Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 85

Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 85
Útlit er fyrir að Alexandra Dana- prinsessa færist fljótlega aftar í goggunarröð konungsfjölskyld- unnar, enda er fyrrverandi eigin- maður hennar, Jóakim prins, kominn í alvarlegt samband við franska yngismey sem er ellefu árum yngri en Alexanda. Hafa dönsku vikublöðin áhyggjur af þessu enda er prinsessan enn í miklum metum hjá dönsku þjóðinni og myndir af henni prýða forsíður blaðanna títt. Það stefnir því í að Alexandra verði að sýna lakkaðar klærnar ætli hún að eiga bókað sæti í fínustu veislunum í Amalienborgarhöll í framtíðinni. Alexandra færist aftar ALEXANDRA DANAPRINSESSA Þarf að berjast fyrir sæti sínu hjá dönsku hirðinni eftir að fyrrum eiginmaður hennar Jóakim hóf ástarsamband við franska snót. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES TÓNLIST [UMFJÖLLUN] Calexico búa bara til góðar plötur, þannig hefur það verið og nýjan platan sannar að þannig sé það ennþá. Sveitin hefur aldrei ollið mér vonbrigðum og virðist ekkert vera á leiðinni að gera það. Garden Ruin er fyrsta platan þeirra í þrjú ár eða frá því að þeir gerðu meistarastykkið sitt, Feast of Wire. Samkvæmt öllum mínum kenningum um hljómsveitir og lífs- daga þeirra ætti glansinn af þess- um mönnum að vera byrjaður að mást af en svo er ekki. Calexico setti sér mjög skíra stefnu strax frá upphafi. Að blanda saman bandarískri kántríhefð við mexí- kanska tóna. Á þessari nýju plötu eru mexíkósku áhrifin eiginlega alveg farin. Þetta hljómar eins og Calexico en sveitin hefur aldrei áður sótt jafn sterkt í bandarískar rætur sínar. Ég held líka að þeir hafi aldrei hljómað svona sáttir í sínu skinn því það er ekki vottur af tilgerð á plötunni. Platan hljómar eins og hún sé hljóðrituð af þeim sjálfum í æfing- arhúsnæðinu. Þeir missa sig meira að segja óþægilega mikið í rokkið í þetta skiptið. Einhverstaðar las ég viðtal við liðsmenn þar sem þeir fullyrtu að þessi plata væri aðgengi- legri en fyrri verk. Það er bæði rétt og rangt. Mér finnst lögin á þessari plötu ekki eins eftirminnileg og mörg af þeim eldri. Þá kannski aðallega vegna þess að útsetning- arnar núna eru meira blátt áfram. Sjálfur er ég örlítið hrifnari af til- raunamennskunni en hef það samt á tilfinningunni að þetta gæti orðið þeirra metsöluplata. Hvernig sem því líður þá er Garden Ruin enn ein perlan á feril Calexico. Hún stenst allar vænting- ar, býður hlustandanum í þægilegt ferðalag og nær að hreyfa við manni á þann hátt sem óskað var eftir. Birgir Örn Steinarsson Nær hjarta Ameríku CALEXICO: GARDEN RUIN Niðurstaða: Fyrsta hljóðversskífa Calexico í þrjú ár er engin vonbrigði. Hér er á ferð sveit sem veit hvað hún vill, og hefur burði til þess að koma því til skila. VI N N IN G A R VE RÐ A A FH EN D IR H JÁ B T SM Á RA LI N D . K Ó PA VO G I. M EÐ Þ VÍ A Ð T A KA Þ ÁT T ER TU K O M IN N Í SM S KL Ú BB . 9 9 KR /S KE Y TI Ð . WALT DISNEY KYNNIR SÍGILT ÆVINTÝRI C.S. LEWIS SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Í BT um allt land!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.