Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 52

Fréttablaðið - 11.04.2006, Side 52
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR36 Mikil hreyfing er á versl- unar- og þjónustuaðilum í miðbænum um þessar mundir, ekki síst við Lauga- veg. Verslanir koma og fara en aðrar færa sig einfald- lega um set. Ekkjur tveggja lögreglumanna sem létust við björgunarstörf þegar Tvíburaturnarnir í New York hrundu eru mjög ósáttar við leikstjórann Oliver Stone og kvik- mynd hans World Trade Center. Ekki var við öðru búast þegar Stone er nærri því kvikmyndir hans hafa oftar en ekki valdið miklum deilum. Þær Jamie Amor- oso og Jeanette Pezzul eru ekki síður sárar út í lögreglumennina tvo sem komust lífs af en ekkjurn- ar segja þá vera að græða á harmi og sorg. Kvikmyndin segir frá fimm lögreglumönnum sem voru að bjarga fólki úr rústunum þegar fyrri turninn hrundi. Þeir Chris Amoroso, Dominick Pezzulo og Antonio Rodrigues létu allir lífið en John McLoughlin og Will Jime- no komust lífs af og byggir mynd- in að hluta til á frásögn þeirra. Ekkjurnar tvær segja kvikmynda- verið Paramount Pictures vera að ýfa upp gömul sár og þær vilja ekki láta börnin sín sjá hvernig feður þeirra dóu eða deila dauða þeirra með milljónum áhorfenda. Í yfirlýsingu frá kvikmynda- verinu kemur fram að ekkjunum tveimur hafi verið boðið á fund sem eingöngu Amoroso mætti á. Þar ítrekaði hún beiðni þeirra beggja að eiginmönnum þeirra yrði haldið frá myndinni. Kvik- myndaverið sagðist ekki geta orðið við ósk þeirra og vildi fá að heiðra minningu lögreglumann- anna. „Ég þarf enga kvikmynd til að sýna mér hversu mikil hetja eiginmaður minn var,“ sagði Amoroso í samtali við The Sunday Star Ledger of Newark. Bæði McLoughlin og Jimeno hafa verið sakaðir um ónærgætni vegna myndarinnar og hefur önnur ekkjan haft á orði að Jime- no hafi vingast við fjölskylduna í því skyni að afla sér upplýsinga um hana. Sjálfir bera þeir af sér allar sakir og segja nærveru sína nauðsynlega til að myndin verði sem raunverulegust. „Þetta er líka okkar saga því við erum einnig fórnarlömb.“ Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Nicholas Cage og Maria Bello. Enn veldur Stone deilum HRYÐJUVERKIN World Trade Center eftir Oliver Stone hefur þegar ollið nokkrum deilum en tveir lögreglumenn, og Para- mount, eru sakaðir um ónærgætni í garð hinna látnu. FRÉTTABLAÐIÐ / REUTERS WALT DISNEY KYNNIR SÍGILT ÆVINTÝRI C.S. LEWIS SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Í BT um allt land! VI NN IN GA R VE RÐ A AF HE ND IR H JÁ B T SM ÁR AL IN D. K ÓP AV OG I. M EÐ Þ VÍ A Ð TA KA Þ ÁT T ER TU K OM IN N Í S M S KL ÚB B. 9 9 KR /S KE YT IÐ . SMSLEIKUR PAUL WALKER „Sama hvað þú lest eða heyrir, ekkert mun búa þig undir kraftinn og þungann í þessari mynd!” -Quentin Tarantino „Ég er dolfallinn!” -Roger Ebert LAUGAVEGUR 116 Þar sem verslunin Fataland var áður til húsa verður verslunin Völuskrín með leikföng fyrir forvitið fólk. LAUGAVEGUR 97 Seating Company hefur flutt sig yfir í næsta hús og fasteignasalan Domus hefur yfirtekið plássið. LAUGAVEGUR 82 Lífstykkjabúðin er að flytja frá Laugavegi 4 og hingað í þetta glæsilega hornhús. Til stendur að rífa húsnæðið sem hýsir verslunina núna en nýja húsnæðið er meira en tvöfalt stærra en það gamla. LAUGAVEGUR 70 Verslun Gismo sem selur ýmsar sniðugar gjafir gafst upp á búskapn- um við Laugaveg og flutti í Ármúlann. LAUGAVEGUR 7 Íslenskir karlmenn flytja bráðlega frá Laugavegi 74 og í síðasta versl- unarplássið við Laugaveg 7. LAUGAVEGUR 62 Nærfataverslunin Knicker- box er farin af Laugaveginum og er nú bara að finna í Kringlunni. Það verður spennandi að sjá hvað kemur í staðinn í þetta hornhús við Vitastíg. BANKASTRÆTI 10 Islandica hefur rekið verslun í Kringlunni en opnar nú einnig útibú í miðbænum þar sem Stúdentaferðir voru áður til húsa. Ferðaskrifstofan er flutt í Borgartúnið. LAUGAVEGUR 11 Cintamani opnaði glæsilega verslun í þessu húsnæði síðasta laugardag þar sem bæði er hægt að kaupa útivistarfatnað og bóka ævintýraferðir. Þar er einnig hægt að komast frítt á netið. LAUGAVEGUR 44 Diza, verslun sem selur fatnað, bútasaums- og prjónavörur, hefur opnað þar sem Levis-verslunin var áður til húsa. Það hlýtur það að vera til marks um það að Reykvíkingar séu farnir að stunda hannyrðir af meira kappi en áður. LAUGAVEGUR 28 Veitingastaðurinn Sjanghæ var lengi hér til húsa en starfsemi hússins er heldur betur að breytast. Fataverslunin Spútnik sem nú er til húsa við Klapparstíg flytur á neðri hæðina sem er nærri 130 fm og uppi verður opnað kaffihús. LAUGAVEGUR 12 Lakkrísbúðin var til húsa í þessu litla krúttlega húsnæði og hýsti það líka kosningaskrifstofu Oddnýju Sturlu- dóttur á sínum tíma. Þar opnar fljótlega fataverslun. HRÆRINGAR Í MIÐBÆNUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.