Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 88

Fréttablaðið - 09.04.2006, Page 88
 9. apríl 2006 SUNNUDAGUR36 Ellert fæddist hinn 10. október 1939 í Vesturbæ Reykjavíkur og byrjaði ungur að æfa knattspyrnu með KR. Þar með fylgdi hann í fót- spor Björgvins föður síns, sem og allrar fjölskyldu sinnar, sem er svört og hvít út í gegn. „Í mínu ungdæmi var fátt annað á boðstól- um en að spila fótbolta,“ sagði Ell- ert, sem átti glæstan feril með Vesturbæjarliðinu. Faðir Ellerts sá honum fyrir útbúnaði sem var ekki á hverju strái og lék hann í fimmtán ár með KR. Á þeim tíma varð Ellert fimm sinnum Íslandsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari auk þess að vera fastamaður og fyrirliði íslenska landsliðsins í rúman ára- tug. Ellert þótti einnig liðtækur markmaður í handbolta þrátt fyrir að knattspyrnan hafi orðið ofan á. „Frá unga aldri hef ég verið alæta á íþróttir og sem betur fer hef ég enn orku og líkama til að leika mér. Ég stunda skíði, skvass, sund og almenna líkamsrækt en ég hef dregið mig aðeins í hlé frá knattspyrnunni til að meiða mig ekki. Þá er ég orðinn mikill áhuga- maður um golf og því er af nógu að taka,“ segir Ellert. Lék gegn Liverpool KR lék í Evrópukeppninni og Ell- ert mætti þar meðal annars Liver- pool í fyrsta Evrópuleik enska liðsins. „Dagurinn sem við spiluð- um á Anfield er mér ógleymanleg- ur. Það var stór stund fyrir okkur og líka þá ensku enda bæði lið að spila í fyrsta sinn í Evrópukeppn- inni,“ sagði Ellert en auk þess spil- aði hann með KR gegn liðum á borð við Arsenal og Feyenoord. Þrátt fyrir að hafa tilboð um að spila erlendis sem atvinnumaður tók Ellert nám, vinnu og fjölskyldu fram yfir atvinnumennskuna. Ell- ert er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur áður en hann fékk starf sem skrifstofustjóri borgarverkfræðings. Þar vann hann í fimm ár áður en hann var kjörinn á Alþingi árið 1971. Þar sat Ellert með hléum, í þrettán ár áður en hann tók við ritstjórn dag- blaðsins Vísis og síðar DV þar sem hann sat í fimmtán ár. Auk þessa var Ellert svo kjör- inn forseti KSÍ árið 1973 og gegndi því starfi í sextán ár þar til núver- andi formaður, Eggert Magnús- son, tók við af honum. „Það var mjög skemmtilegur tími, en erfiður. Fjármagn til reksturs var af skornum skammti og við höfðum litlar sem engar tekjur aðrar en af landsleikjum og happdrættum. Það kom nánast enginn peningur inn af sjónvarps- rétti eða kostunaraðilum. Þetta var erfið barátta en okkur tókst að gera margt nýtt, til að mynda að fara af stað með stofna kvenna- landslið, efla fræðslu og þjálfun og fjölga deildum og liðum í þeim,“ segir Ellert. Forseti í fimmtán ár Árið 1991 var Ellert svo kjörinn forseti ÍSÍ en lætur af störfum á ársþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðarins. „Fyrir mann sem hefur brennandi áhuga á íþróttum er þetta draumastarf. Ég fæ að vinna að því sem er mér kærast og þessu fylgja mikil sam- skipti um allt, bæði hér heima og erlendis, ekki síst í Ólympíuhreyf- ingunni. Forseti ÍSÍ hefur í mörg horn að líta, er viðstaddur íþrótta- viðburði, vígslur íþróttahúsa, afmæli og jafnvel jarðarfarir. Fundarhöld, viðvera, þjónusta, atbeini í þágu íþrótta og samskipti við fjöldamarga aðila, innan og utan hreyfingarinnar er stór hluti af starfinu og umfang Íþróttasam- bandsins er oft meira en fólk áttar sig á. Það eru nálægt 1.000 form- legar deildir, félög og sambönd innan ÍSÍ, misstór en öll jafn merkileg,“ segir Ellert. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í stjórnartíð Ellerts og segir hann mikið hafa breyst á þessum fimmtán árum. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, íþróttalífið sömu- leiðis og umfangið stækkar. Það er aukin þáttaka, vaxandi skilningur á íþróttum, meiri umfjöllun, vel- vilji í okkar garð og fólk er farið að átta sig á því að íþróttir eru ekki eyland. Þær tilheyra mannlíf- inu. Íþróttir er menning og snar þáttur af samfélaginu,“ segir Ell- ert. Áhyggjur af peningunum Peningar skipa stóran sess í íþróttalífi hér heima og erlendis. Ellert hefur áhyggjur af vaxandi áhrifum þeirra. „Vandamálið sem við sjáum blasa við hér, meðal annars í fótboltanum, er að pen- ingar ráða því að hluta til hver sigrar og hverjir eru bestir. Ég hef áhyggjur af því. Það er ekki góð þróun þegar menn geta sópað til sín titlum í krafti auðmagns. Þetta er er nýtt af nálinni og hefur færst í aukana. Svona er veröldin í dag,“ segir Ellert, sem þó styður atvinnumennsku í íþróttum heils- hugar. „Þeim sem skara fram úr gefst kostur á að keppa erlendis fyrir laun og á móti koma útlendingar hingað heim til að stunda íþróttir. Þetta er nútíminn og við það verð- um við að búa. Í grundvallaratrið- um styð ég það heils hugar að fólk nýti hæfileika sína og njóti þeirra í tekjum sínum.“ sagði Ellert. Peningaskortur ÍSI er stórt vanda- mál Hreyfingarleysi ungs fólks á Íslandi, sem og annars staðar, er vandamál sem Ellert vill setja í forgang. „Það þarf að vinna að því að fólk, sér í lagi ungt fólk, hreyfi sig meira. Þetta er stórt heilbrigð- ismál og íþróttahreyfingin vill gjarnan koma þar að máli. Þekk- ing, aðstaða og áhugi er til staðar en fjárskortur stendur okkur fyrir þrifum. Íþróttahreyfingin er sjálf- boðaliðahreyfing og verður það vonandi áfram, en það þarf að hjálpa sjálfboðaliðum til að sinna verkefnum sínum,“ segir Ellert, sem sér fyrir sér allsherjarátak á þessu sviði, meðal annars með aðstoð skólanna. „Ég vil sjá grunnskóla og fram- haldsskóla taka sér tak í íþrótta- málum og sambandið á milli skól- anna, íþróttahreyfingannar og félaganna þarf að vera meira. Íþróttafélögin geta einnig eflt starfið með eldra fólki, til að mynda með stofnun trimmhópa, en stuðningur frá stjórnvöldum þarf að vera til staðar til að sú þróun geti átt sér stað. Starfi íþróttahreyfingannar lýkur aldrei, það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Ellert. Erfið fæðing minnihlutahópa „Eins og Fréttablaðið hefur tekið til umfjöllunar eiga minnihlutahópar á Íslandi, svo sem börn innflytjenda og samkynhneigðir, undir högg að sækja hvað íþróttastarf varðar. Ég veit ekki hvort það er rétt en ef svo er þá er það ekki meðvitað. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað höfum við verið í sambandi við Fjölþjóðahúsið með samstarf í huga. Við höfum sent út tilmæli til hreyfingarinnar og varað við ein- elti af þessum toga. Á ársþingi ÍSÍ í lok apríl er gerð tillaga um laga- breytingu þessu til stuðnings. Allir eiga rétt á því sama án tillits til búsetu, kyns, efnahags, litarháttar og nú verður kynhneigð bætt við. Það fer því ekki á milli mála að stefna hreyfingannar er að allir sitji við sama borð,“ sagði Ellert. Stoltið í fyrirrúmi Ellert gengur hnarreistur frá borði af skrifstofu ÍSÍ eftir feril sem hann getur verið stoltur af. „Ég er stoltur af því að hafa getað lagt lóð mín á vogarskálarnar til að skapa góða íþróttahreyfingu og skapa henni gott orð og góða ímynd. Í stórum dráttum hefur þetta verið farsælt tímabil og von- andi bæði mér og hreyfingunni til virðingar og velgengni. Ég tel mig skila af mér góðu búi og ég held að staða íþróttanna sé góð og vax- andi. Meira getur maður ekki farið fram á,“ sagði Ellert, sem verður ánægður með arftaka sinn, sama hver það verður, en Ólafur Rafns- son, forseti KKÍ, og Sigríður Jóns- dóttir, varaforseti ÍSÍ, eru í fram- boði. „Bæði eru þau með mikla reynslu úr íþróttahreyfingunni og vel að því komin að taka við þessu embætti,“ sagði Ellert, sem er sáttur við árin sín fimmtán innan ÍSÍ. „Þetta hefur verið ógleyman- legt og viðburðaríkt ævintýri þar sem hver atburðurinn hefur rekið annan en ekkert eitt og sér stend- ur upp úr, það er af of mörgu að taka. Sem betur fer hefur þetta gengið vel og í íþróttum er fólk sem hefur lífskraft og lífsgleði, er jákvætt og hefur metnað. Það er svona umhverfi sem ég hef þrifist í og mun gera áfram. Að því leyti hefur þetta verið hvatning til að vakna á morgnana og takast á við starfið. Mér telst til að frá því ég byrjaði í stjórnarstörfum hjá mínu gamla góða félagi KR spanni þetta tímabil 45 ár. Það er því kannski kominn tími á mig,“ sagði Ellert brosmildur, en hann hefur að mörgu að hyggja eftir að hann lætur af embætti. „Ætli ég byrji ekki á því að sofa út og njóti þess að vera frjáls af skyldumætingum og viðveru. Ég þarf svo að fara að læra á ryksug- una og þvottavélina, enda má búast við að kröfurnar heima fyrir vaxi við það að vera heimavinnandi. Ætli ég fari ekki á matreiðslunám- skeið til að mæta þeim kröfum og svo vantar mig ekki áhugamálin og verkefnin. Sennilega verð ég upp- teknari nú en nokkru sinni fyrr, enda langt í það að ég setjist í helg- an stein,“ sagði Ellert B. Schram að lokum. ■ SUNNUDAGSVIÐTALIÐ ELLERT B. SCHRAM ÓGLEYMANLEGT OG VIÐBURÐARÍKT ÆVINTÝRI Ellert B. Schram lætur af embætti forseta Íþrótta- sambands Íslands í lok aprílmánaðar eftir farsælan fimmtán ára feril í embætti. Hjalti Þór Hreinsson ræddi við Ellert um stjórnartíðina og sýn hans á íþróttahreyfinguna á Íslandi. ÍÞRÓTTAMAÐUR AF GUÐS NÁÐ Ellert hefur alltaf þótt liðtækur íþróttamaður og iðkar enn fjölda íþrótta. Hann sést hér í leik með Old Boys-liði KR seint á níunda áratugnum. FORINGINN STÍGUR AF STÓLI Ellert B. Schram hefur verið í framvarðasveit íslensku íþróttahreyfingarinnar um áratuga skeið en í lok mánað- arins stígur hann af stóli og tekur sér önnur verkefni fyrir hendur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.