Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 52

Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 52
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR32 HARALDUR VALBERGSSON BYGGINGARFRÆÐINGUR REKUR ARKITEKTASTOFUNA ÖRK Í REYKJANESBÆ ÁSAMT EIGIN- KONU SINNI, ÞÓRU BJÖRG EINISDÓTTUR, TÆKNITEIKNARA. Á Arkitektastofunni Örk er búið að vera nóg að gera upp á síðkastið. „Ég er mestmegnis að teikna hús sem við flytjum inn og byggjum,“ segir Haraldur. Húsin sem Haraldur teiknar eru einingahús og eru einingarnar framleiddar fyrir hann í Litháen og fluttar hingað til lands. „Einingahúsin er bæði hægt að fá sem einbýlishús og sumarhús. Við erum búin að reisa sumar- húsin úti um allt land, það eru þrjú íbúðarhús í byggingu hér í Keflavík, Njarðvík og Sandgerði og svo er að koma raðhús á Selfossi,“ segir hann. Haraldur og eiginkona hans hafa verið með eininga- húsin síðan 2001 og þeim hefur verið vel tekið. „Við vorum aðallega með sumarhús framan af en íbúðarhús- unum er farið að fjölga núna.“ Hjónin búa sjálf í einingahúsi í Njarðvík sem þau hönnuðu þannig að þau geta hiklaust mælt með húsunum. „Ég er mjög ánægður með húsið okkar, hönnun, byggingu og staðsetningu,“ segir Haraldur. Teiknaði sitt eigið hús Fullklárað einingahús. Arkitekt: Haraldur Valbergsson byggingarfræðingur Einingahús í byggingu. Svona líta einingahúsin út að innan. A u s t u r v e g i 3 8 – S í m i 4 8 2 4 8 0 0 – w w w . a r b o r g i r . i s Fr um Birgir Ásgeir Kristjánsson sölumaður Anna Björg Stefánsdóttir ritari/sölumaður Þorsteinn Magnússon sölumaður Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. Óskar Sigurðsson hrl. Vallholt Höfum fengið í einkasölu gott einbýlishús á besta stað í bænum. 126,6 m2 hús með 28,1 m2 bílskúr á eignarlóð í rólegu hverfi en samt í miðbæ Selfoss. Íbúðin telur; forstofa, baðherbergi, stofa með hurð út á sólpall, eldhús 4 svefnherbergi, þvottahús og sjónvarpshol. Nýlegar innréttingar eru í eldhúsi og á baði. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Gólfefni eru nýtt parket á herbergjum, stofu, gangi og sjónvarps- holi og flísar á eldhúsi, forstofu, þvottahúsi og baði. 70m2 sólpallur sem snýr í suður. Góð eign á frábær- um stað. Verð 28.500.000 Furugrund Mjög vandað einbýli á góðum stað á Selfossi. Hús- ið er 196,4m2 þar af er bílskúr 38,4m2. Íbúðin skipt- ist í stóra forstofu með fataskáp og fatahengi, hol, eldhús, stofu, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, 2 bað- herbergi (annað ófullgert), mjög stórt þvottahús og bílskúr. Gólfefni eru; flísar á forstofu, holi eldhúsi svefnherbergisgangi, baði og þvottahúsi, parket á stofu og plastparket á svefnherbergjum. Í eldhúsi er falleg innrétting úr kirsuberjavið. Allar innihurðir eru yfirfeldar eikarhurðir. Gólfhiti er í öllu húsinu. Út frá stofu er gegnið út á góða timbuverönd sem er upp- lýst. Verð 33.800.000 Sléttuvegur Vandað einbýli á góðum stað á Selfossi. Eignin er 187,5m2 og telur forstofu, gestasnyrtingu, hol, stofu, borðstofu eldhús, bað, fjögur svefnherbergi, þvottahús og tvöfaldan bílskur. Forstofa sem er flís- alögð er með hita í gólfi og góðum fataskáp. Gólf- efni eru góð, flísar á forstofu, holi eldhúsi og þvotta- húsi. Parket á stofu, borðstofu og svefnherbergjum. Baðherbergi er dúklagt sem og eitt svefnherbergi. Nýleg kirsuberja innrétting er í eldhúsi. Ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð. Við húsið hefur verið reist stór og skjólgóð timburverönd. Verð 28.500.000 Hagi Breiðavík Vorum að fá til sölumeðferðar afar vandaðan sumar- bústað við Gíslholtsvatn. Bústaðurinn er mjög vel staðsettur í mjög fallegu umhverfi á eignarlandi og er búið að rækta lóðina í kringum bústaðinn og gróðursetja mikið. Stór pallur er í kringum húsið og er búið að setja heitan pott á veröndina. Undir pall- inum er búið að útbúa sturtu, sauna og geymslu og er það ekki inní uppgefnum fermetrum. Veiðiréttur í Gíslholtsvatni fylgir. Sannkallaður paradísareitur. Verð 14.900.000 Langamýri Gott endaraðhús klætt að utan með steni í Foss- landi á Selfossi. Eignin er 137m2 og telur forstofu, sjónvarpshol, 3 svefnherbergi öll með fataskápum, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu auk bíl- skúrs. Gólfefni hússins eru mjög góð nýtt parket er á allri íbúðini nema votrýmum og eldhúsi en þar eru flísar. Allar hurðir og innréttingar eru nýjar. Hiti er í gólfum í bílskúr, forstofu og baðherbergi. Þetta er vel teiknuð og smekkleg eign sem vert er að gefa skoða. Verð 24.900.000 Erlurimi 204m2 einbýlishús á góðum stað. Eignin telur 4 svefnherb. en búið er að útbúa herbergi í hluta af bíl- skúr. Gólfefni eru góð, gegnheilt eikarparket á stærstum hluta og flísar á blautrýmum, eldhúsi og forstofu. Halogen lýsing í stofu. Í hjónaherbergi eru góðir skápar og hurð út á pall. Baðherbergi er flísa- lagt með nýrri innréttingu og hornbaðkari með nuddi. Stofan er stór og rúmgóð. Eldhús og þvotta- hús eru flísalögð með nýjum innréttingum. Nýjar innihurðir eru í öllu húsinu sem og nýjir eikarsól- bekkir. Bílskúrinn er tvöfaldur og mjög snyrtilegur. Garður er gróinn. Verð 32.900.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.