Fréttablaðið - 11.04.2006, Page 58

Fréttablaðið - 11.04.2006, Page 58
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR42 FÓTBOLTI Líkt og hjá Kevin Keegan og Arsene Wenger forðum bíður gamli refurinn Sir Alex Ferguson átekta eftir því að Chelsea mis- stígi sig í baráttunni um Eng- landsmeistaratitilinn. Árið 2003 var Arsenal átta stigum á undan United í mars en frábær loka- sprettur hjá Manchesterliðinu, og slæmt gengi Arsenal, varð til þess að United hampaði titlinum. Það sama gerðist fyrir tíu árum þegar Newcastle hafði fimmtán stiga forystu á United um jólin, en Ferguson tókst að stýra sínu liði til sigurs í deildinni. Ótrúlegt skrið hefur verið á United á síð- ustu vikum og liðið hefur unnið níu leiki í röð, þar á meðal gegn Arsenal um helgina. Chelsea hefur þó vart stigið feilspor og er því erfitt að sjá sjö stiga forystu Chelsea hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar aðeins fimm leikir eru eftir, þrátt fyrir að liðin eigi eftir að mætast innbyrðis. „Þeir eiga enn eftir að spila á útivelli gegn Bolton, Blackburn og svo gegn Newcastle í lokaumferð- inni í síðasta leik Alans Shearer fyrir félagið Það eru því margir hlutir okkur í hag,“ sagði Fergu- son en United á eftir að leika gegn Sunderland, Tottenham, Middles- brough og Charlton auk Chelsea sem á eftir Bolton, Everton, Black- burn og Newcastle auk erfiðs leiks gegn Liverpool í undanúrslitum FA-bikarkeppninnar. Chelsea vonast því svo sannar- lega eftir því að vera búið að tryggja sér titilinn áður en félagið mætir United þann 29. apríl en til þess verður Chelsea að vinna næstu tvo leiki, úti gegn Bolton og heima gegn Everton, og United að tapa í það minnsta þremur stigum í næstu þremur leikjum, heima gegn Sunderland, úti gegn Totten- ham og heima gegn Middles- brough. - hþh Ekkert er gefið eftir í baráttu Chelsea og Manchester United um enska titilinn: Sir Alex bíður eins og refur SIR ALEX FERGUSON Vonast til að stela titlinum af Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Cristiano Zanetti var skiljanlega skelfingu lostinn þegar tugir stuðningsmanna Inter frá Mílanó réðust að liðinu eftir heim- komuna frá Ascoli þar sem liðið bar 2-1 sigur úr býtum. Þessir svo- kölluðu stuðningsmenn voru æfir þegar Inter datt út úr Meistara- deildinni gegn Villarreal og þrátt fyrir sigur gegn Ascoli, grýttu stuðningsmennirnir öllu lauslátu í leikmennina. „Það var ausið yfir okkur fúk- yrðunum þegar við vorum að fara upp í bílana okkar eftir að hafa komið út úr flugstöðinni. Það voru um 100 manns sem öskruðu á okkur og hentu hlutum. Einn af þeim lenti á mér,“ sagði Zanetti sem fékk stóran skurð á ennið fyrir vikið. Ítalinn gengur til liðs við Juventus í sumar en hann telur að það sé ekki ástæðan fyrir því að hann varð fyrir barðinu á skríln- um. „Ég held að það hafi ekki skipt máli. Ég var ekki eini leikmaður- inn á svæðinu. Javier Zanetti, Sinisa Mihajlovic, Pierre Wome og fleiri voru þarna líka,“ sagði þessi knái miðjumaður. - hþh Cristiano Zanetti: Þetta var alveg skelfilegt ZANETTI OG MIHAJLOVIC Urðu fyrir barðinu á bandbrjáluðum aðdáendum Inter. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wayne Roon- ey, leikmaður Manchester United, væri langt leiddur vegna spila- fíknar og skuldaði um 700.000 pund. Einn þeirra sem hann átti að skulda pening er sjálfur Michael Owen, sem á að hafa komið Roon- ey upp á lagið með að taka þátt í veðmálum. Þá var einnig talað um að félag- arnir væru orðnir óvinir vegna fjárhættuspila en ensku blöðin hafa greinilega hlaupið á sig hvað þetta mál varðar. Málið er gengið svo langt að Rooney og Owen hafa neyðst til að senda frá sér yfirlýs- ingu til að stemma stigum við þessum sögusögnum. „Wayne á ekki í neinum útistöð- um við Michael, þeir eru góðir félagar og hlakka til að spila saman á Heimsmeistaramótinu í sumar,“ sagði í yfirlýsingu frá þeim kumpánum. - hþh Owen og Rooney: Eiga ekki við fíkn að stríða ROONEY OG OWEN Vinátta þeirra hefur ekkert minnkað. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES GOLF Það var mikil spenna fyrir lokadag Masters-mótsins í golfi en sú spenna var fljót að fara því Phil Mickelson lék langbesta golfið síð- asta daginn og sigraði mótið nokk- uð þægilega. Margir áttu von á því að Tiger Woods myndi bíta frá sér og hann byrjaði á að fá fugl en spilamennska hans í kjölfarið var upp og niður og hann endaði í þriðja sæti. Mickelson hefur verið að leika stórkostlega síðustu mánuði og eru margir golfspekingarnir á því að loksins sé kominn maður sem geti staðið upp í hárinu á Tiger Woods. „Fólk skal slaka á með allt slemmutal,“ sagði Mickelson eftir mótið en hann hefur unnið þrjú af síðustu níu stórmótunum. „Ég hef gaman af því sem ég er að gera og einbeiti mér að því en ekki hvort ég geti unnið öll stórmót.“ - hbg Masters-mótið: Mickelson sigr- aði örugglega Í GRÆNA JAKKANUM Mickelson eignaðist sinn annan græna jakka um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES TILNEFNINGAR Fimm fræknir íþróttakappar hafa verið tilnefnd- ir til hinna eftirsóttu verðlauna um besta íþróttamann heims. Það er Laureus-akademían sem efnir til kjörsins hverju sinni en kjörið fer þannig fram að íþróttaritstjór- ar og fréttamenn hjá tímaritum, dagblöðum og sjónvarpsstöðvum víða um heim tilnefna ákveðna íþróttamenn. Síðan kjósa 42 eldri íþróttahetjur hvern þeir telja eiga viðurkenninguna skilið. Þeir sem tilnefndir eru í ár eru Formúlu 1-ökuþórinn Fernando Alonso, golfarinn Tiger Woods, tenniskappinn Roger Federer, mótorhjólakóngurinn Valentino Rossi, hjólreiðagarpurinn Lance Armstrong og sjálfur Ronaldinho. Evrópumeistarar Liverpool eru tilnefndir sem lið ársins og einnig Renault-liðið í Formúlu 1, nýsjá- lenska rugbylandsliðið, tennis- landslið Króata frá Davis Cup mótinu, San Antonio Spurs úr NBA-deildinni auk knattspyrnu- liðsins Barcelona. - hþh Laureus-verðlaunin: Fræknir kapp- ar tilnefndir HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið gerði enga frægðarför til Tékklands á dögunum. Þar tók liðið þátt í æfingamóti sem var hluti af undirbúningi fyrir umspils- leiki gegn Makedónum um laust sæti á EM í Svíþjóð sem fram fer í desember. Liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu og hafn- aði því augljóslega í neðsta sæti mótsins. „Við fórum með svolítið nýtt lið enda misst einar tólf stelpur úr hópnum á þrem árum vegna barn- eigna. Markmiðið var að gefa öllum stelpunum tækifæri og um leið reyna að fá svör við ákveðn- um spurningum eins og hvað við þurfum að bæta. Við þurfum að bæta vörnina sérstaklega enda eigum við of fáa leikmenn sem geta spilað vörn,“ sagði Stefán Arnarson landsliðsþjálfari. „Við erum á eftir í stöðunni maður á móti manni bæði í vörn og sókn. Þrátt fyrir þessar staðreyndir vorum við inni í öllum leikjunum og það vantaði herslumuninn upp á að klára eitthvað af þessum leikjum.“ Stefán segir að makedónska liðið sé svipað að styrkleika og liðin sem voru á þessu móti en sé engu að síður aðeins sterkara en það íslenska og því verði á bratt- ann að sækja hjá íslenska liðinu í umspilsleikjunum. „Við munum endurheimta Berglindi Írisi fyrir leikina gegn Makedónum og svo mun ég vænt- anlega ræða við Hörpu Melsted og Ingu Fríðu Tryggvadóttur um að vera með í þessum leikjum. Þetta eru svakalega mikilvægir leikir og það er möguleiki að kom- ast á EM en þá þarf margt að smella saman hjá okkur,“ sagði Stefán. - hbg Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari í handknattleik, svarar fyrir gengi kvennalandsliðsins í Tékklandi: Okkur vantar fleiri góða varnarmenn ÁGÆTT MÓT HJÁ JÓNU MARGRÉTI Jóna Margrét Ragnarsdóttir lék einna best í íslenska liðinu á æfingamótinu í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Craig Bellamy vísar því alfarið á bug að hann sé maður sem hafi slæm áhrif á þau lið sem hann hefur spilað fyrir á ferlinum eins og fyrrum knattspyrnustjóri hans, Graeme Souness, gaf til kynna þegar hann setti hann í skammarkrókinn hjá Newcastle á sínum tíma. „Þegar ég var hjá Newcastle höfnuðum við í þriðja, fjórða og fimmta sæti og sjáið bara hvar Blackburn er í dag, í 5. sæti. Já, það er aldeilis að ég er að skemma fyrir gengi liða minna,“ sagði Bellamy kaldhæðnislega. - hþh Craig Bellamy: Skot á Souness KÖRFUBOLTI Það voru engin þreytu- merki á Borgnesingum í upphafi leiks þrátt fyrir ótrúlega stífa dag- skrá undanfarið. George Byrd gaf tóninn fyrir þriggja stiga veisluna með einni slíkri í byrjun leiks. Þrjár fyrstu körfur Borgnesingua komu fyrir utan þriggja stiga lín- una og heimamenn tóku fljótlega forystu gegn Njarðvíkingum sem gekk illa í byrjun leiks. Aðeins var lífsmark með Friðriki Stefánssyni sem átti skínandi fyrri hálfleik, líkt og Brenton Birmingham. Njarðvíkingar áttu undir högg að sækja eftir fyrsta leikhluta þegar þeir voru 27-15 undir. Þeir spýttu heldur betur í lófana og komust betur og betur inn í leikinn. Þriggja stiga skot heimamanna rötuðu ekki rétta leið og sóknar- leikurinn var einsleitur, síendur- tekin þriggja stiga skot sem hættu að rata ofan í körfuna. Skallagríms- menn nýttu sér styrk George Byrd undir körfunni ekki nægilega vel á meðan Njarðvíkingum gekk vel að finna Friðrik hinum megin á vellin- um sem kláraði sín færi vel. Njarðvíkingar gengu á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Í hálfleik var munurinn kominn niður í fjögur stig, 42-38, eftir að hafa verið sautján stigum undir í byrjun annars leikhluta og spenn- andi síðari hálfleikur hófst með látum. Þeir félagar Dimitar Karadzov- ski og Jovan Zdravevski áttu frá- bæran leik fyrir Borgnesinga og þeir röðuðu niður körfunum þegar mest á reyndi. Heimamenn tóku forystuna á ný í þriðja leikhluta og lánlausum Njarðvíkingum tókst ekki að minnka muninn sem var þrettán stig að þriðja leikhluta loknum, 67-54. Frábær varnarleik- ur og skynsamlegur sóknarleikur var undirstaðan að sigri Borgnes- inga sem léku við hvern sinn fing- ur á ógnarsterkum heimavelli sínum þegar þeir kláruðu leikinn í fjórða og síðasta leikhlutanum. Þegar fjórar mínútur lifðu leiks höfðu heimamenn í Skallagrími 78- 64 yfir og Njarðvíkingar gerðu hvað þeir gátu til að minnka mun- inn. Þegar rúm mínúta var eftir höfðu heimamenn níu stiga forystu sem reyndist gestunum vera um of og Skallagrímur vann að lokum 87- 77. Friðrik Stefánsson átti mjög góðan leik fyrir Njarðvík og var allt í öllu í leik liðsins, á báðum endum vallarins á löngum köflum. Hann skoraði 21 stig, en Jeb Ivey skoraði 25 en það dugði ekki til. Zdravevski skoraði 24 fyrir Skallagrím, Karadzovski 22 og George Byrd 19. Heimamenn voru vel að sigrin- um komnir og setja einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í spennandi stöðu, nú þegar liðin hafa unnið sinn leikinn hvorn en sá næsti fer fram í Njarðvík á laugardaginn. hjalti@frettabladid.is Vorverkin hafin í Fjósinu Skallagrímur jafnaði metin í 1-1 í úrslitaeinvíginu gegn Njarðvík á heimavelli sínum, Fjósinu, í gærkvöldi. Leiknum lauk með 87-77 sigri Borgnesinga. FRIÐRIK STEFÁNSSON Átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga í gær en því miður fyrir hann var það ekki nóg. Skallagrímsmenn höfðu sigur í leiknum og jöfnuðu úrslitaeinvígið 1-1. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.