Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 12
12 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR VOPNALEIT Vopnaleitarsvæðið í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar hefur verið stækkað til muna en nýja svæðið var tekið í notkun fyrr í vikunni. Vopnaleitarsvæðið er fyrsti hluti nýs brottfarasvæðiðs farþega sem tekið er í notkun. Aðrir hlutar hins endurnýjaða brottfararsvæðis verða teknir í notkun í áföngum á næstu mánuðum. Í heild er nýja vopnaleitarsvæðið tæpir 800 fermetrar. Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar, segir nýjungarnar bæta aðstöðu far- þega auk þess sem öryggi þeirra eykst. „Þetta er fjórum sinnum stærra svæði en gamla vopnaleitar- svæðið var. Við breytinguna færist vopnaleitin úr innritunarsalnum upp á aðra hæð. Biðtími farþega minnkar mikið við breytinguna og því batnar þjónustan við alla þá sem fara um Leifsstöð.“ Í næsta áfanga þessa hluta fram- kvæmda í flugstöðinni verður lokið við breytingar á laufskálanum og einnig á nýju verslunarsvæði, sem verður vestanmegin í brottfarar- salnum. Samkvæmt áætlunum lýkur þessum verkhluta í júní á þessu ári. - mh Öryggi og þjónusta í Leifsstöð verður betri en áður: Vopnaleitin flyst milli hæða VOPNALEITARSVÆÐIÐ Forstjóri Leifsstöðvar segir þjónustu við alla þá sem í flugstöðina koma, vera betri en hún var áður en nýja vopnaleitarsvæðið var tekið í notkun. ELDHÚSÁHÖLDIN ÞVEGIN Þessir heittrúuðu gyðingar í Jerúsalem dýfa eldhúsáhöld- unum sínum í sjóðandi heitt vatn til þess að hreinsa af þeim allar matarleifar fyrir páskahátíðina, því á hátíð hinna ósýrðu brauða mega engar leifar af geri vera í matnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP �������������������� ������������������� ����������������������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������������� ������������������ ��������� ���� ����������� �������������������� � ���� ��������� ������������������������������ � ������������������ �������������� �������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ������������ ��������������������� FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H U LD A PERÚ, AP Þegar rúmur helmingur atkvæða í Perú hafði verið talinn þótti ljóst að herforinginn fyrr- verandi, Ollanta Humala, hafði forskot á hina frambjóðendurna, en þó ekki nóg til að forðast seinni umferð kosninganna. Perúsk lög fyrirskipa að hljóti einn forseta- frambjóðenda ekki helming atkvæða, verður að kjósa á milli tveggja efstu frambjóðendanna í annarri umferð kosninganna. En hverjir það verða sem enda í úrslitaumferð kosninganna í lok maí eða byrjun júní, var enn óljóst, því afar naumt var á mun- unum. Humala, sem talar mjög til fátækari kjósenda landsins, var með 28,1 prósent atkvæðanna þegar 58,8 prósent atkvæða höfðu verið talin síðdegis í gær. Fyrrum þingkonan Lourdes Flores, sem helst er þekkt fyrir stuðning sinn við kaupsýslu, var með 26,4 pró- sent og fyrrverandi forseti lands- ins, Alan Garcia, hafði hlotið 25,2 prósent atkvæða. Stuðningsmenn Flores koma flestir úr borgum, á meðan stuðn- ingsmenn Humala eru flestir búsettir í afskekktari byggðum og eru margir þeirra af indjána- og kynblendingaættum, en hann sjálfur er kynblendingur. Stuðn- ingsmenn Garcia eru hins vegar jafnt borgarbúar og sveitamenn, en Aprista, flokkur hans, er einn best skipulagði flokkur Perú. Verði Humala kosinn forseti má gera ráð fyrir að stjórnmála- stefna Perú gerist mun vinstri- sinnaðri en áður, en verði annað- hvort Flores eða Garcia kosin, munu stjórnmál landsins líklega halda mikið til áfram á sömu braut og þau fylgja nú. Þau hafa bæði lofað að styðja áfram frjáls- an markað sem hefur fært land- inu meiri tekjur þótt hann hafi ekki dugað til að skapa atvinnu handa fátækari landsmönnum. Ríflega helmingur Perúmanna er talinn lifa undir fátæktarmörk- um, og hefur fylgi Humala meðal fátækra því valdið ugg meðal rík- ari stétta landsins. Humala kemur fyrir sem strangur herforingi sem lofar að berjast gegn glæp- um og refsa siðspilltum ráða- mönnum, og hefur þessi ímynd fært honum mikla hylli. „Í landi þar sem flestir íbúar þjást vegna kynþáttahaturs, verða kosningar tækifæri þeirra til að ná fram hefndum,“ sagði mannréttinda- sinninn Wilfredo Ardito. smk@frettabladid.is Afar mjótt á mununum Mikill hiti er í Perúmönnum vegna forsetakosninga sem fram fóru þar á sunnudag, enda er afar mjótt á mununum milli þriggja helstu frambjóðendanna. STUÐNINGUR VIÐ HUMALA Margir fátækustu landsmenn Perú kusu herforingjann fyrrver- andi, Ollanta Humala, í forsetakosningununum sem fram fóru þar í landi á sunnudag. Þótt hann hafi hlotið fleiri atkvæði en sá frambjóðandi sem næst honum kom hlaut hann þó ekki nógu mörg til að komast hjá seinni umferð kosninganna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÓSLÓ, AP Dómstóll í Tromsø í Nor- egi dæmdi í gær útgerð spænsks togara, sem norska strandgæslan tók í grennd við Svalbarða í lok síðasta árs, til greiðslu sem svarar 141 milljón króna í sektir fyrir ólöglegar veiðar. Norðmenn gera tilkall til yfir- ráða yfir fiskveiðilögsögunni við Svalbarða, en fiskveiðiþjóðir eins og Íslendingar, Rússar, Spánverj- ar og fleiri viðurkenna ekki þessi lögsöguyfirráð Norðmanna. Útgerð spænska skipsins féllst í fyrra á að greiða 11,5 milljónir norskra króna, andvirði um 127 milljóna íslenskra, í sekt án réttar- halds. ■ Sektað vegna Svalbarðaveiða: Spænsk útgerð dæmd í Tromsø
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.