Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 40

Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 40
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR20 Svöluhöfði – 191,8 m2 glæsilegt parhús Mjög glæsilegt parhús innst í botnlanga í nýju hverfi í Mos- fellsbæ. Húsið er einangrað og klætt að utan með álklæðn- ingu, sérsmíðaðar kirsuberja innréttingar og innihurðir frá Trésm. Ölfu og parket og flísar á gólfum. 4 svefnherbergi, baðherbergi m/hornbaðkari og stórum sturtuklefa. Rúmgóður bílskúr og hellulagt bílaplan m/snjóbræðslu. Verð kr. 47,8 m. Tröllateigur – 167,1 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá endaraðhús á tveimur hæðum í nýbyggðu hverfi við miðbæ Mosfellsbæjar. Á jarðhæð eru stofa, borðstofa, eldhús, gestasalerni og bílskúr, en á 2. hæð eru 3 góð svefnherbergi, vinnuherbergi, þvottahús og stórt baðherbergi. Flísar og bambusparket á gólfum og fallegar innréttingar í eldhús og baði. Verð kr. 41,5 m. Tröllateigur – 182,2 m2 endaraðhús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá nýtt fullbúið endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Stofa, eldhús, borðstofa og forstofa á jarðhæð, 3 svefnherbergi, glæsilegt baðherbergi og þvottahús á 2. hæð. Íbúðin er fullbúin með eikarparketi og flísum á gólfi, glæsilegri eldhúsinnréttingu og baðherbergi með baðkari og gufu sturtuklefa. Stór suðurg- arður er grófjafnaður. Tvær stórar svalir og flott útsýni. Húsið er tilbúið til afhendingar í dag. Verð kr. 44,9 m. Álmholt – efri sérhæð m/2f. bílskúr 142,8 m2 efri hæð ásamt 50 m2 tvöföldum bílskúr, með glæsilegu útsýni yfir Leirvoginn og að Esjunni. Fjögur góð svefnherbergi, eldhús m/borðkrók, stór stofa með kamínu og björt borðstofa, sjónvarpshol, baðherbergi og gestasalerni ásamt góðu þvottahúsi. Frábær staðsetning, neðst í botn- langa í grónu hverfi. Gönguleiðir, golfvöllur og hesthúsahverfi í næsta nágrenni. Verð kr. 35,6 m. Álmholt – 236 m2 einbýli + aukaíb. Erum með 236,1 m2 einbýlishús með aukaíbúð í kjallar, þar af 48,2 m2 tvöfaldur bílskúr. Aðalhæðin er 140 m2 og skiptist í stofu, eldhús, þvottahús, 4 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er björt 2ja herbergja íbúð tilvalin til útleigu eða fyrir unglinginn. Húsið stendur innarlega í lóðinni og stórt og gott bílaplan og mikill suðurgarður. **Verð kr. 46,2 m.** Fellsás – 285,5 m2 einbýlishús Erum með 285,5 m2 einbýlishús á sérlega fallegum útsýnis- stað í hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ Húsið er á tveimur hæð- um og ber merki arkteksins, Vífils Magnússonar, augljós merki. Í húsinu er mjög stórt eldhús, stór stofa, sólskáli, 4 góð svefnherbergi, tvö baðherbergi og sjónvarpshol. Á jarð- hæð er stór tvöfaldur bílskúr og 70 m2 íbúðarrými, sem vel gæti nýst sem aukaíbúð, skrifstofa eða unglingaherbergi. Verð kr. 54,0 m.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.