Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 6

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 6
6 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR KJÖRKASSINN Er rétt hjá ríkinu að styrkja fiskeldi? Já 58% Nei 42% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að nota bílinn minna vegna hækkandi bensínverðs? �������������� ������������� �������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ������������������������ ������ ��������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� ������������������������������������������������ �������������������������������������� ������� ���������������������������������������� �������������������������� ���������������� ��������� ��������������������������������������� ��������������������������� ������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������ ��������������������������� � ���� ������������������� ��������������������������� ����������������������������� �������������� �������� �������������������������������� ����������������������������� ����������� ����������������� �������������������������� ������������������������� ���������������������������� ��������� ������������������� ������������������������� ������������������ � STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir alrangt hjá Halldóri Ásgríms- syni forsætisráðherra að ágrein- ingur sé í forsætisnefnd Alþingis um breytingar á eftirlaunum ráð- herra, þingmanna og dómara og af þei sökum hafi frumvarp þar um ekki verið lagt fram. Jóhanna segir að hið rétta sé að forsætis- nefnd hafi í nóvember síðastliðin- um verið kynnt lögfræðiálit sem unnið hefði verið fyrir forsætis- ráðuneytið. „Engin ósk fylgdi frá forsætisráðherra eða hans ráðu- neyti um að forsætisnefnd mundi beita sér fyrir breytingum á eftir- launalögunum. Málið er því ekki til meðferðar í forsætisnefnd og hefur ekki verið,“ sagði Jóhanna í upphafi þingfundar í gær og ítrek- aði að einu afskipti nefndarinnar af málinu hefðu verið tengd áður- greindu lögfræðiáliti. Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis rakti gang málsins í fyrra og nefndi að samkvæmt áður- greindu lögfræðiáliti væri hægt að breyta lögunum en varhuga- vert væri að væri að hreyfa við lífeyrisréttindum sem þegar hefðu tekið gildi vegna eignarréttará- kvæðis stjórnarskrárinnar. „Í bréfi forsætisráðuneytisins til forseta Alþingis í apríl í fyrra er ekki sett fram nein ósk um við- brögð við lögfræðiálitinu,“ sagði Sólveig. Hún rakti að fundur hefði verið haldinn um málið með formönnum flokkanna 16. janúar og þar hefði komið fram efniságreiningur og mismunandi sjónarmið. „Niður- staðan er því sú að um málið hefur ekki náðst efnisleg samstaða og þar af leiðandi hefur frumvarpið ekki komið á borð forsætisnefnd- ar,“ sagði forseti Alþingis. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði að nú væri ætlunin að gera á eftiralaunalögunum ein- hverjar lýtalækningar, „á maka- lausu frumvarpi núverandi og þáverandi forsætisráðuherra. Þetta frumvarp var flutt á ábyrgð þeirra og á þeirra vegum... Ég mun ekki taka þátt í i einhverjum málamyndagerningi til þess að lappa upp á þetta frumvarp. Það á að rífa þessi makalausu lífeyris- lög upp með rótum. Setja alla þá sem undir lögin heyra inn í almenna lífeyrissjóði þar sem þeir eiga heima,“ sagði Ögmundur. „Þetta hefur ekki verið rætt við forystumenn flokkanna síðan í janúar. Framsóknarflokkurinn sefur á þessu frumvarpi og er ekk- ert að rumska,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, Samfylkingunni. johannh@frettabladid.is Forsætisnefnd ekki fjallað um eftirlaun Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis lýsir yfir að frumvarp um breytingar á eftirlaunum ráðherra, dómara og þingmanna hafi ekki komið á borð forsætis- nefndar þingsins. Forsætisráðherra hefur gefið annað til kynna í fjölmiðlum. SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar- félagið í Vestmannaeyjum mun ekki koma að framboði V-listans. Þetta kom fram á félagsfundi á þriðjudagskvöld og var fullur ein- hugur félagsmanna um þetta að sögn Sigurðar Vilhelmssonar for- manns Framsóknarfélagsins í Vestmannaeyjum. Á fundinum var ákveðið að fara fram undir merkjum Framsóknar- flokksins ef af framboði verður. Sigurður segir að ákvörðunar að vænta á næstunni. - sdg Framsóknarfélagið í Eyjum: Stendur ekki að V-listanum FÍKNIEFNAMÁL Fjórir menn um og yfir fertugt, Ólafur Ágúst Ægis- son, Ársæll Snorrason, Hörður Hilmarsson og Johan Handriks, sem er Hollendingur, sitja í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefna- máls sem lögreglan í Reykjavík og Tollgæslan í Reykjavík rann- saka í sameiningu. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í fyrrakvöld og voru þeir yfirheyrðir í gær. Starfsmaður Tollgæslunnar í Reykjavík fann fyrir þremur vikum fíkniefni falin í notaðri bifreið á Sundahöfn sem flutt hafði verið til landsins frá Hol- landi. Lögreglan í Reykjavík hóf strax rannsókn á málinu og ákvað að bíða eftir því að bifreiðin yrði afgreidd út úr tollinum. Lögregl- an lét til skarar skríða í iðnaðar- húsnæði á Krókhálsi að kvöldi 14. apríl og voru fíkniefnin, sam- tals tólf kíló af amfetamíni og tíu kíló af hassi, gerð upptæk þegar mennirnir voru að taka þau út úr bílnum. Hörður Jóhannesson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir útlit vera fyrir að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil. „Ástæðan fyrir því að við höldum mönnum í gæsluvarðhaldi á upp- hafsstigi rannsókna er meðal annars til þess að auðvelda fram- gang rannsóknarinnar. Í svona stóru máli er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að rannsóknin leiði til handtöku manna á seinni stig- um.“ Tveir mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi, Ársæll og Hörð- ur, hafa ekki setið í fangelsi hér á landi áður en Ólafur Ágúst hlaut níu ára fangelsisdóm árið 2000 fyrir þátt sinn í stóra fíkniefna- málinu. Hann hefur verið á reynslulausn síðan 16. febrúar 2004 vegna heilsufarsástæðna en áður en hann var dæmdur í fang- elsi árið 2000 sat hann í gæslu- varðhaldi í 252 daga. - mh Fjórir menn grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning yfirheyrðir: Rannsaka umfang smygls HÖRÐUR JÓHANNESSON Lögreglan rann- sakar nú hversu umfangsmikil starfsemi fíkniefnasmyglara var hér á landi. Talið er að fjöldi manna tengist málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR NEYTENDUR Olíufélögin Skeljungur og Esso hækkuðu eldsneytisverð sín um 3,30 krónur hvern lítra í gær vegna óróa á erlendum mörk- uðum og veikingar krónunnar. Bensínlítrinn kostar því 131,1 krónu á stöðvum þessara félaga með fullri þjónustu en 126,1 á flestum sjálfsafgreiðslustöðvum. Engin hækkun hafði orðið hjá Olíuverslun Íslands seinnipartinn í gær og heldur ekki á bensín- stöðvum Orkunnar, ÓB eða Atl- antsolíu en umrædd félög hafa jafnan fylgt í kjölfar þegar hækk- anir verða. Hjá Olíufélaginu fengust þær upplýsingar að hækkunin stafaði af heimsmarkaðsverði sem hækk- að hefur um 35 prósent frá ára- mótum en veiking krónunnar hefur einnig mikið að segja. Hefur hún veikst um rúm 20 pró- sent frá áramótum. Er þetta einn- ig samkvæmt spám sérfræðinga erlendis sem spáð hafa frekari hækkunum á heimsmarkaðsverði og ekki sér enn fyrir endann á. - aöe BREGÐUR Í BRÚN Margir hafa fundið verulega fyrir þeim miklu eldsneytishækkunum sem orðið hafa að undanförnu. Frekari hækkanir eru líklegar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Skeljungur og Esso hækkuðu verð á bensínlítranum annan daginn í röð: Mikill órói á mörkuðum SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FRÁ ÞINGSETNINGU Forseti Alþingis segir enga efnislega samstöðu hafa náðst um eftirlaunafrumvarpið. Töluvert eignatjón Fjórir árekstrar urðu í Hafnarfirði í gær. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón. Að sögn lögreglu voru sjö ökumenn sektaðir fyrir að tala í farsíma við stýrið og aðrir þrír fyrir of hraðan akstur. LÖGREGLUFRÉTTIR FERÐALÖG Um sex þúsund farþegar ferðuðust með Flugfélagi Íslands um páskana og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Flugbókan- ir fara rólega af stað eftir hátíðirn- ar nema á ferðum til Grænlands, en áhugi á ferðum þangað hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Flugumferð gekk almennt vel utan föstudagsins langa þegar flug féll niður til Ísafjarðar vegna veð- urs. Farþegar létu það þó ekki á sig fá og fóru margir keyrandi. ■ Flug um páskahelgina: Farþegar um sex þúsund Á FERÐALAGI Um sex þúsund farþegar ferðuðust með Flugfélaginu um páskana.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.