Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 30
[ ]Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur (Sálmur 182). Í fermingarveislum er iðulega höfð gestabók á borði svo veislugestir geti kvittað fyrir komu sína. Mikilvægt er að gestabókin sé á sýnilegum stað og þannig uppsett að auðvelt sé fyrir alla að skrifa í hana. Sumir kjósa að setja eingöngu nafn- ið sitt í gestabækur fermingarbarna en það er ekkert sem bannar að skrifa megi eitthvað annað og meira en bara nafnið. Hægt er að skrifa stutta kveðju, blessunar- eða hlý orð. Einnig er gott að hafa í huga að fjöl- skyldur skrifi í röð í gestabókina. Það hjálpar fermingarbarninu að muna hver er hver og einnig er skemmti- legra að nöfn allra þeirra sem komu í veisluna úr viðkomandi fjölskyldu séu á sömu síðu. Munið bara að vanda ykkur og ekki krota eða krassa í bókina. Gestabókin góða Í ÖLLUM FERMINGARVEISLUM ERU GESTABÆKUR SEM GOTT ER AÐ HAFA AUGUN OPIN FYRIR. Gestabókin geymir skemmtilegar minningar fyrir fermingarbarnið. Hjá Hraðlestrarskólanum er hægt að fá gjafabréf á nám- skeið skólans. Margir kjósa að gefa bréfin í fermingargjöf. Þegar barnið fermist bíður þess oft á tíðum framundan löng og ströng skólaganga. Skólabækurn- ar eru langar og það tekur sinn tíma að komast í gegnum þær. Það er því ekki úr vegi að létta sér lífið strax og læra að lesa hratt. Hraðlestrarskólinn hefur verið starfræktur í 25 ár. Hann býður upp á námskeið þar sem nemend- um er kennd hraðlestrartækni sem eykur lestrarhraða og bætir skilning á lesefni. Boðið er upp á þriggja og sex vikna námskeið og ábyrgist skólinn að loknum sex vikum að lestrarhraði hafi að minnsta kosti tvöfaldast. Gjafabréfin kosta 29.500 kr. og er hægt að nálgast þau í Hrað- lestrarskólanum og gegnum tölvupóstfangið jovvi@h.is. Gjafabréf í Hrað- lestrarskólann Menntavegurinn er langur og margt sem þarf að lesa. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Gréta Morthens staðfesti fermingarheitið sitt síðasta sunnudag. Hún er ánægð með daginn en finnst þó að ferming- arfræðslan mætti taka meira mið af lífinu sjálfu. „Ég finn enga stórkostlega breyt- ingu á sjálfri mér en fermingar- dagurinn var samt mjög ánægju- legur,“ segir Gréta þegar hún er innt eftir því hvernig sé að vera komin í kristinna manna tölu. Hún fermdist í Seltjarnarneskirkju og segir undirbúningstímana oft hafa verið skemmtilega, ekki síst þegar farið var í Vatnaskóg í útilegu. Þó kveðst hún ekki alltaf hafa verið sammála prestunum í málflutningi þeirra og stundum hreyft andmæl- um. „Ég er kristin en hef samt sjálf ákveðna afstöðu til Biblíunnar og er ekki tilbúin til að trúa öllu sem þar stendur. Ég gagnrýndi til dæmis að það væri verið að kenna okkur um Adam og Evu því það tel ég vera skáldskap. Með fermingunni erum við að komast í fullorðinna manna tölu og það mætti vera meiri fræðsla um lífið en ekki bara hin kristnu fræði. Ég fór til dæmis á einn undirbúningsfund fyrir borg- aralega fermingu og þar var meira talað um það sem mætir fólki í líf- inu sjálfu. Mér finnst það mætti blanda því inn í fermingarundir- búning kirkjunnar.“ Þrátt fyrir allt er Gréta þó afar ánægð með fermingardaginn sinn. „Þetta var minn hátíðisdagur og ég fann mjög vel fyrir því,“ segir hún og er beðin að lýsa deginum nánar. „Ég vaknaði klukkan hálf átta til að mæta í greiðslu og förðun og svo hófst athöfnin í kirkjunni klukkan hálf ellefu. Eftir það fór ég með mömmu upp í Grillið á Hótel Sögu þar sem veislan var haldin. Þangað komu gestirnir og við fengum mjög góðan mat og ístertu á eftir. Svo komu nokkrir gestir heim með með mér og þar tók ég upp gjafirnar sem voru margar og fallegar. Ég fékk til dæmis utanlandsferð frá pabba, siglingu um Miðjarðarhafið. Svo fékk ég allt mögulegt annað, hringa, armbönd og peninga og er hæstánægð með það allt. Ég skrif- aði inn í öll kortin hvað ég fékk frá hverjum og ætla að geyma þau vel,“ segir Gréta sem naut þess að sofa út eftir fermingardaginn þar sem páskafrí er byrjað í skólanum. Þó var hún komin á fætur fyrir hádegi. „Ég þurfti að hjálpa litla bróður mínum í útifötin því mamma er í vinnunni,“ segir hún og telur það ekki eftir sér enda komin í full- orðinna manna tölu. gun@frettabladid.is Mætti vera meiri fræðsla um það sem mætir fólki í lífinu „Þetta var hátíðisdagurinn minn og ég fann mjög vel fyrir mér,“ segir Gréta Morthens um fermingardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.