Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 10
10 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra telur ástæðu til þess að fara yfir reglur um viðskipti með leigukvóta. Hann telur verðmyndunina ekki augljósa eða gagnsæja og vill láta kanna hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi viðskipt- anna. Sjávarútvegsráðherra nefndi þetta í svari við fyrirspurn Valdi- mars K. Friðrikssonar, Samfylk- ingunni, á Alþingi í síðustu viku, en hann spurði ráðherrann meðal annars hvort hann teldi að sam- ráð ætti sér stað um leiguverð fiskveiðiheimilda þar sem það virtist vera hið sama um allt land. „Þetta er versta form arðráns sem ég hef nokkurn tíma orðið vitni að. Það er alveg með ólíkind- um að við skulum láta það líðast að verið sé að mergsjúga og arð- ræna heiðarlega sjómenn... með jafnskipulegum hætti og gert hefur verið á Íslandi mörg undan- farin ár,“ sagði Magnús Þór Haf- steinsson, Frjálslynda flokknum um, leiguverð á kvóta. Guðjón A. Kristjánsson sagði að kvótakerfið væri sérhannað til þess að velja úr aflanum og leigu- fyrirkomulagið gerði ekkert annað en að ýta undir það, „því þegar krafan um að veiða ein- göngu stærsta og verðmætasta fiskinn til að standa undir leigu- kjörunum gengur fyrir nýtingu fiskstofnanna þá er ekki von á góðu... krafan um arðsemina gengur fyrir en nýtingarsjónar- miðin víkja.“ Jón Gunnarsson, Samfylking- unni, sagði leigumarkaðinn hafa svæsin einkenni seljendamarkað- ar. Undir það tók Kristinn H. Gunn- arsson, Framsóknarflokki. „Það eru mjög alvarleg einkenni á þess- um markaði... og ég held að menn þurfi að setja reglur í þessum við- skiptum til að tryggja jafnræði á milli seljenda og kaupenda.“ Jóhann Ársælsson, Samfylk- ingunni, fullyrti að stórir og fáir aðilar réðu leiguverðinu. „Þeir ákveða þetta verð út frá fjármögn- unarmöguleikum á veiðirétti og því hvað hægt er að fá fyrir þetta á markaðnum. Niðurstaðan er sú að það er í raun og veru ekki hægt að gera út á leigukerfinu, það er einhvers konar viðbótargeta, og þeir sem eru í því kerfi hafa mjög bága afkomu. Þetta er auðvitað gjörsamlega óviðunandi fyrir- komulag og veldur því að nýliðar í útgerð eiga enga möguleika í raun og veru til að komast inn í útgerðina að neinu gagni.“ johannh@frettabladid.is Ráðherra vill skoða reglur um viðskipti með kvóta Þingmenn telja sig sjá augljós merki verðsamráðs við leigu á fiskveiðikvóta, einkum þorskkvóta. Auk þess valdi hátt leiguverð því að sjómenn komi aðeins með stærsta og verðmætasta fiskinn að landi og nýtingin víki fyrir arðseminni. Sjávarútvegsráðherra vill kanna hvort breyta eigi fyrirkomulagi þessara viðskipta. FISKVEIÐAR „Með ólíkindum að við skulum láta það líðast að verið sé að mergsjúga og arðræna heiðarlega sjómenn,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT FINNLAND Tónlistarkennari, sem átti leynilegt ástarævintýri með skólastjóra tónlistarskóla í Jak- obstad, norðan við Vasa í Finn- landi, er grunaður um að hafa myrt nýfætt barn sitt og skólastjórans, að sögn vefútgáfu Aftonbladet. Morðið skekur nú Finnland. Tónlistarkennarinn lifði tvö- földu lífi. Hann hélt heimili með eiginkonu og börnum og starfaði í Vasa en sinnti oft verkefnum fyrir Tónlistarskólann í Jakobstad. Eng- inn vissi að hann ætti í ástarsam- bandi við skólastjórann eða að hún væri þunguð af hans völdum þar sem henni tókst að leyna því með víðum fatnaði. Fyrir hálfum mánuði hringdi tónlistarkennarinn í neyðarlínuna úr íbúð skólastjórans þar sem skólastjórinn hafði fengið miklar blæðingar. Því miður tókst ekki að bjarga henni, henni blæddi út í sjúkrabílnum á leið á sjúkrahúsið. Við krufningu nokkrum dögum síðar kom í ljós að konan hafði fætt barn skömmu fyrir andlát sitt. Grunur leikur á að skólastjórinn og tónlistarkennarinn hafi í sam- einingu ætlað að deyða barnið. Barnið fannst látið inni á baðher- bergi í íbúð skólastjórans. - ghs BARNSMORÐ SKEKUR FINNLAND Enginn vissi að tónlistarkennarinn átti í leynilegu ástar- sambandi við skólastjórann. Talið er að þau hafi ætlað að deyða barnið í sameiningu. Tónlistarkennari grunaður um morð á ungabarni: Barnsmóðurinni blæddi út NOREGUR Ungur Norðmaður var krossfestur heima hjá sér af kær- asta fyrrverandi eiginkonu sinnar. Kærastinn bankaði upp á ásamt tveimur félögum sínum, sló mann- inn í höfuðið með hamri og vasa- ljósi og krossfesti hann síðan. Maðurinn hékk negldur uppi meðan mennirnir rændu verð- mætum og yfirgáfu svo íbúðina. Fjórum eða fimm mínútum síðar sneri kærastinn aftur og dró út naglana með dúkahníf. Lögregla hefur handtekið mennina, að sögn Aftonbladet. Norðmaðurinn er fluttur brott frá Álasundi og ætlar aldrei að snúa til baka. - ghs Ofbeldi í Álasundi: Krossfestur á heimili sínu EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON STJÓRNMÁL Fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins vilja leggja niður fóðursjóð landbúnaðarins og hafa lagt til breytingar á lögum um búvörur þar að lútandi. Í fóðursjóð renna tolltekjur af innfluttu fóðri, meðal annars til fisk- og loðdýraeldis. Árlegar eftir- stöðvar úr sjóðnum nema 40 til 60 milljónum króna sem ráðstafað er til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Þingmennirnir telja að sjóðurinn sé óþarfur millifærslusjóður sem engum nýtist. Með niðurfellingu hans verði dregið úr stuðningi við landbúnaðarkerfið. - jh Þingmenn Sjálfstæðisflokks: Vilja afnema fóðursjóðinn HLIÐI ÝTT TIL HLIÐAR Þetta mikla hlið við járnbrautarstöðina Bayerische Bahnof í Leipzig verður flutt um set, alls 30 metra vegalengd, til þess að rýma fyrir nýjum umferðargöngum. Verkamenn unnu að því að undirbúa flutninginn í gær og höfðu lagt sérstaka braut til þess að renna hliðinu eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BERLÍN, AP Matthías Platzeck, for- maður þýska Sósíaldemókrata- flokksins, sagði af sér í gær af heilsufarsástæð- um. Hann hafði einungis gegnt embættinu í fimm mánuði, en sagðist vilja segja af sér til þess að veikindi hans yrðu ekki til þess að veikja flokkinn í stjórn- arsamstarfi með Kristilegum demókrötum. Sá sem tekur við formannsembættinu af Platzek er Kurt Beck, forsætis- ráðherra í þýska sambandsland- inu Rheinland-Pfalz, en hann vann mikinn kosningasigur í síðasta mánuði þegar Sósíaldemókratar fengu þar 46 prósent atkvæða. - gb Þýskir sósíaldemókratar: Beck tekur við formennsku KURT BECK �������������������������� ��������������������� �������������� ������������������������ ������������ ���������������������������������������� ��� ����������� ��������������������� ���������������������������� �������������� ��������������������������������������� ��������������������������������������������� ������������� ��������������������������������������������� ������������ ��������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������� ��������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������� ����������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.