Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 68

Fréttablaðið - 10.04.2006, Side 68
 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR48 Fyrirhugað er að verja áttatíu milljónum í byggingu sund- laugar á Kópaskeri. Bygging nýrrar sundlaugar var til umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar Öxarfjarðar- hrepps. Samþykkt var að starf- andi sundlaugarnefnd vinni tillögu að yfirbyggðri sundlaug með heitum pottum á Kópaskeri og geri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir áttatíu milljónum króna á langtíma fjárhagsáætlun sveitarstjórnar- innar fyrir byggingu sundlaugar. Bygging sundlaugar á Kópa- skeri hefur lengi verið í umræð- unni. Eftir að afköst Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs jukust að Kópaskeri er til nóg vatn þar fyrir sundlaug. Sveitarstjórnin hefur jafn- framt samþykkt að kaupa aukið hlutafé í Hitaveitu Öxarfjarðar- héraðs svo inntak fyrir fimmtíu lítra á mínútu sé tryggt fyrir sund- laug á Kópaskeri en sú ákvörðun er þó háð samþykki sveitarstjórna Raufarhafnarhrepps, Keldunes- hrepps og Húsavíkurbæjar þar sem sveitarfélögin sameinuðust nýlega. Frétt fengin af www.skarpur.is. Sundlaug á Kópasker Íbúar á Kópaskeri krossleggja nú fingur og vonast eftir að bygging á nýrri sundlaug verði að veruleika. Curver Thoroddsen, áður Bibbi Curver, dreymir um að eiga fallegt hús í Þingholtunum. „Það þarf svo sem ekki að vera nákvæmlega í Þingholtunum, bara einhvers staðar miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Curver. „Ég vil hafa það meðalstórt einbýlishús og það verður að vera hljóðver í kjallaranum.“ Auk þess að geta tekið upp tónlist heima fyrir vill Curver hafa myndlistastofu í bílskúrnum. „Ég vil ekkert svona voðalega fínt. Kannski teppi í stofunni eins og er í öllum David Lynch myndum en það er allt,“ segir Curver og hlær. „Ég vil bara hafa húsið huggulegt og praktískt. Ég vil bara hafa vinnuaðstöðu og engan óþarfa, ekkert poolherbergi til dæmis.“ Garðurinn skal vera lítill og auðvitað er heitur pottur aftan við húsið. „Ég vil líka hafa fríkí liti,“ segir Curver. „Maður verður að pirra nágrannana. Ég vil hafa húsið neon gult og bleikt og auðvitað verður það að vera bárujárns- klætt.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT: CURVER THORODDSEN Neon gult og bleikt bárujárnshús CURVER THORODDSEN FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Flataskóli var stofnaður árið 1958 í ört stækk- andi Garðahreppi. Til að byrja með voru nem- endur 137 talsins og kennarar sex. Skólinn hét reyndar Barnaskóli Garðahrepps á fyrstu árum sínum og var Vilbergur Júlíusson þá skólastjóri hans. Hann gegndi þeirri stöðu allt til ársins 1984. Byggt hefur verið við skólann sex sinnum, nú síðast árið 2003. Hönnuður nýjustu viðbyggingarinnar er Einar Ingimarsson en hann hefur verið viðloðandi framkvæmdir við skólann síðastliðin nítján ár. Einnig er gagngerum endurbætum á skólalóðinni nýlega lokið en Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sá um hönnunina á henni. Flataskóli er barnaskóli og þegar nemendur hafa lokið sjöunda bekk liggur leið þeirra í Garðaskóla þar sem þau klára sína skólaskyldu. Núverandi skólastjóri Flataskóla er Sigurveig Sæmundsdóttir. FLATASKÓLI SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 17/2- 23/2 181 24/2- 2/3 206 3/3- 9/3 179 10/3- 16/3 214 17/3- 23/3 190 24/3- 30/3 214

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.