Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 86

Fréttablaðið - 09.04.2006, Síða 86
34 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Guðbjörg með í sumar Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals, mun leika með liðinu í sumar en þegar hún fór í speglun kom í ljós að hún er ekki með slitin krössbönd eins og í fyrstu var talið. Hún ætti því að vera klár í fyrsta leik eftir rúman mánuð. > Örn lýkur keppni Sundkappinn Örn Arnarson hefur lokið keppni á HM í 25 metra laug sem fram fer í Kína. Örn átti eftir að taka þátt í tveim greinum. Í síðustu tveim greinum hækkaði púls Arnar óeðlilega mikið, í 240 slög á mínútu, og þjálfari hans vildi ekki tefla á tvær hættur og dró hann því úr keppni. Örn hefur átt við hjartavanda að etja og fór í hjartaþræðingu fyrir ekki margt löngu. Hann fer til sérfræðings um leið og hann kemur heim. Ágúst Björgvinsson er... snilldarþjálfari. Uppáhaldsútivöllur: Keflavík. Besti samherjinn: Pálína. Erfiðasti andstæðingur: Hildur Sigurðar. Með hverjum hélstu í Idol- inu? Ég fylgdist ekkert með því. Hafnarfjörður er... Góður bær. Af hverju körfubolti? Einfald- lega besta íþróttin. Ef ekki körfubolti þá... fótbolti. Bold and the Beautiful eða Neighbours? Neighbours. O.C. eða One Tree Hill? Þessi er erfið, One Tree Hill. Usher eða Justin? Usher. Nike eða Adidas? Nike. Best geymda leyndarmál Hauka? Sam- bönd milli karla- og kvennaliðsins. MEÐ HELENU SVERRISDÓTTUR60 SEKÚNDUR KÖRFUBOLTI „Mínir menn voru dauðþreyttir en ég verð að hrósa ungu strákunum, sem börðust gríðarlega vel. Það kom snemma í ljós að menn mínir voru þreyttir og því setti ég menn af bekknum inn. Ég er mjög ósáttur við hvað við fengum litla hvíld fyrir þessa rimmu og körfuboltans vegna gæti einvígið ekki orðið jafn skemmtilegt af þeim sökum. Nú þarf bara að halda áfram að berj- ast,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, eftir að lið hans beið ósigur 89-70 í fyrsta leiknum gegn Njarðvík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Borgnesingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru 23-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Ungir strákar sem lítið hafa fengið að spreyta sig í vetur voru í aðalhlutverki hjá liðinu í öðrum leikhluta en George Byrd var kominn með þrjár villur eftir þann fyrsta. Njarðvíkingar áttu frábæran kafla þar sem þeir skoruðu tuttugu stig gegn fjórum stigum gestanna og leiddu 43-32 í hálfleik. Það var ljóst hvað í stefndi og Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta og gátu því leyft sér að hvíla sína lykilmenn í þeim fjórða. Niðurstaðan öruggur 89-70 sigur og ljóst að hvíldin hafði sitt að segja enda voru Skallagríms- menn að spila gríðarlega erfiðan leik síðasta fimmtudag þegar þeir mættu Keflavík í oddaleik í und- anúrslitum. „Leikurinn endaði einmitt eins og við vildum. Þeir byrjuðu fljótt að nota menn af bekknum og mitt lið ætlaði sér um of gegn þeirra minni spámönnum. Svo komust menn sem betur fer í rétta gírinn og í lokin gátu okkar lykilmenn fengið fína hvíld,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarð- víkinga. Brenton Birmingham var besti maður vallarins í gær með fjórtán stig, sex stoðsendingar, fimm stolna bolta og sex fráköst. Egill Jónasson og Jeb Ivey komu svo með þrettán. Hjá gestunum var Axel Kárason stigahæstur með sextán stig. Næsti leikur liðanna fer fram í Borgarnesi á mánudag. - egm Bensínlausir Borgnesingar Njarðvík byrjaði vel í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Skallagrími í fyrsta leik, 89-70. Borgnesingar byrjuðu vel en urðu bensínlausir. BARÁTTA Njarðvíkingar virtust alltaf vera tveir gegn einum Borgnesingi í gær enda mun ferskari eftir góða hvíld, ólíkt Borgnesingum, sem fengu að hvíla í heilan dag eftir rimmuna gegn Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.