Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 62
 11. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR46 HRÓSIÐ … … fær Margrét Sigurðardóttir fyrir sýninguna Big Cry sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld en þar blandar hún saman leiknum kvikmyndabrotum og lifandi djasstónlist. HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR: SIGURVEGARI SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA Syngjandi Skagastelpa 1 I. Lewis Libby 2 Dominique de Villepin 3 Sif Pálsdóttir [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 Dómnefnd Sigurskáldsins 2006, ljóðakeppni Eddu útgáfu og Fréttablaðsins, hefur valið átta ljóð eftir jafnmarga höfunda í úrslit. Alls bárust hátt í 400 ljóð eftir um 90 höfunda í keppnina. „Þetta fór hægt af stað en svo gerðust kraftaverk og menn rusluðu heilu ljóðabókunum inn,“ segir Kristján B. Jónasson, sem situr í dómnefndinni, og bætir við að gæði ljóðanna séu síst minni en í keppninni fyrir tveimur árum. Þá valdi dómnefndin ljóðin eftir ákveðinni aðferð til að tryggja fjölbreytni en í ár var sú leið látin gossa og ljóðin sjálf réðu ferðinni. Kristján segir að heilt á litið séu yrkisefnin áþekk. „Strák- unum blöskrar ástandið í heimin- um og er tíðrætt um neysluhyggj- una og eru í ákveðinni sjálfsmyndaróvissu. Stúlkurnar yrkja meira um svokallaðar staðalímyndir og bera saman raunveruleikann við viðteknar hugmyndir samfélagsins.“ Ljóðin átta sem komust í úrslit verða birt í Fréttablaðinu í viku bókarinnar 18. til 24. apríl og sigurskáldið verður kynnt þriðjudaginn 25. apríl. -bs Átta ljóð komin í úrslit KRISTJÁN BJARKI JÓNASSON Segir gæði ljóðanna í ár síst minni en í keppninni fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTIR AF FÓLKI Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hleypti úr vör kosningabaráttu sinni um helgina og í fjölmiðlum mátti sjá frambjóðendur flokksins brosa framan í kjósendur undir slagorðinu „Ertu með?“. Ímyndasérfræðingar flokksins virðast hafa velt því vel og lengi fyrir sér hvernig ætti að koma flokknum upp úr þeim öldudal sem Framsókn hefur verið í ef marka má síðustu skoðanakannanir en þær benda til þess að flokkurinn nái varla inn manni. Hvort nafnabreyting hafi verið lokaúrræðið skal ósagt látið en á auglýsingunum má hvergi sjá nafn Framsóknarflokksins heldur eingöngu B-listann. Sömu sögu er að segja inni á heimasíðu leiðtoga flokksins, Björns Inga Hrafnssonar, en þar má sjá myndir frá því þegar kosningastefnu- skrá B-listans var kynnt. Gárungarnir í Reykjavík spyrja sig að því hvort reykvískir framsóknarmenn séu nú á flótta undan nafni flokksins. TÓNLISTIN Það er Pink Floyd og Supertramp. Ég hef verið að hlusta mikið á plötuna Even in the Quietest Moments með Supertramp sem er algjört meistarastykki. Síðan er ég búinn að hlusta rosalega mkið á Dark Side of the Moon. BÓKIN Ég var að glugga í nýju bókina hans Andra Snæs og mér leist ágætlega á hana. Ann- ars les ég mikið fantasíur og vísindaskáld- sögur. Ég hef lesið allar Terry Pratchett- bækurnar og hef mjög gaman af. BÚÐIN Þegar ég er að versla í matinn finnst mér gaman að versla í Hagkaup. BORGIN Það er annaðhvort Kaupmannahöfn eða London. Ég er búinn að fara 20 til 30 sinnum til Kaupmannahafnar. Ég bjó þarna á sínum tíma og þetta er mín önnur heimaborg. Síðan er það London því það er alltaf svo mikið að gerast þar, til dæmis fótbolti og hljómleikar. VERKEFNIÐ Það eru hljómleikar: Roger Waters og Roger Hodgson, eða Pink Floyd og Supertramp. BÍÓMYNDIN Ég er mikill bíóáhugamaður en sem fantasíulesari voru Lord of the Rings- myndirnar eitthvað mjög sérstakt í mínum huga. Fyrir nokkrum dögum keypti ég mér reyndar fjórðu seríuna af 24 og hef verið að svolgra hana í mig. AÐ MÍNU SKAPI GUÐBJARTUR FINNBJÖRNSSON TÓNLEIKAHALDARI Fantasíulesari og bíóáhugamaður GUÐBJARTUR FINNBJÖRNSSON Guðbjartur er hrifinn af fantasíum og vísindaskáldsögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Toyo All Terrain 33x12,5 R15 13.895,- stgr. Toyo Mud Terrain 38x14,5 R16 31.950,- stgr. Kynningarverð Seltjarnarnesi Klár í páskatúrinn ? Toyo jeppadekk, margar stærðir Kynningarverð Gerið gæða og verðsamanburð 33” 38” KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Bestu dekkin í USA 8 ár í röð Tire Review Magazine Margir velta nú vöngum yfir því hvort fjórða Idol-keppnin muni fara fram á haustdögum en eins og áður hefur verið greint frá þykir mörgum keppnin vera orðin hálf þreytt. Heimir Jónas- son, dagskrárstjóri Stöðvar 2, reiknar þó fastlega með því að Idol 4 fari fram um og upp úr september. „Spyrja verður þó að því hvort fólk þurfi á örlítilli hvíld að halda frá keppninni og þá hvort hún verði haldin eitthvað síðar. Hins vegar er ljóst að halda verður uppi hamingju- stuðli þjóðarinnar og ef ekki verður úr keppninni mun sambærilegt stjörnuefni verða kynnt til sög- unnar“. Ekki vildi Heimir þó gefa nánari upplýsing- ar um hvers kyns stjörnuefni væri að ræða. „Ég get þó allavega lofað að það verður kynngi- magnað, segir Heimir að lokum. -fgg/bb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 mjög 6 bardagi 8 skordýr 9 erfiði 11 skóli 12 eggjarauðu 14 spaug 16 dreifa 17 efni 18 frænd- bálkur 20 tónlistarmaður 21 þekkja leið. LÓÐRÉTT 1 spjall 3 tveir eins 4 daga- tal 5 sefa 7 ágiskun 10 sunna 13 besti árangur 15 svall 16 haf 19 tveir eins. LAUSN: LÁRÉTT: 2 afar, 6 at, 8 fló, 9 bis, 11 ma, 12 blóma, 14 glens, 16 sá, 17 tau, 18 ætt, 20 kk, 21 rata. LÓÐRÉTT: 1 rabb, 3 ff, 4 almanak, 5 róa, 7 tilgáta, 10 sól, 13 met, 15 sukk, 16 sær, 19 tt. Mikil gleði ríkti á Akranesi um helgina þegar ljóst varð að Fjöl- brautaskóli Vesturlands hafði sigrað í Söngkeppni framhalds- skólanna með laginu Vegas, betur þekktu sem Ruby Tuesday með Rolling Stones. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn sigrar í Söng- keppni framhaldskólanna en það var hin 18 ára Helga Guðjónsdótt- ir sem landaði sigrinum af miklu öryggi. Helga býr á Akranesi en er þó ekki hreinræktuð Skaga- stelpa, þó að hún hafi spilað lengi með meistaraflokki ÍA, því hún ólst upp innan um kindur og hesta á Saurbæ í Dalasýslu til þrettán ára aldurs. „Ég hef verið syngj- andi síðan ég man eftir mér. Mamma var lengi í kór og pabbi syngur líka mikið heima, svo það má segja að það sé sungið mikið í fjölskyldunni,“ segir Helga. Hún er ekki óvön því að taka á móti verðlaunum fyrir söng sinn því hún vann t.d. Hátúnsbarkann fyrir nokkrum árum síðan sem er söngvakeppni grunnskólanna á Akranesi. „Ég hef verið að syngja af og til á ýmsum skólaskemmtun- um og líka í fermingarveislum.“ Helga vakti ekki eingöngu athygli fyrir góðan söng heldur einnig fyrir mjög örugga fram- komu. „Lagið sem ég tók er úr samnefndum söngleik sem Ólafur Sk. Thorvalds leikstýrði og var settur upp á vegum skólans í vetur. Ég söng þetta lag í þeirri uppfærslu og því var ég í góðri æfingu og ekki með neinn svið- skrekk, enda erum við nýhætt að sýna söngleikinn.“ Helga stundar nám á félags- fræðibraut en auk þess að sinna náminu og söngnum vinnur hún á Olís-Uppgrip. „Það kemur fyrir að við stelpurnar syngjum í vinn- unni en bara þegar enginn við- skiptavinur er inni,“ segir Helga en neitar því að hún afgreiði pylsurnar syngjandi. Í sumar ætlar hún að vinna í Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga. Fyrst er það hins vegar ferðalag til Lúxemborgar. „Ég ætla að heimsækja vinkonu mína og ætli ég taki ekki eitthvað af sigurlaun- um með mér og kaupi eitthvað gáfulegt,“ segir Helga sem hlaut 50 þúsund króna peningaverðlaun frá Glitni ásamt farandbikarnum Hljóðnemanum að launum fyrir sönginn á laugardag. „Það kom enginn frá skólanum að horfa á undankeppnina nema þrír vinir mínir en þegar ljóst var að ég héldi áfram þá hóuðu þeir saman í góðan hóp á úrslitakeppnina. Ég fór beint upp á Skaga eftir sigur- inn þar sem beið mín móttöku- nefnd og partí,“ segir Helga. Hvað framtíðina varðar þá er hún alveg óráðin. Helga gæti þó vel hugsað sér að fara til Frakklands eða Ítalíu í söngnám eða læra eitt- hvað sem tengist ferðamálum. SIGURVEGARI Helga, sigurvegari Söngkeppni framhaldsskólanna í ár, hefur verið syngjandi frá því að hún man eftir sér. MYND/ÓMAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.