Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 10.04.2006, Qupperneq 80
32 10. apríl 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 7 8 9 10 11 12 13 Mánudagur ■ ■ LEIKIR  20.00 Skallagrímur og Njarðvík mætast í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Þetta er önnur viðureign liðanna í úrslitum Íslandsmótins. ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Ensku mörkin á RÚV.  18.30 US Masters á Sýn.  19.50 Skallagrímur-Njarðvík á Sýn. Bein útsending.  23.20 HM 2002 á Sýn. Þú sendir SMS skeyt ið BT FBT á númerið 1900. Þú færð sp urningu. Þú svarar m eð því að senda SMS skeytið BT A, B eð a C á númerið 19 00. S M S LE IK UR ! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. +DVD pakki 67. 588119. 988215. 988 Dregin út 28.apríl Dregin út 21.apríl D regin út 12.apríl 0kr0kr0kr5.hver vinnur! KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í Napoli Carpisa töpuðu um helgina gegn toppliði Monte- paschi Siena, 76-97. Jón Arnór lék í 28 mínútur og átti fínan leik, skoraði 17 stig og reif niður 7 fráköst. Napoli féll niður í sjötta sæti deildarinnar við tapið. - hbg Jón Arnór Stefánsson: Skoraði 17 stig JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Er að spila vel á Ítalíu. Meiðslasaga miðjumannsins úr Árbænum, Ólafs Inga Stígssonar, er að verða sorgleg í meira lagi. Þessi öflugi leikmaður er meiddur á sama hnénu enn og aftur en hann hefur tvisvar slitið kross- bönd í hnénu. Fylkismenn lifa í þeirri von að Ólafur sé með rifinn liðþófa en ef svo er verður hann klár fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni. Af fenginni reynslu getur Ólafur ekki neitað því að hann óttast verri úrskurð enda hefur hnéð verið að plaga hann í fjölda ára, „Þetta gerðist á æfingu úti í Portúgal og var ósköp saklaust. Það er nánast klárt að liðþóf- inn er farinn og ég vona það besta þó ég geti ekki neitað því að ég hef ekki útilokað að staðan sé verri svona í ljósi sögunnar,“ sagði Ólafur frekar svekktur en hann hefur verið í eilífum vandræðum með þetta hné í fjögur ár. Ólafur spilaði fimmtán leiki af sautján með slitin krossbönd leiktíðina 2004 og skoraði þá þrjú mörk. Síðasta sumar varð síðan endasleppt þar sem hann sleit aftur krossbönd og kom aðeins við sögu í þrem leikjum Fylkis. Það hlýtur því að vera áfall að lenda í meiðslum á sama hnénu rétt fyrir mót eftir að hafa verið kominn í fínt form. „Það er ekki hægt að neita því að þetta er að verða frekar pirrandi. Ég er ekki enn búinn að fá lokaniðurstöðu og ég vona það besta enda betri í löppinni en ég var þegar ég meiddist um daginn,“ sagði Ólafur, sem sagðist ekkert vera farinn að spá í hvað hann myndi gera í framhaldinu fari svo að hann sé slitinn enn eina ferðina. Forráða- og stuðningsmenn Fylkis liggja eflaust á bæn eftir góðum niðurstöðum þegar Ólafur hittir lækni í vikunni þar sem liðið má illa við þvi að missa Ólaf úr hópnum en í ljósi fjölda krossbands- slita hjá félaginu síðustu ár kæmi lítið á óvart að hann væri slitinn. KNATTSPYRNUKAPPINN ÓLAFUR STÍGSSON: ENN OG AFTUR MEIDDUR Á SAMA HNÉNU Þetta er að verða frekar pirrandi FIMLEIKAR Norðurlandamótið í áhaldafimleikum um helgina heppnaðist mjög vel í alla staði og ekki skemmdi fyrir stórkostlegur árangur Íslendinganna. Sif Páls- dóttir, sem er í Gróttu en ekki Gerplu eins og var rangt með farið í blaðinu í gær, sigraði í saman- lögðu á laugardag og bætti svo um betur í gær þegar hún varð Norðurlandameistari á tvíslá og lenti í öðru sæti á jafnvægisslá og gólfi. „Ég er gjörsamlega í skýjunum og þessi árangur er framar mínum björtustu vonum,“ sagði Sif kampakát við Fréttablaðið í gær. „Ég átti von á að blanda mér á meðal efstu en ekki að sigra og þá sérstaklega í samanlögðu. Það kom mér mjög á óvart að sigra í samanlögðu en ég stefndi á sigur á tvíslánni og það gekk eftir. Ég held ég sé að toppa þessa dagana eftir langt og strangt keppnistímabil og frábært að uppskera svona ríku- lega.“ Sif er búin að keppa mjög grimmt síðustu mánuði og hún segir að keppnisformið hafi hjálp- að henni um helgina. Næst á dag- skrá er að fara á Evrópumótið sem fram fer í lok apríl og því verður ekkert slegið af. Svo fær Sif kær- komið frí en hvað ætlar hún eigin- lega að gera í fríinu? „Ég hef ekk- ert pælt í því enda nóg annað að gera þessa dagana,“ sagði Sif að lokum. Rúnar Alexandersson kórónaði síðan frábært mót hjá íslenska lið- inu með þvi að landa gulli á tvíslá og hann nældi síðan í silfur á boga- hesti, sem hingað til hefur verið hans sterkasta grein í íþróttinni. henry@frettabladid.is Framar björtustu vonum Fimleikadrottningin Sif Pálsdóttir hélt áfram að fara á kostum á seinni degi NM. Hún bætti við öðrum Norðurlandameistaratitli sem og tveim silfurpening- um. Rúnar Alexandersson varð einnig Norðurlandameistari á einu áhaldi. EINBEITT OG GLÆSILEG Sif Pálsdóttir stal senunni á NM í áhaldafimleikum um helgina. Gróttustúlkan vann tvö gull og tvö silfur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Jafnt hjá Silkeborg Íslendingaliðið Silkeborg gerði marka- laust jafntefli við Midtjylland í danska boltanum í dag. Bjarni Ólafur Eiríks- son og Hörður Sveinsson voru báðir í byrjunarliði Silkeborg í leiknum en Hörður var tekinn af velli á 75. mínútu. Bjarni Ólafur þótti standa sig vel í leiknum og fékk 8 í ein- kunn hjá BT en Hörður aðeins 6 en hann hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni hjá félaginu. Við furðum okkur á... ... leikjaniðurröðun KKÍ í úrslitakeppn- inni sem er gjörsamlega glórulaus. Hvernig er hægt að setja á leik í úrslitunum tveim dögum eftir fimmta oddaleik í undanúrslitunum og svo aftur tveim dögum síðar? Til að toppa vitleysuna kemur í kjölfarið fimm daga frí. Hvorugu liðinu er greiði gerður með þessari vitleysu. ��������� ������� ��������������� ����������� HANDBOLTI Mikil spenna er í DHL- deild karla nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. FH og HK eru bæði að berjast um að lenda í efri helmingnum en þau mættust í gær þar sem FH vann mikilvæg- an 30-27 sigur og steig stórt skref í átt að efstu deild næsta tímabil. Mikið jafnræði var í fyrri hálf- leiknum og þegar leikmenn héldu til búningsklefa sinna í hálfleik var staðan hnífjöfn, 16-16. Þetta jafnræði hélst í seinni hálfleikn- um en á lokasprettinum reyndust FH-ingar sterkari á heimavelli sínum, komust þremur mörkum yfir þegar um fimm mínútur voru eftir og náðu að halda því út leik- inn. „Þessi sigur var gott framhald af því sem við höfum verið að gera, leikur okkar hefur verið vaxandi. Við vitum að það er í okkar höndum hvort við verðum í efstu deild á næsta tímabili, ef við klárum okkar leiki náum við því. Við eigum tvo úrslitaleiki enn eftir,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. Mörk FH: Daníel Berg Grét- arsson 10, Valur Örn Arnarsson 5, Andri Berg Haraldsson 4, Linas Kalasauskas 3, Hjörtur Hinriks- son 3, Pálmi Hlöðversson 2, Hjör- leifur Þórðarson 2, Tómas Sigur- bergsson 1. Varin skot: Magnús Sigmunds- son 14/4 Elvar Guðmundsson 7. Mörk HK: Elías M. Halldórs- son 9 (3 úr vítum), Valdimar Þórs- son 4, Remigijus Cepulis 4 (1 úr víti), Tomas Eitutis 3, Brynjar Valsteinsson 3, Romualdas Gecas 2, Jón Gunnarsson 1, Ólafur Ragnarsson 1. - egm FH hleypti frekari spennu í baráttuna um sæti í efstu deild að ári: Mikilvægur sigur FH gegn HK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.