNDSSON 5 STÓRBÓKÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 6 BREKKUKOTSANNÁLLHALLDÓR LAXNESS 7 DÁIÐ ER ALLT ÁN DRAUMAHALLDÓR LAXNESS 8 ÍSLENDINGASÖGUR I-IIIMÁL OG MENNING 9 FJALLKIRKJANGUNNAR GUNNARSSON 10 ÞJÓÐSKÁLDIN - STÓRBÓKMÁL OG MENNING SKÁLDVERK - KILJUR 1 FLUGDREKAHLAUPARINN KHALED HOSSEINI 2 FULLUR SKÁPUR AF LÍFIALEXANDER MCCALL SMITH 3 TÍMI NORNARINNARÁRNI ÞÓRARINSSON 4 FERMIÐ OKKUR HUGLEIKUR DAGSSON 5 KLEIFARVATNARNALDUR INDRIÐASON 6 HROKI OG HLEYPIDÓMARJANE AUSTEN 7 ALKEMISTINNPAOLO COELHO 8 MÝRIN ARNALDUR INDRIÐASON 9 DAUÐARÓSIRARNALDUR INDRIÐASON 10 ENGLAR OG DJÖFLAR DAN BROWN [METSÖLULISTI] 29. MARS - 4. APRÍL „Koddi minn er fullur af ófæddum draumum sem bíða fæðingar“ Upphafsorð ljóðsins „Rúmið mitt“ úr bókinni Sérstakur dagur eftir Kristínu Ómarsdóttur. Bókin kom út árið 2000. KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 6 7 8 9 10 11 12 Sunnudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur sópransöng- konu.  20.00 Akureyríska metal- hljómsveitin Nevolution spilar í Sjallanum á Ísafirði ásamt Fabb, Dimmu og Lack of talent.  20.00 Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda sálma- tónleika í Fríkirkjunni ásamt góðum gestum.  20.00 Vortónleikar Söng- sveitarinnar Fílharmóníu í Langholtskirkju. Flutt verða verk eftir Haydn og Mozart. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Skoðum myndlist Fróðleg bók fyrir unga listunnendur eftir Önnu C. Leplar og Margréti Tryggvadótt- ur. Íslensk myndlist fyrr og nú í fléttuð inn í skemmtilega sögu af hressum krökkum og uppátækjasömum hundi. > Bók vikunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.