Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 20
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Það virðist vera að sumum þyki eitthvað fínt eða kannski öllu held- ur gáfulegt við að leiðast sjón- varp. Í gamla daga þótti það vissu- lega sérlega gáfulegt að vilja hafa sem minnst með þann miðil að gera, eitthvað hefur það nú elst af sumum en aðrir hafa þá bara tekið við með þá skoðun. Ég er ekki ein af þeim, mér finnst það ein besta skemmtun og afslöppun eftir annasaman dag (svolítið virðulega að orði komist, finnst ykkur ekki) að setjast, svo ég tali nú ekki um leggjast fyrir framan sjónvarpið. Ég er meira að segja svo mikill plebbi að mér finnst ekkert gaman að David Attenborough, en annað heimilsfólk bætir það áhugaleysi tvöfalt upp. Á hinn bóginn hef ég haft ómælda ánægju af að horfa á Krónikuna og hlýt að lýsa yfir vonbrigðum mínum með að Ida hafi flutt inn til Sörens, sem kæmi mér ekki á óvart að væri einn af þeim sem telur sjónvarp mikið óþarfa tæki, þó ég haldi að hann hafi samt aldrei orðið beint uppvís að því. Og þar með hef ég fjallað um þá þætti sem sóst er eftir að horfa á í ríkissjónvarpinu á mínu heimili. Því er þannig fyrirkomið í land- inu okkar að ef kona ætlar að eiga sjónvarp þá verður hún að borga afnotagjald til RUV, hvort heldur henni líkar það eður ei. Í hverjum mánuði borga ég 2.705 kr. fyrir þjónustu RUV í því gjaldi er inni- falin þjónusta Rásar 1, Rásar 2 og Ríkissjónvarpsins. Samtals borg- um við rúma 2.5 milljarða til stofn- unarinnar í afnotagjöld og áætlað er að hún taki rétt rúman milljarð inn í auglýsingar. Þessi stofnun er í samkeppni við aðrar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og fær tæpan 1/3 af kostnaði niðurgreiddan. Rit- stjóri þessa blaðs impraði á því í skrifum sínum um daginn að deila mætti um hvort, eða kannski sagði hann bara, að velta mætti því fyrir sér, hvort réttlætanlegt væri að Ríksútvarpið keppti við einkafyr- irtæki á auglýsingamarkaði. Viðbrögð æðsta yfirmanns Ríksútvarpsins, menntamálaráð- herrans, voru hvort tveggja í senn ómálefnaleg og dónaleg. Það furðar mig þegar forvígismenn einkaframtaksins í ríkisstjórn sem ráða yfir ríkisfyrirtækjum og örlögum þeirra detta í þann pytt að verja fyrirtækin eins og þau væru þeirra eigin, í stað þess að nota tækifærið og peninga ríkis- ins til að hleypa lífi í einkafyrir- tæki. Menntamálaráðherrann hefur nú tækifæri til að umbylta og hleypa lífi í þann geira þjóðfé- lagsins sem vinnur að hvers konar þáttagerð hvort heldur til fróð- leiks eða dægrastyttingar, fram- leiðslan yrði síðan seld útvarps- og sjónvarpsstöðvum landsins. Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að reka hljóðvarp, slíkt útvarp á að vera eitthvað í áttina við Rás 1 og tryggja þá almannahagsmuni sem sem talað er um í umræðum um ríkis- og einkarekið útvarp. Sú stöð ætti að vera kostuð af skatt- peningum, þar ættu ekki að heyr- ast neinar auglýsingar. Ég vil að Rás 2 sé lokað, eða hún seld, ef það er hægt. Einkaframtakið mun svara eftirspurn eftir sérstökum landsvæðaútvarpsstöðvum. Eftir talsverða umhugsun hef ég fallist á staðhæfingu vinar míns um að markaðurinn hér á landi sé einfaldlega of lítill til að hægt sé að reka sjónvarp án aug- lýsingatekna, þess vegna tel ég að ríkið verði að láta af þeim rekstri, en leggja í staðinn fram peninga til frétta og þáttagerðar og setja fram gæðakröfur um þessa fram- leiðslu Standist framleiðendur þær ekki missa þeir einfaldlega verkefnið eða öllu heldur pening- ana sem þeir fengu frá ríkinu. Kröfur til þátta kostaðra af rík- inu yrðu vonandi hærri en þær sem gerðar eru í ríkisfyrirækinu í dag. Kastljóssþátturinn langi hefur með fáum undantekningum verið „under al kritik“ eins og danskurinn segir. Ég man eftir þremur undantekningum þ.e. umfjöllun um ofbeldi, skatta og aðbúnað aldraðra, sem reyndar voru lofsvert framtak. Ég á ekki von á að menntamála- ráðherrann eyði tíma sínum í að lesa pistla af þessu tagi, ef hún gerði það mundi hún sjálfsagt sýna mér sömu kurteisi og hún sýndi ritstjóra þessa blaðs og segja að ég hefði ekki sjálfstæða skoðun heldur væri handbendi eiganda blaðsins. Er þá ekki bara rétt að vera dónalegur á móti og segja „margur heldur mig sig“. Um útvarp og sjónvarp Í DAG RÍKISSJÓNVARPIÐ VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Það furðar mig þegar forvíg- ismenn einkaframtaksins í ríkisstjórn sem ráða yfir ríkis- fyrirtækjum og örlögum þeirra detta í þann pytt að verja fyrirtækin eins og þau væru þeirra eigin, í stað þess að nota tækifærið og peninga ríkisins til að hleypa lífi í einkafyrir- tæki. Sigurjón óþreyttur Framsóknarmenn hugsa Sigurjóni Þórð- arsyni þingmanni frjálslyndra þegjandi þörfina þessa dagana en hann hefur verið ódeigur við að benda á meintar ávirðingar flokks og flokksgæðinga. Þótti þeim tólfunum kastað í Silfri Egils um helgina þegar þingmaðurinn varp- aði að minnsta kosti þremur sprengjum að Framsóknarflokknum. Í fyrsta lagi taldi Sigurjón að Stefán Svavarsson endurskoðandi og fræði- maður væri vanhæfur til þess að segja nokkurn hlut um aðkomu Hauck & Aufheuserbankans þýska að einkavæðingu Búnaðarbankans og þætti S-hópsins í þeim kaupum. Sama hversu lærður Stefán væri; hann væri formaður stjórnar Fjármálaeft- irlitsins í krafti Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og allir vissu um tengsl kaupenda bankans við hana og Fram- sóknarflokkinn. Í öðru lagi kvaðst Sig- urjón hafa beðið um stjórnsýsluúrskurð um einkavæðingu Íslenskra aðalvertaka en fyrirtækið hefði á endanum komist í hendur framsóknarmanns í einka- væðingarnefnd. Sigurjón segir málið til afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Freyðivín og rósir Loks nefndi Sigurjón flutning vínbúðar ÁTVR úr verslanaþyrpingu Mjódd- arinnar yfir í garðyrkjustöð Garð- heima þar í grennd. Allir vita að viðskipti fylgja nálægð vínbúð- anna þannig að þarna getur verið um hagsmuni að tefla. Sigurjón gefur í skyn að flutningurinn sé í óþökk Breiðhyltinga og tengist nánu sambandi eigenda Garðheima við forystukjarna Framsóknarflokksins. „Fólkinu þykir þetta ekki fyndið sagði Sigurjón þegar Páli Magnússyni, aðstoðarmanni iðnað- arráðherra, blöskruðu útleggingar Sigur- jóns og hló við í Silfri Egils. – Ónefndur bloggari hrósar frammistöðu Sigurjóns á vefsíðu hans með svofelldum orðum: „Glottið fraus á andliti Páls sem stirnaði þegar hann fattaði hvernig hann var búinn að eyðileggja fyrir framboði Björns Inga. Maður heyrði bóksaflega hvernig atkvæðin hrundu af Framsókn í beinni útsendingu.“ En Björn Ingi Hrafnsson efsti maður á Framsóknar- lista Reykvíkinga – og Breiðhyltinga – getur samt sem áður glaðst yfir 9 prósenta fylgi og öruggum manni sem Bylgjan mældi honum í könnun 4. apríl síðastliðinn. johannh@frettabladid.is Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 BFG All Terrain 35x12,5 R15 15.980,- stgr. Mudder 38x15,5 R15 34.980,- stgr. Seltjarnarnesi Klár í páskatúrinn ? 35” 38” Gerið verðsamanburð KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Páskati lboð Stundum hefur verið haft á orði að við Íslendingar séum almennt alltof óduglegir við að mótmæla og láta duglega í okkur heyra þegar stjórnvöld, eða stórfyrirtæki, taka umdeild- ar ákvarðanir. Íslenski stíllinn er að horfa í gaupnir og þusa ofan í barminn og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Vissulega hafa komið þær stundir að maður hefur óskað sér að þjóðin væri ögn blóðheitari, tæki höndum saman og héldi út á götu, eða niður á Austurvöll til að vera með smá uppsteyt, en á sama tíma getur maður ekki verið annað en ánægður með að við erum eins ólík Frökkum í þessari deild og hugsast getur. Í gær máttu Jacques Chirac, forseti Frakklands, og forsætisráð- herra hans, Dominique de Villepin, játa sig gjörsigraða í baráttunni við franska stúdenta og verkalýðshreyfinguna um breytingar á franskri vinnulöggjöf sem var samþykkt fyrir fáeinum vikum. Í kjölfarið fylgdu gríðarleg mótmæli um allt Frakkland sem settu daglegt líf nánast gjörvallrar þjóðarinnar úr skorðum. Villepin og Chirac þoldu ekki pressuna og létu undan. Mótmæli og skæruverkföll eru svo sannarlega ekki ný af nálinni í Frakklandi. Fyrsta orðið sem sá er þetta skrifar heyrði í sinni fyrstu heimsókn til Fakklands var „greve“ sem þýðir einmitt verk- fall og í framhaldinu var boðið upp á að nálgast töskurnar úr far- angursrými flugvélarinnar af því að hlaðmenn flugvallarins áttu í deilum við vinnuveitendur sína. Að sama skapi er kunnugleg sjón úr fréttum sjónvarps að sjá franska bændur sturta skemmdum ávöxtum fyrir framan McDon- alds eða á tröppur einhverrar stjórnarbyggingarinnar. Tilgangur nýju vinnulöggjafarinnar, sem Villepin og Chirac máttu þola að vera gerðir afturrreka með, var að ráðast að gríðar- legu atvinnuleysi meðal ungra Frakka. Meira en tuttugu prósent Frakka á tvítugsaldri eru án vinnu og hlutfallið er jafnvel ennþá hærra meðal þeirra sem búa í hverfum innflytjenda. Hugmyndin var að losa um mikil réttindi og atvinnuöryggi, sem vinnulöggjöfin tryggir launþegum, og er afrakstur áralangrar bar- áttu franskrar verkalýðshreyfingar. Einungis átti að breyta vinnu- löggjöfinni gagnvart nýliðum undir tuttugu og sex ára á vinnu- markaði, en hin miklu almennu réttindi löggjafarinnar hafa valdið því að vinnumarkaðurinn í Frakklandi er gríðarlega þungur í vöfum. Til einföldunar má segja að ástandið er þannig að jafnvel þótt tækifæri séu til vaxtar veigra atvinnurekendur sér við að ráða nýtt fólk til starfa því mjög dýrt er að losna við það aftur af launa- skrá ef áætlanir ganga ekki upp. Þessu ástandi vildu Villepin og Chirac breyta með því að gefa vinnuveitendum kost á að ráða fólk undir 26 ára aldri en jafnframt segja því upp störfum innan tveggja ára án skýringa. Verklýðshreyfingin og franskir stúdentar hafa nú eftirminni- lega hafnað þessum umbótatilraunum. Framhaldið er algjörlega í lausu lofti og ekki aðrar tillögur í augsýn sem geta leyst vanda atvinnulausra ungra Frakka. Eftir atburði gærdagsins er svo hægt að spyrja hverjir stjórni Frakklandi í raun? Eru það stjórnmálamennirnir, löglega kosin stjórnvöld, ríkisstjórn og forseti, eða eru það þrýstihópar sem ganga fram af hörku þegar þeim finnst að sér vegið? SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Íslendingar mættu stundum vera ögn blóðheitari en sem betur fer eru þeir þó ekki eins og Frakkar. Stjórnvöld götunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.