Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 55

Fréttablaðið - 11.04.2006, Síða 55
FRÉTTIR AF FÓLKI Arnold Schwarzenegger hefur verið boðið að leika feluhlutverk í fjórðu myndinni um Tortímandann. Ríkis- stjórinn í Kaliforníu hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hann sór embættiseiðinn en vinsældir hasarmynda- leikarans hafa dalað tölu- vert og yrði þetta vafalítið ágætt herbragð til að bæta við sig kjörfylgi. Sam- kvæmt breska blaðinu The Mirror er talið ólíklegt að Schwarz- enegger taki til- boðinu vegna pólitíska ferils síns en Andy Vajna, framleiðandi myndarinnar, er ekki alveg búinn að gefast upp. „Við viljum halda áfram með Tortímanda-ævintýrið og erum með hlutverk sem myndi henta Schwarzenegger fullkomlega,“ sagði hann. Rod Stewart lét sér ekki nægja að bjóða einu til tveimur börnum sínum í sumarfrí til Hawaii heldur voru sex af sjö krökkum hans með í för. Stewart hefur ekki verið við eina fjölina felldur og á börn með fyrirsætunum Alana Hamilton, Kelly Emberg og Rachel Hunter en er nú í sambúð með Penny Lancaster og á með henni eitt barn. Lancaster er að sjálfsögðu með í för og hjálpar Stewart við að hafa stjórn á skaranum en hinar þrjár barnsmæður Stewarts gátu ekki þekkst boðið. Elsta barnið Sarah, sem er 41 árs, gat því miður heldur ekki verið með í þessari fjölskylduferð. Er í boði Nú getur þú fengið ATLAS kreditkort hjá öllum bönkum og sparisjóðum ATLAS korthafar fá bíómiða í Smárabíó, Regnbogann, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri á aðeins 600 kr. Tilboðið gildir í apríl og maí.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.