Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 28
11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Þorvaldur Þórsson, eða Olli
eins og hann er kallaður, er
annálaður útivistarmaður.
Hann heldur sér í formi meðal
annars með klettaklifri.
Allt frá því að Olli var drengur
var hann uppi um öll fjöll og
firnindi. „Mamma segir að ég hafi
verið til algjörra vandræða, alltaf
hlaupinn upp á næsta fjall,“ segir
Olli. „Það má því segja að það hafi
aldrei þurft að kveikja hjá mér
áhugann á fjallgöngum, hann sé
meðfæddur.“
Meðal þess sem Olli stundar af
kappi er ísklifur. „Ísklifur er
geysilega skemmtilegt sport,“
segir Olli. „Allir sem prófa sport-
ið verða fljótlega hugfangnir og
mesta hættan sem fylgir klifrinu
er hversu ávanabindandi það er.“
Klifur, hvort sem það er í klett-
um eða ís, er erfitt og reynir mjög
á líkamann. Þess vegna leggur
Olli mikið upp úr því að halda sér
í góðu formi. „Ég er svo heppinn
að á móti vinnustaðnum mínum,
handa götunnar, er sundlaug með
ágætis tækjasal. Ég fer þangað
þrisvar til fimm sinnum í viku en
það er klifrið sem rekur mig til að
mæta reglulega.“
Kletta- og ísklifur sýnist flest-
um, sem aldrei hafa prófað,
hættulegt sport. Olli segir þó að
það sé eins með það og annað, þú
ræður því sjálfur hversu hættu-
leg staðan verður. Maður verði
einfaldlega að gæta fyllsta örygg-
is. „Það er hægt að segja að það sé
hættulegt að fara á Laugaveginn.
Það getur alltaf einhver keyrt á
mann. Maður verður bara að
passa sig. Það sama á við um klif-
rið. Auk þess sýnir tölfræði frá
tryggingafélögum í Bandaríkjun-
um að það er hættuminna að fara
sex klifurferðir á ári en að hjóla í
vinnuna,“ segir Olli.
Olli fær útrás fyrir klifurárátt-
una með Íslenska Alpaklúbbnum.
Þar er á ferð félagsskapur úti-
vistarmanna sem fara í svokall-
aðar jaðarferðir, það er ferðir á
tinda sem menn klífa ekki oft.
Olli fór til dæmis í ferð í fyrra
upp suðaustur hrygg Hrútfells-
tinda sem tók 27 tíma.
Það er engin nauðsyn að leggja
á sig 27 tíma ferð til að komast í
ísklifur. „Það þarf ekki að keyra
lengur en í hálftíma frá Reykja-
vík til að komast í almenninlegan
ís,“ segir Olli. „Svo erum við líka
með æfingaaðstöðu í súrheyst-
urni á gömlu ruslahaugunum.
Utan á turninum er vírnet og
þegar frystir vel getum við hleypt
vatni á turninn og úr verður
fínasti ísveggur þar sem gott er
að æfa sig.“ tryggvi@frettabladid.is
Klifur er ekki hættulegra
en að hjóla á Laugavegi
Mikilvægt er að hafa öryggisbúnaðinn í
lagi.
MYND: PÁLL SVEINSSON
Þorvaldur er mikill klifurkappi og á auðvitað allar réttu græjurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Tækninýjungar í leisigeisla-
tækni eru í hraðri þróun.
Vísindamenn á ríkisspítala Mass-
achusetts vinna að því að þróa leisi-
geislatæki sem bræða á fitu. Frá
þessu er greint á vef BBC. Geislinn
bræðir fitu án þess að skaða aðra
vefi. Þessi uppgötvun getur nýst
meðal annars í baráttu gegn hjarta-
sjúkdómum og kransæðastíflum.
Þó augljóslega sé til mikils að
vinna á sviði hjartalækninga eru
einnig miklar vonir bundnar við
þessa aðferð í lýtalækningum. Leisi-
geislinn á einnig að nýtast í hinni
eilífu baráttu við unglingabólur.
Hann bræðir fitu í fitukirtlum sem
mynda bólur, þannig að fitan safnast
ekki saman heldur er brotin aftur
niður í líkamanum.
Vísindamenn vona einnig að
hægt verði að laga appelsínuhúð og
þar er til mikils er að vinna. Tækið
og tæknin eru enn á rannsóknarstigi
og ekki hægt að nota enn á fólk.
Þróa leiser
gegn fitu
Appelsínuhúð er eitt af því sem laga mætti
með leisigeislameðferð.
SAMSPIL GRÓÐURS OG BÆTTRAR
LÍÐUNAR ER AÐALEFNI RÁÐSTEFNU
SEM BER HEITIÐ UMHVERFI OG
HEILSA OG VERÐUR HALDIN ÞANN
21. APRÍL.
Margt bendir til að maðurinn hafi
erfðafræðilega þörf fyrir að vera
í beinu sambandi við náttúruna
enda hluti af henni. Þegar borgirn-
ar stækka og steinsteypan eykst er
það verðugt verkefni nútímafólks
að skipuleggja hið manngerða
umhverfi þannig að þörfin fyrir
náttúrutengsl sé uppfyllt. Gerð-
ar hafa verið ýmsar rannsóknir
á sambandinu á milli útiveru og
streitulosunar sem sannað hafa
kenningar um mikilvægi grænna
svæða. Um þetta mun ráðstefnan
Umhverfi og heilsa einkum snúast.
Það er Sumarhúsið og garðurinn
sem efnir til ráðstefnunnar með
aðstoð Önnu Maríu Pálsdóttur garð-
yrkjusérfræðings og landlæknis-
embættisins. Fyrirlesarar eru fimm.
Þeir eru Clare Cooper-Marcus,
landslagsarkitekt frá Bandaríkjun-
um, Anna Bengtsson, landlags-
arkitekt og Liselott Lindfors lands-
lagsverkfræðingur frá Svíþjóð og
hinar íslensku Kristín Þorleifsdóttir
landslagsarkitekt og Anna María
Pálsdóttir garðyrkjuverkfræðingur.
Umhverfið og áhrif
þess á heilsuna
Reykvíkingar eiga náttúruperlur við bæjardyrnar. MYND ÞÖK
www.svefn.is
Næstu námskeið hjá Maður lifandi
11. apríl Sætuefnið Aspartam
– Er Diet kók betra en venjulegt kók?
Haraldur Magnússon
25. apríl Er heilsan í fyrirrúmi?
Örn Jónsson
26. apríl Heilbrigði og hamingja
Benedikta Jónsdóttir.
27. apríl Rope yoga 27. - 30. apríl
09. maí Kennsla í notkun jurta og fæði við gigt
Kolbrún Björnsdóttir
Þriðjudagur 11. apríl
Lyftur: Opið 14 – 20
Sundlaugin: Opið frá kl. 6:30 – 10 og 14 – 21
Miðvikudagur 12. apríl
Lyftur: Opið frá 14 – 20
Sundlaugin: Opið frá kl. 6:30 – 10 og 14 –
21
Allinn Sportbar: Trúbadorinn Teitur – nýr og
ferskur – Frítt inn!
BíóSalur: FÍLAPENSLAR 15 ára og ball á eft-
ir með Mðaldarmönnum.
Fimmtudagur 13. apríl
Skírdagur.
Lyftur: Opið 10 -17
Leikjabraut og brettabraut
Sundlaugin: Opin frá kl. 13 – 19
Bíó Salur: FÍLAPENSLAR
Föstudagur 14. apríl
Föstudagurinn langi
Lyftur: Opið 10 – 22
Leikjabraut og brettabraut
Tyrolagleði kl. 18
Garpamót kl. 18
Sundlaugin: Opin frá kl. 13 – 19
Allinn Sportbar: Stórdansleikur með
hljómsveitinni VON
Bíó Salur: Ball með Terlín frá miðnætti.
Laugardagur 15. apríl
Lyftur: Opið frá 10 – 17
Leikjabraut og brettabraut
Andlitsmálun og páskaeggjamót fyrir 12 ára
og yngri kl. 14.
Sundlaugin: Opin frá kl. 10 – 19.
Allinn Sportbar: Sönskemmtunin allt frá óp-
eru til Idol og dansleikur með Stúlla og Sæv-
ari á eftir.
Bíó Salur: Ball með Spútnikk frá kl. 23.
Bátahúsið: Söngskemmtun karlakórsins kl.
20:30.
Sunnudagur 16. apríl.
Páskadagur
Lyftur: Opið frá 10 – 17
Leikjabraut og brettabraut
Bretta- og freestylekeppni
samhliðasvig kl. 14
Sundlaugin: Opin frá kl. 15 – 19
Allinn Sportbar: Trúbadorinn
Teitur – Frítt inn !
Bíó Barinn: Lifandi tónlist frá kl. 23 – 3
Mánudagur 17. apríl
Annar í páskum
Lyftur: Opið frá 10 – 17
Leikjabraut og brettabraut
Sundlaugin: Lokað.