Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 41

Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 41
MÁNUDAGUR 10. apríl 2006 21 Í einu horni Vatnsmýrarinnar, á milli háskólabygginganna og Reykjavíkur- flugvallar kúrir lítið hverfi, gamli Skerjafjörðurinn. Enda þótt gamli Skerjafjörður líkist helst litlu friðsælu þorpi þá minnir stórborgin á sig á þeim götuhornum sem snúa út að umheiminum. Umferð um loftið er líka meiri í þessum bæjarhluta en víðast hvar annars staðar en því hafa íbúarnir flestir vanist. Göturnar í gamla Skerjafirðinum draga margar nöfn sín af hinum fornu mánaðaheitum. Þar eru Þorragata, Góugata, Hörpugata og Skerplugata. Götuheitin eru því í ágætu samræmi við húsin því flest þeirra eru í gömlum stíl. Skerjafjörður fór að byggjast á fyrri hluta síðustu aldar og reyndar þurftu allmörg hús þar að víkja þegar farið var í flugvallargerðina snemma á fimmta áratugnum. Ekki hafa samt öll húsin í þessum bæjarhluta verið byggð þar á staðnum heldur hafa sum þeirra komið þangað eftir allnokkurt ferðalag úr öðrum hverfum. Þannig eru flest hús við Skerplugötuna flutningshús, en nú er eitt stórt steinhús með tvöföldum bílskúr í byggingu innst í Skerplugötunni. EINS OG EYJA Í HAFINU Hér er garður sem bíður eftir vorinu. Húsin eru vinaleg. Gömlu mánaðanöfnin lifa götuheitum Skerjafjarðar. Sum húsin eru komin til ára sinna og bera þess merki. Eins og sjá má er ekki greið leið milli hverfanna. Friðsæld er í gamla Skerjafirðinum, að minnsta kosti á jörðu niðri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.