Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni um helgina, með þeim afleiðingum að hún fór fram af Geirsnefi og lenti á hvolfi í voginum. Pilturinn og stúlka, sem var með honum í bíln- um, komust af sjálfsdáðum út úr honum og voru flutt á slysa- og bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar. Það var á sjötta tímanum síð- degis á sunnudag að lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning um að bíll væri í sjónum út af Geirsnefi. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði fólkið sem var í bílnum kom- ist út úr honum og kraflað sig í land. Um var að ræða pilt og stúlku undir tvítugu. Þau voru orðin köld og hrakin og voru flutt með sjúkrabíl á slysadeildina. Meiðsli þeirra reyndust vera minni háttar. Þá fékk lögreglan kranabíl til að ná ökutækinu upp úr voginum. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá Lögreglunni í Reykjavík, en nokkuð ljóst þykir af verksum- merkjum að bíllinn, sem var jap- anskur fólksbíll, hafi verið á all- mikilli ferð þegar slysið varð. - jss GEIRSNEF Bíllinn lenti úti í sjó eftir að ökumaður hans hafði misst vald á honum í ökuferð á Geirsnefi. Ungt par hætt komið eftir að ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Geirsnefi: Ökuferðinni lauk úti í sjó VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði bandaríska sendi- herranum í Venesúela að hann yrði gerður brottrækur úr landinu, færi hann ekki að settum reglum og hætti að ögra Venesúelamönnum. William Brownfield og fylgis- menn hans lentu í útistöðum við andstæðinga Bandaríkjanna á föstudag, þegar hann fór inn í fátækrahverfi til að gefa börnum bolta. Íbúar hentu eggjum og tóm- ötum í bílalest hans. Chavez sagði Brownfield ekki hafa farið að settum reglum með að tilkynna um ferðir sínar. - smk Forseti Venesúela: Hótar að reka sendiherra Bandaríkjadalur 73,19 73,53 Sterlingspund 127,77 128,08 Evra 88,63 89,13 Dönsk króna 11,876 11,946 Norsk króna 11,256 11,322 Sænsk króna 9,457 9,513 Japanskt jen 0,6174 0,621 SDR 105,45 106,07 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 10.4.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 123,9253 SPARISJÓÐIR Stefnt er að því að sam- eina Sparisjóð Hornafjarðar og nágrennis og Sparisjóð Vestmanna- eyja en stjórnarformaður beggja sparisjóðanna er Þór Vilhjálmsson. Þór segir starfsemi sjóðanna fara vel saman. „Sparisjóður Vest- mannaeyja er orðinn ríkjandi í Sparisjóði Hornafjarðar og nágrennis. Við teljum það vera í anda þess sem við höfum verið að gera, að sameina sjóðina. Við höfum verið að útvíkka okkar starfsemi og við teljum það vera gæfuspor að sameina sjóðina.“ Aðalfundur Sparisjóðsins í Vest- mannaeyjum verður haldinn í næsta mánuði. -mh Hornafjörður og Eyjar: Vilja sameina tvo sparisjóði LÖGREGLUFRÉTTIR Fólk undir aldri á krám Ungmenn- um var vísað út af fimm veitingahúsum um helgina vegna þess að þau höfðu ekki aldur til að sækja vínveitingahús. Það voru óeinkennisklæddir lögreglu- menn ásamt starfsmönnum íþrótta- og tómstundaráðs sem sinntu eftirliti á 21 veitingahúsi í borginni. ÍTALÍA Úrslit kosninganna á Ítalíu benda til þess að næsta ríkisstjórn verði býsna völt á fótunum. Á tíunda tímanum í gærkvöldi virt- ust Romano Prodi og bandalag vinstri flokkanna ætla að vinna afar nauman sigur í fulltrúadeild- inni, en Silvio Berlusconi og hægri flokkarnir virtust ætla að ná meirihluta í öldungadeildinni. Endanleg úrslit verða vart ljós fyrr en í dag. Afskaplega mjótt var á mun- unum í gærkvöldi því báðar fylk- ingar höfðu hlotið tæplega 50 pró- sent í báðum þingdeildum og óvíst hvernig endanleg úrslit yrðu, ekki síst þar sem talningu utanlandsatkvæða var ekki lokið. Sex þingsæti í öldungadeildinni og tólf í fulltrúadeildinni eru kosin af Ítölum sem búsettir eru erlendis, en þeir eru um það bil þrjár milljónir talsins. Allt benti til þess í gærkvöldi að atkvæði þeirra yrðu frekar Prodi í hag en Berlusconi. Nýtt kosningafyrirkomulag, sem Berlusconi fékk þingið til að samþykkja í desember síðastliðn- um, flækir enn fremur úrslitin því ekki er víst að þingsæti verði í beinu hlutfalli við atkvæðamagn. Báðar fylkingarnar höfðu lýst því yfir fyrir kosningar að nái hvorug þeirra meirihluta í báðum þing- deildum verði að efna til nýrra kosninga sem fyrst, enda þarf meirihluta í báðum þingdeildum til þess að samþykkja lagafrum- vörp. Útgönguspár höfðu fyrr um daginn bent til þess að Prodi hefði nauman sigur, bæði í fulltrúadeild- inni og öldungadeildinni, en eftir því sem leið á daginn minnkaði munurinn milli fylkinganna. Um kvöldið leit jafnvel út fyrir að Berlusconi myndi fara með sigur af hólmi. Kosningaþátttakan var heldur meiri en í síðustu þingkosningum. Nú var hún 83,6 prósent en var 81,4 prósent árið 2001. Kosningabaráttan snerist á lokasprettinum mest um persónu Berlusconis, sem lét ýmsar skraut- legar yfirlýsingar flakka og virt- ist æ skapstirðari eftir því sem nær dró kosningunum. Hann líkti sjálfum sér við bæði Jesú Krist og Napóleon og sagði alla kjósendur, sem ekki greiddu honum atkvæði sitt, vera fífl. Hvað málefni snertir hafði gagnrýni á stjórn Berlusconis ekki síst beinst að efnahagsmálum, en þessum ríkasta manni Ítalíu hafði ekki tekist að koma skriði á efna- hagslíf landsins á kjörtímabili sínu og hagvöxtur árið 2005 mæld- ist núll prósent. Honum hafði þó tekist að halda ríkisstjórn sinni við völd í heilt kjörtímabil, en svo langlíf hefur engin önnur ríkisstjórn verið í gjörvallri sögu Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Víst er að sigurvegarinn á erf- iða tíma í vændum. Romano Prodi er leiðtogi í bandalagi vinstri- og miðjuflokka, sem margir hverjir eiga fátt sameiginlegt. Þar innan- borðs eru til dæmis bæði Nýi kommúnistaflokkurinn, sem svo heitir, og gamli ítalski Kommún- istaflokkurinn, sem á sínum tíma varð fyrri stjórn Romanos að falli. gudsteinn@frettabladid.is MILLI VONAR OG ÓTTA Spennan var nánast óbærileg þar sem stuðningsmenn Prodis biðu frétta af talningu atkvæða í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tvísýn úrslit á Ítalíu Gífurleg spenna ríkti á Ítalíu í gærkvöldi þegar talið var upp úr kjörkössunum. Stjórnmálaskýrendur telja að næsta ríkisstjórn landsins verði ekki langlíf. ÓHAPP Stúlka missti meðvitund þegar hún tróðst undir í ganga- slag Menntaskólans í Reykjavík í síðustu viku. Var slagurinn sam- stundis stöðvaður og kallaður til sjúkrabíll en stúlkan jafnaði sig fljótt. Gangaslagurinn er árlegur við- burður og fer þannig fram að elstubekkingar reyna að brjótast í gegnum þvögu yngri nemenda og hringja skólabjöllunni. Yngvi Pétursson, rektor skól- ans, segir að endurskoða þurfi þessa hefð en gat ekki svarað því að svo stöddu hvort slagurinn yrði lagður niður. - eö Gangaslagur MR úr böndum: Stúlka missti meðvitund BARIST UM BJÖLLUNA Gangaslagurinn hefur verið árlegur viðburður í Menntaskól- anum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL NEPAL, AP Lögregla skaut gúmmí- kúlum á andstæðinga konungsins í Nepal í gær, þegar til átaka kom enn á ný á milli mótmælenda og herlögreglu. Jafnframt notaði hún táragas til að dreifa mannfjöldan- um og barði suma með prikum. Þó héldu flestir íbúar Katmandú sig heima við mestallan daginn í gær, því útgöngubann ríkti í borg- inni þriðja daginn í röð. Þegar því var lyft í örfáar klukkustundir flykktist fólk út á götur og markaði til að ná sér í nauðsynjavörur. Gyandendra konungur tók sér einræði fyrir ári síðan, og hefur óánægja landsmanna með hann og stjórn hans farið vaxandi æ síðan. - smk Óeirðir í Nepal: Konungi enn mótmælt MÓTMÆLI Vinstrisinnaður mótmælandi stöðvaður af herlögreglu í Katmandú í Nepal í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skoski þingforsetinn til Íslands Forseti skoska þingsins kemur í opin- bera heimsókn til Íslands í boði Sólveig- ar Pétursdóttur, forseta Alþingis, dagana 10. til 13. apríl. Í för með honum verður sjö manna sendinefnd þingmanna og embættismanna. STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.