Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 54

Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 54
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR34 Fallegir gosbrunnar finnast úti um allan heim. Vatn er manninum mikilvægt og virkjun vatns markaði tímamót í sögu mannkynsins. Gosbrunnar voru upphaflega hannaðir í hagnýtum tilgangi en hafa með tímanum orðið að stórfenglegum listaverkum. Víða má finna fallega gosbrunna og þó að listin sé forn er formið breytilegt og nútímalegir gosbrunnar eru ekkert síðri en þeir sem eldri eru. Á meðan meira var lagt í umgjörð eldri gosbrunna er það oftast vatnið sjálft sem leikur stærsta hlutverkið í nýrri gosbrunnum og með réttri tækni er hægt að skapa sannkallaðan ævintýraheim með vatninu einu saman. Glæsilegir gosbrunnar Gosbrunnur við Shönbrunn höllina í Vín. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Gosbrunnur við Bolshoi leikhúsið í Moskvu. Neptúnusargosbrunnur í Madrid. Gosbrunnur á Alexander torgi í Berlín.Gosbrunnur á Concorde torgi í París. Gosbrunnur á Trafalgar torgi í London.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.