Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 10
10 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR �������������������������������� ���������������������������� ������������������������ ������������ ���������������������������������������� ��� ����������� ��������������������� ���������������������������� �������������� ��������������������������������������� ��������������������������������������������� �������������������������������������������������������� �� ������������ ��������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������� ��������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� �������������������������������������������������������������������������� ������������������������������� ���������������� VARÚÐ! Þessi gæs hvæsti illilega á vegfar- endur við innganginn í stóra verslunarmið- stöð í Toronto í Kanada á mánudag, því hún og maki hennar hafa gert sér hreiður í blómabeði skammt frá innganginum í húsið, þrátt fyrir mikla umferð manna um svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Liðlega 186 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Sparisjóðs Norðlendinga í fyrra og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri frá því sparisjóðurinn var stofnaður árið 1997. Bókfært eigið fé var 781 milljón króna í árslok og eiginfjárhlutfallið 12,7 pró- sent. Útlán jukust um rúma tvo millj- arða á árinu og námu um 6,3 millj- örðum króna í árslok. Innlán juk- ust einnig eða um 1,5 milljarð og námu í árslok rúmum 5,5 milljörð- um króna. - kk Sparisjóður Norðlendinga Mesti hagnað- ur frá upphafi UMFERÐARÖRYGGI Rúmlega 70 pró- sent af kröfum sem vátrygginga- félög eignast á hendur þeim öku- mönnum sem valda tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, eru vegna ölvunaraksturs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá end- urkröfunefnd. Viðskiptaráðherra skipar nefnd þriggja manna til að kveða á um hvort og að hve miklu leyti beita skuli endurkröfum. Í nefndinni sitja Helgi Jóhannesson, Andri Árnason og Sigmar Ármannsson. Á árinu 2005 bárust nefndinni samtals 70 ný mál til úrskurðar. Af þessum málum samþykkti nefnd- in endurkröfu í 66 málum. -mh Endurkröfur á tjónvalda: Ölvunarakstur helsta orsökin DANMÖRK Um tólf þúsund manns hylltu Margréti Þórhildi Dana- drottningu á 66 ára afmælisdegi hennar í garðinum við Marselis- borgarhöll í Árósum á páskadag. Yngsti meðlimur konungsfjöl- skyldunnar, hinn hálfs árs gamli Kristján prins Friðriks- og Maríu Elísabetarson, tók þátt í athöfn- inni ásamt foreldrum sínum og föðurbróðurnum Jóakim prins. Var þetta fyrsta opinbera athöfn- in sem litli prinsinn tók þátt í. - aa Afmæli Danadrottningar: Litli prinsinn hyllti ömmu KRISTJÁN PRINS Tók þátt í að hylla ömmu sína á 66 ára afmælinu. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNAMÁL „Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að geta teflt fram reynslumiklu forystu- fólki sem er tilbúið til þess að stýra borginni inn í nýja tíma,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóra- efni Samfylkingarinnar, þegar stefnuskrá flokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar var kynnt í gær. Samfylkingin leggur áherslu á að hverfi borgarinnar fái svigrúm til þess að nýta sérstöðu sína og kosti, en í stefnuskrá flokksins segir að „öll þjónusta eigi að vera aðgengileg á einum stað og vera veitt eins nálægt íbúum og hægt er.“ Í þessu samhengi horfir Sam- fylkingin til þess að málefni aldr- aðra, fatlaðra, og annarrar nær- þjónustu verði flutt frá ríki til borgarinnar. Samfylkingin segist tilbúin til þess að taka við staðbundinni lög- gæslu í borginni en Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykja- vík, hefur um árabil talað fyrir því að löggæsla verði færð frá ríki til borgarinnar. „Ég hef lagt til að lög- gæslan verði færð frá ríki til borg- arinnar, það virðist ekki vera áhugi á því hjá ríkinu. Löggæslan er hluti af nærþjónustu sem ég tel að henti sveitarfélögum betur en ríkinu að sjá um. Þar á ég við umferðarlög- gæslu og eftirlit í hverfum” Í stefnuskránni er það lagt til að húsnæðisframboð verði aukið veru- lega í Reykjavík á næstu árum. Samfylkingin stefnir að uppbygg- ingu sex þúsund íbúða í Reykjavík á næstu árum. Í stefnuskránni kemur fram að vilji sé fyrir því hjá Samfylking- unni, að öll málefni aldraða verði færð frá ríki til borgarinnar. „Við viljum halda áfram að efla heima- þjónustu og heimahjúkrun, byggja fleiri hjúkrunarheimili og tryggja örugg úrræði þegar fólk þarf á þeim að halda,“ sagði Dagur. Samfylkingin hefur ekki áður boðið fram lista í eign nafni í borg- arstjórnarkosningum. Dagur telur að reynsla þeirra sem í framboði eru fyrir Samfylkinguna vegi þungt þegar kosið verður í vor. „Það er munaður að geta teflt fram sitjandi borgarstjóra, formanni borgar-, mennta-, velferðar- og skipulags- ráðs, og svo mætti áfram telja. Þetta fólk er búið að stýra borginni inn í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar, sem við erum stödd í núna.“ Dagur telur að rík krafa borgar- búa um örugga og markvissa þjón- ustu muni ráða miklu í kosningun- um í vor. „Það er mikilvægt að flokkar geti sýnt það í verki að þeir séu tilbúnir til þess að skapa borg- arbúum öruggt þjónustuumhverfi. Það erum við tilbúin að gera. Sam- fylkingin er skýr valkostur fyrir borgarbúa sem vilja örugga þjón- ustu, kraftmikla uppbyggingu sem nær til allra, þar sem ungir sem aldnir fá tækifæri til þess að njóta sín.“ Þjónusta við íbúa í Reykjavík verði efld Samfylkingin í Reykjavík leggur á það áherslu að þjónusta við unga sem aldna verði elfd. Borgarstjóri segir borgina geta tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu. STEFNUSKRÁIN KYNNT Fram kom í máli Dags B. Eggertssonar, oddvita á lista Samfylkingarinnar, að kraftmikil og örugg þjónustu við íbúa eigi að vera meginviðfangsefni kosninganna í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITASTJÓRNARMÁL Ungir sjálf- stæðismenn vilja kanna, í sam- starfi við einkaaðila, hvort koma megi á þráðlausu tölvusambandi um alla borg og koma Reykjavík í fremstu röð hvað varðar tölvu- tækni og nettengingu. „Við ætlum að reyna að vera fyrsta höfuð- borgin til að vera þráðlaus borg,“ segir Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnarkosninga í vor. Þetta er meðal þeirra stefnu- mála sem koma fram í stefnuskrá ungra sjálfstæðismanna um mál- efni ungs fólks í borginni en þeir opnuðu kosningamiðstöð sína í gær í gamla Morgunblaðshúsinu. Í stefnuskránni er farið yfir húsnæðismál ungs fólks, stúd- entagarða, skólamál, æskulýðs- mál, samgöngumál og fleira. Ungir sjálfstæðismenn vilja auka möguleika fólks á að kaupa lóðir og telja að nægt framboð sé til að svo megi verða. Sömuleiðis vilja þeir fjölga bílastæðum í miðbænum. „Aðalatriðið er að einhver gæti hagsmuna ungs fólks og við telj- um það vera okkar hlutverk,“ segir Bolli. - sdg Ungir sjálfstæðismenn: Þráðlaust net um alla borg KOSNINGAMIÐSTÖÐ UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Stefnuskráin var kynnt á blaðamannafundi í gær. STJÓRNMÁL Stjórnarandstæðingar segja að með því að raska boðaðri dagskrá þingsins sé búið að setja þinghaldið í algert uppnám á næstunni. „Án samkomulags og án sam- ráðs við stjórnarandstöðuna er sett niður dagskrá með umdeild- um málum. Á færibandi ríkis- stjórnarinnar bíða fjölmörg mál sem eru umdeild, ekki aðeins innan þings heldur í þjóðfélaginu almennt,“ sagði Ögmundur Jónas- son þingmaður vinstri grænna við upphaf þingfundar í gær. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingunni, sagði að í raun hefði átt að svara fyrirspurnum á þing- fundinum, en 32 fyrirspurnir bíða enn svara frá ráðherrum. Um 35 mál ríkisstjórnarinnar eru mis- jafnlega á vegi stödd og bíða afgreiðslu þingsins. „Starfsáætl- un þingsins er ónýt, því miður. Og það er vegna þess að hér hafa verið sett fram mörg ágreinings- mál sem hafa ekki einu sinni feng- ið eðlilega umfjöllun í nefndum,“ sagði Margrét. Össur Skarphéðinsson, Sam- fylkingunni, boðaði langan og harðan slag um frumvarp um Rík- isútvarpið, en umræðum um það var fram haldið í gær. Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis ætlar að halda fund með forystu þingflokkanna á föstudag og kvaðst vona að málin skýrðust á þeim fundi. - jh Upplausn í störfum Alþingis og ekkert samráð segja stjórnarandstæðingar: Friðarumleitanir á morgun ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur boðar langvinnar og harðar umræður um RÚV frumvarpið næstu daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.