Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 59

Fréttablaðið - 10.04.2006, Page 59
MÁNUDAGUR 10. apríl 2006 39 Með aðstoð löggilds aðila er hægt að leggja línurnar fyrir framtíðarheimilið út frá eigin óskum og þörfum. Hver kannast ekki við söguna um parið sem teiknaði draumahúsið aftan á umslag yfir morgunverðar- borðinu og einu ári síðar voru þau flutt inn? Það er ekkert því til fyrirstöðu að hanna sitt eigið heimili en þegar hugmyndavinn- unni er lokið verður að fá einhvern löggildan aðila til að fullvinna teikningarnar, til dæmis arkitekt. Það getur verið kostnaðarsamt en er þó nauðsynlegt til að húsið standist allar kröfur, auk þess sem hann getur bent á eitt og annað sem mætti betur fara. Það getur borgað sig að hafa samband við nokkra arkitekta og athuga hvern ykkur líst best á. Arkitektinn þarf að skilja þarfir ykkar og óskir og ekki sakar að geta skoðað önnur hús sem hann hefur hannað. Arkitektinn mun hafa óbein áhrif á líf ykkar í nýja húsinu og því er mikilvægt að þið treystið honum. Íslendingar þurfa að gera allt á handahlaupum en reynið að gefa ykkur góðan tíma í hönnunarferlið. Hús er dýr fjár- festing og það borgar sig að gefa sér tíma til að vanda til verka. Verið skipulögð við hönnunina og vinnið í rökréttri röð. Ekki ákveða til dæmis eldhússkápana áður en þið ákveðið hvar í húsinu eldhúsið á að vera. Reynið að orða hugmyndir ykkar eins vel og hægt er. Arki- tektar lesa ekki hugsanir og enn síður ef þið vitið varla sjálf hvað þið viljið. Útskýrið því af hverju þið viljið frekar svona stiga en hinsegin, tvennar dyr út á pall og eldstæði inn á bað. Verið samt tilbúin að þiggja ráð frá arkitektinum. Áralöng reynsla getur kennt honum hvað gengur upp og hvað ekki, auk þess sem hann kann að luma á hugmynd sem hentar ykkur enn betur en það sem þið hafið í huga. Með þetta í huga er ekki eftir neinu að bíða. Teygið ykkur í umslag og byrjið að teikna. Hús er meira en útveggir og þak. Með því að hafa óskir ykkar um niðurröðun innan- húss í huga frá upphafi verður niðurstaðan sú að húsið passar ykkur eins og hanski. Hannið draumahúsið sjálf Til hvers að byggja hús eftir staðlaðri teikningu þegar hægt er að hanna húsið eftir eigin draumum? neteign.is • Björn Daníelsson, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali • Sími: 595 9090 • Holtasmára 1 • 201 Kópavogi Ath. fjöldi eigna á söluskrá! 2 herb. - Lækjasmári 6 OPIÐ HÚS Glæsileg 2 herbergja, 71 fm. íbúð á jarðhæð í Smárahverfinu í Kópavogi. Sér suðurgarður fylgir íbúð- inni. Fallegar innréttingar eru í íbúð. Húsið er byggt árið 1999. Toppstaðsetning. Verð 17,8 millj. Vilhelm tekur á móti þér þriðjudag 7. apríl á milli kl. 18.00 og 19.00, íbúð 101. 3 herb. - Digranesvegur í Kópavogi Falleg 3ja herbergja 74,4 fm. íbúð á frábærum stað í Kópavogi. Íbúðin er í fjórbýli og hefur sér inngang. Nýlega hefur íbúðin verið endurnýjuð. Eldhús er með nýlegri fallegri Furuinnréttingu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Falleg gólfefni eru í íbúð. Raf og vatnslagnir eru mikið endurnýjaðar. Toppeintak í hjarta Kópavogs. Verð: 18,4 millj. NÝTT NÝTT Fr u m N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i›

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.