Fréttablaðið - 10.04.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 10.04.2006, Síða 74
26 ��������������������������������������������������������� ����������������� �� ���������� �������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ���������������� ��� ������������������ ��������������� ��������� ���������������� ���������� ���������������� ���������� ��������������������������� ��������������������������� ��������������������������� ��������������������� �������������������������������������� [BÆKUR] UMFJÖLLUN „Draumalandið“ er nafn á vin- sælu íslensku sönglagi eftir Sig- fús Einarsson við ljóð Jóns Trausta, og hefst á orðunum: „Ó, leyf mér þig að leiða / til landsins fjalla heiða“ og endar „því þar er allt sem ann ég / það er mitt draumaland.“ Það fer vel á því að Andri Snær Magnason sæki titil bókar sinnar í þetta kvæði, því hún er varnarrit fyrir landsins fjalla heiðar - en ekki af því að hún sé bók um náttúru Íslands, heldur er hún bók um orðræðu, orðræðu sem komin er í öng- stræti. Og um leið tilraun til að stika nýjan völl, færa fram önnur viðmið en þau sem mótað hafa ríkjandi skoðanir um íslensk atvinnumál í fjóra áratugi. Við höfum val. Val um gildi og verð- mætamat, val um framtíðarsýn. Snúist gegn hræðslunni Hræðslan sem vísað er til í undir- titlinum er óttinn við að brjótast útúr ramma hugsunar, þar sem boðendur stóriðju eru menn fram- tíðarinnar, hagvaxtar, atvinnulífs og áframhaldandi búsetu í land- inu - og andstæðingar þeirra menn fortíðarinnar sem ganga um heiðar á sauðskinnsskóm, tína fjallagrös og skeyta ekki um atvinnumál nýrra kynslóða. Innan þessa ramma hefur íslensk efna- hags- og stjórnmálaumræðu að mestu farið fram. Andri snýst gegn hræðslunni, telur að við höfum verið að spila á alltof litl- um velli, og þess vegna látið spila með okkur. Hann sundurgreinir sjálfgefin hugtök og bendir til dæmis á að ekki er allur hagvöxt- ur til góðs, hann getur líka verið illkynja. Í fyrri hluta bókarinnar tekur hann dæmi af því þegar Banda- ríkjamenn óskuðu eftir voldugum herstöðvum á Íslandi til 99 ára eftir seinni heimsstyrjöld. Sams konar rök og mæla með stóriðju hnigu að því að Íslendingar tækju þessu vel, þeir höfðu kynnst umsvifunum sem fylgdu hernum, önnur framtíð var hulin þoku. En leiðtogar þjóðarinnar, þar á meðal Ólafur Thors, vísuðu ósk Banda- ríkjanna afdráttarlaust á bug - og Íslendingar byggðu samt upp öfl- ugt atvinnulíf handa næstu kyn- slóðum. Svona óvæntar hliðstæð- ur styrkja bókina sem kappræðuverk, af því þær opna hug okkar, fá okkur til að sjá fjöl- breytta möguleika framtíðarinn- ar, draga úr hræðslunni. Margir trúðu því til dæmis í fullri ein- lægni að hér væri mikil hætta á ferð ef herinn færi. Nú fer hann og ótal möguleikar opnast. En vegna óttans voru Íslendingar gersamlega óviðbúnir, líktog kalda stríðið stæði enn. Goðsagnir rifnar niður Meginerindi Andra Snæs er hvöss ádeila á ríkjandi virkjanaviðhorf og stóriðjustefnu, honum er mikið niðri fyrir og hann er rökfastur og skýr. Hann rífur niður goð- sagnir okkar um hreint og vist- vænt land og bendir á að senn getur Faxaflóasvæðið orðið eitt helsta mengunarsvæði á Norður- löndum. Hann rekur dæmi um útsölustefnu iðnaðarráðuneytis- ins á vatnsorku landins í bækling- um sem sendir voru út um heim, þótt enginn vilji kannast við þá lengur. Hann dregur fram hve stóriðjan veitir í raun fáum atvinnu: „Fullvirkjað Ísland með tilheyrandi deilum, áróðri, meng- un og sorg væri atvinna fyrir innan við 0.69% landsmanna.“ (bls. 251) Og þá staðreynd að árleg raforkuþörf allra heimila og fyrirtækja í landinu utan stór- iðju er innan við 10% af þeirri orku sem eindregnustu virkjana- sinnar hafa viljað selja stór- iðjunni. Hann skoðar líka gaum- gæfilega þau fyrirtæki sem íslenskir ráðamenn hafa verið að reyna að laða til landsins, og fæst þeirra eru freistandi félagsskapur. Lesandinn finnur að bókin er skrifuð af manni sem hefur atvinnu af því að sýsla með orð. Hann er naskur á hallærisleg ummæli ráðamanna, einsog þessa stórbrotnu yfirlýsingu sem Morg- unblaðið hafði í fyrirsögn eftir Sólveigu Pétursdóttur í tengslum við hryðjuverkin í Madrid: „Gætu haft jákvæð áhrif á viðræður um framtíð herstöðvar.“ En er þetta ekki að breyttu breytanda sama viðhorf og lá til grundvallar stuðningi íslenskra ráðamanna við stríðið í Írak? Um þá ákvörð- un umhverfisráðuneytisins að affriða friðlandið á Kringilsár- rana segir: „Það var táknrænt að um þetta leyti flutti umhverfis- ráðuneytið úr Vonarstræti í Skuggasund.“ (bls. 239). Fágætur sannfæringarkraftur Margir lesendur munu vera ósam- mála höfundinum, enda leikurinn til þess gerður. Stundum orkan rökfærslan tvímælis og líkingar standast misvel; til dæmis er hlið- stæðan við pýramídabyggingar Fornegypta ekki sérlega upplýs- andi. En það er í bókinni eitthvert erindi og sannfæring sem ekki hefur sést í pólitískum skrifum síðan ungir frjálshyggjumenn komu fram upptendraðir af óbrot- lentum hugsjónum, áður en þá bar af leið í segulsviði auðs og valda. Lesandinn skynjar að nú mun umræðuvettvangurinn breytast, um leið og ritfærni höfundar lyft- ir bókinni uppúr safni pólitískra boðunarrita. Að því leyti má finna líkindi með Bréfi til Láru Þór- bergs og Alþýðubók Laxness: Ungur höfundur upptendrast af nýrri hreyfingu og heitum hug- sjónum, blöskrar sinnu- og dáð- leysi eigin þjóðar og skrifar bók þar sem hann vandar um fyrir henni, hvetur hana til dáða og hristir upp í staðnaðri hugsun. Draumalandið er holl lesning áður en maður „sogast inn í smá- munalífið“ (HKL). Andri Snær tekur mið af fyrri kynslóðum Íslendinga sem rifu sig upp úr margfalt erfiðari aðstæðum án þess að leigja landið til 99 ára, eða leggja allt afl þess undir stóriðju. Tökum dæmi af öðrum rithöf- undi, Gunnari Gunnarssyni: Af því hann hafði ungur maður ekki efni á að stunda nám í gagnfræða- skólanum á Akureyri tók hann sig til og gerðist skáld í Danmörku. Við höfum val. Halldór Guðmundsson Úr Vonarstræti í Skuggasund ANDRI SNÆR MAGNASON Bókarýnir segir Andra vera mikið niðri fyrir og á rökfastan og skýran hátt rífi hann niður goðsagnir okkar, meðal annars um hreint og vistvænt land. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DRAUMALANDIÐ - SJÁLFSHJÁLPARBÓK HANDA HRÆDDRI ÞJÓÐ HÖF. ANDRI SNÆR MAGNASON ÚTG. MÁL OG MENNING Niðurstaða: Draumalandið er bók sem hafnar hinu sjálfgefna og breikkar umræðugrundvöll- inn. Hún er skrifuð af hita og sannfæringu sem minnir á Alþýðubók Halldórs Laxness.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.