Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 18
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR18 Vissir þú að hinn grái gæðingafaðir Gáski frá Hofsstöðum átti 682 skráð afkvæmi. Þeirra hæst dæmdur og þekktastur er Gustur frá Hóli með 8,57 í aðal- einkunn en næstur í röðinni er Eiður frá Oddhóli með 8,45. www.worldfengur.com Viðar Ingólfsson hefur lengi þótt með efnilegri ungum knöpum enda vakti hann verðskuldaða athygli í keppni sem unglingur. Viðar er löngu hættur að vera efnilegur enda hefur hann stimplað sig inn sem einn af betri atvinnu- tamningamönnum á landinu. Viðar varð um helgina í öðru sæti á ístölts- móti landsliðsins á hryssunni Stemmu frá Holtsmúla sem er alsystir gæðingsins Suðra frá Holtsmúla. „Þetta var mjög hörð keppni og ég bjóst ekki við því að svo vel gengi,“ segir Viðar hógvær og lýsir Stemmu sem frábæru hrossi og mjög viljugri. Hann hefur verið með hana á þriðja vetur og gengið vel á keppnisvellinum. Viðar er með um tuttugu hross á húsi og með mann í vinnu með sér. Hann hefur verið í hestamennsku alla sína tíð en hefur haft hana að aðalatvinnu í eitt og hálft ár, að hluta til með menntaskóla sem hann kláraði ekki alls fyrir löngu. Viðar segir alveg nóg að gera í hestabransan- um. „Mér finnst heldur vera skortur á tamninga- mönnum en hitt. Maður þarf að vísa töluvert frá,“ segir Viðar og finnst tamningamönnum hafa fækkað, sérstaklega á Víðidalssvæðinu. Þrátt fyrir það vill hann ekki meina að keppnin sé neitt minni um að komast á landsmót, en þangað stefnir hann með heilt hrossastóð eða um tíu til fimmtán hross. „Það eru fleiri hestar á færri höndum auk þess sem mikill fjöldi áhugamanna á orðið góða hesta og stendur sig vel í keppni,“ segir Viðar sem ætlar að koma um tíu kynbótahrossum á landsmót. Það að auki stefnir hann á að keppa á Tuma frá Stóra-Hofi, Gammi frá Skíðbakka auk Stemmu sem áður er getið. Viðar og Tumi urðu Íslandsmeistarar í tölti á síðasta ári og því nokkuð líklegir til afreka í sumar. Þó að mikið sé að gera hjá Viðari gaf hann sér tíma á skírdag til að kíkja eins og margir aðrir hestamenn á sýningu hins heimsfræga hestamanns, Montys Roberts, í reiðhöllinni í Víðidal. „Mér leist nokkuð vel á hana þó að þetta hafi orðið nokkuð langdregið,“ segir Viðar sem fannst hann ekki læra margt nýtt en þótti sýningin þó góð áminning um margt sem ætti aldrei að gleyma. „Eins og til dæmis að sýna yfirvegun í kringum hrossin,“ segir Viðar en hjá honum tekur nú við röð sýninga og keppna enda vorið mikill annatími hjá hesta- mönnum. HESTAMAÐURINN: VIÐAR INGÓLFSSON Stefnir með stóran hóp á landsmót Hinn árlegi skeifudagur við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri verður haldinn laugardaginn 22. apríl. Þar kynna nem- endur í hrossarækt árangur vetrarstarfsins. Morgunblaðsskeifan verður afhent þennan dag, en hún er veitt fyrir bestan árangur í tamninga- og reiðkennslunámi vetrarins. Hver nemandi hefur verið með tvö hross í vetur: Eitt frumtamningatryppi og munu þeir sýna ýmsar aðferðir við tamningu á þeim. Einnig hafa þau verið með taminn hest og á honum keppa þau um Gunnarsbikarinn en hann gáfu Bændasamtök Íslands af miklum rausnarskap í nafni Gunnars heitins Bjarnasonar sem einmitt stofnaði reiðskóla á Hvanneyri á sínum tíma sem oft hefur verið kallaður fyrsti reiðskóli á Íslandi. Ýmsar óvæntar og skemmtilegar uppákomur verða í tilefni dagsins og til að fagna vorkomunni. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Miðfossum í Andakíl en þar hefur öll verkleg kennsla í hrossarækt farið fram í vetur. Þar er verið að byggja upp stórglæsilega aðstöðu fyrir hestamennsku sem nýtast mun nemendum Landbúnaðarháskólans. ■ Skeifudagurinn á Hvanneyri Áskrifendur WorldFengs, alþjóðlegs gagnagrunns íslenska hestsins, verða um tíu þúsund frá og með næstu áramótum. Nýlega ákvað norska Íslandshestafélagið að sækja um aðgang fyrir alla sína félagsmenn frá og með næsta ári. Þá hafa tvö fjölmenn Íslands- hestafélög ákveðið að opna aðgang að WorldFeng fyrir alla félagsmenn en sænska félagið ákvað að gera þetta strax á þessu ári fyrir alla sína félagsmenn sem eru um 6.500 talsins. ■ Worldfengur í útrás Sjálfsagt hafa margir lent í því að eignast eyrnastygg tryppi og jafn- vel fullorðin hross. Eyrnastyggðin er hvimleiður vandi og getur tor- veldað vinnu við tamningatryppið ef hún er mikil enda þarf stöðugt að eiga við höfuð hestsins þegar sett er á hann beisli eða múll. En hvað er til ráða? Eru einhverjar aðferðir til að laga þetta vanda- mál? Ingimar Sveinsson, hestamað- ur og tamningamaður á Hvann- eyri, segir ráð til sem dugi: „Það fyrsta sem byrjað skal á, sé um eyrnastyggt hross að ræða, er að strjúka á því ennið,“ segir hann. „Það er alveg grundvallar- byrjun. Þegar hrossið er orðið ánægt með það færir maður hend- ina ofar og ofar og strýkur, þar til hægt er að renna henni milli eyrna hrossins og upp fyrir þau. Síðan er strokið aftan við við eyrun og niður, þannig að hendin beyglar þau niður og til hliðanna. Ef maður strýkur upp á móti eyrunum verða hrossin alveg vitlaus, því þau eru miklu næmari framan á eyrunum heldur en ofan á þeim. Heyrnin er svo næm og viðkvæmni eyranna eftir því.“ Ingimar telur að eyrnastyggð í hrossum hafi heldur minnkað. Þar komi sjálfsagt margt til. Menn séu ef til vill orðnir var- kárari við tökur tryppa og rífi ekki í eyrun á þeim. Þá sæki örmerking- ar á og sé gamla aðferðin sé á und- anhaldi. Hún sem slík valdi ekki eyrnastyggð því folöldin finna ekki til þótt vel beittum hníf sé brugðið á eyrun á þeim. Hins vegar geti menn gripið í eyru folaldanna í hita leiksins og það vill sitja í þeim. Sérfræðingurinn: Ingimar Sveinsson tamningamaður á Hvanneyri Hægt að laga eyrnastyggð og fólk ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.