Fréttablaðið - 11.04.2006, Page 13

Fréttablaðið - 11.04.2006, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. apríl 2006 13 BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út seint í fyrra- kvöld til þess að sækja veikan sjó- mann um borð í togarann Þór, um 50 sjómílur vestur af Reykjanesi. Þyrla varnarliðsins þurfti frá að hverfa vegna aðstæðna en veður var vont á þessum slóðum og skyggni lítið. Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF Sif, var því kölluð út og kom hún á vettvang um hálf- ellefu leytið um kvöldið. Þyrlusveitinni tókst að hífa sjó- manninn um borð við erfiðar aðstæður og var hann kominn á Landspítalann klukkutíma síðar. Maðurinn er nú að jafna sig af veikindunum. - mh Þyrla sótti veikan sjómann: Hífður við erf- iðar aðstæður Stækkar við sig Háskólinn í Reykjavík flytur hluta starfsemi sinnar í Morgun- blaðshúsið í Kringlunni næsta sumar. Skólinn hefur leigt húsnæðið af Klasa, eiganda hússins, og notar það þar til nýtt hús Háskólans í Reykjavík í Vatns- mýri verður tekið í notkun árið 2009. MENNTAMÁL KARACHI, AP Að minnsta kosti 26 létu lífið og rúmlega 70 slösuðust þegar þeir tróðust undir á helgi- samkomu í borginni Karachi í suð- urhluta Pakistan á sunnudag. Af hinum látnu voru að minnsta kosti 19 konur og börn. Yfir tíu þúsund konur og börn voru saman komin á helgisamkom- unni til að hlýða á frásagnir af lífs- hlaupi Múhameðs spámanns en troðningurinn virðist hafa orðið þegar fjöldi fólks þusti að rútum sem voru á leið á samkomustaðinn. Flestir hinna látnu köfnuðu eða lét- ust af völdum innvortis áverka. ■ Helgisamkoma í Pakistan: Tugir tróðust undir og létust RINGULREIÐ Sjúkraliðar áttu erfitt með að komast að hinum slösuðu vegna mann- fjöldans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Formaður róttækra í Danmörku, Marianne Jelved telur líkurnar á að flokkurinn myndi ríkisstjórn með Jafnaðarmanna- flokknum hverfandi. Í frétt Berlingske tidende er haft eftir henni að niðurstöður skoðanakannana sýni að ekki sé líklegt að þessi tveir flokkar nái að mynda ríkisstjórn eins og ráð- gert hafði verið fyrir síðustu kosn- ingar. Fylgi við Jafnaðarmanna- flokkinn hefur minnkað töluvert síðustu mánuði á meðan fylgi við Róttæka flokkinn hefur aukist. - ks Róttækir og jafnaðarmenn: Litlar líkur á samstarfi Skemmdarverk Skemmdir voru unnar á innanstokksmunum í ferjunni Herjólfi í fyrrakvöld. Lögreglan rannsakar málið en ekki er vitað hver var að verki. Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eru beðnir að snúa sér til lögregl- unnar í Vestmannaeyjum. LÖGREGLUFRÉTT Ofkeyrðu þig Toyota Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570 5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460 4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421 4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480 8000 AY GO AY GO AY GO AY GO www.aygo.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .IS T O Y 32 19 9 4/ 06 Engin útborgun & tryggingar innifaldar Aðeins 23.470 kr. á mánuði* *Sértilboð Elísabetar og AYGO. M.v. 84. mánuði. Innifalið er afborgun af láni, tryggingar (ábyrgðar- og kaskótrygging) og bifreiðagjöld á fyrsta tímabili. Væri ekki munur að vera í upphituðum bíl með i-Podinn þinn tengdan í góðar græjur. Í Aygo getur þú notið þess að keyra um bæinn. Kemst léttilega í öll stæði og skýst framhjá stærri bensínhákum. Að ganga er ofmetið. Það gengur ekki lengur. Ofkeyrðu þig á Aygo. AYGO Það er gaman að keyra 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ALMENNAR AUGLÝSINGAR - FRÉTTABLAÐIÐ 1x3 2x3 3x3 4x3 4x5 5x5 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.