Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.04.2006, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 20. apríl 2006 Skagfirðingar blása til fjögurra daga stórsýningu undir heitinu „Tekið til kostanna“ nú um helg- ina. Þetta er í fimmta sinn sem slík sýning er haldin. „Fyrsta sýningin var haldin sama ár og reiðhöllin var tilbúin,“ segir Ingimar Ingimarsson sýn- ingarstjóri. „Síðan hefur þetta verið árlegur viðburður, alltaf um fyrstu sumarhelgi.“ Ingimar segir að umfang sýn- ingarinnar hafi verið aukið í fyrra með því að fjölga dögum. Þá hafi verið farið í samstarf við Hóla- skóla og nú sé viðburðurinn sann- arlega hestahátíð í héraði, sem standi frá fimmtudegi fram á sunnudag. „Við höfum einnig auglýst sýn- inguna í Íslandshestatímaritum erlendis og hana sækja allnokkrir útlendingar. Við erum í samstarfi við ferðaþjónustufólk hér í Skaga- firði og Ferðaþjónustu bænda varðandi móttöku þeirra. Dagskrá fimmtudagsins sem fram fer á Hólum er flutt á ensku og stílað upp á erlenda gesti.“ Ingimar segir að aðsóknin hafi aukist ár frá ári og sýningin á síð- asta ári hafi heppnast einstaklega vel. Nú komi fyrstu gestirnir strax á miðvikudagskvöld og dvelji í Skagafirðinum fram á sunnudag. Meðal atriða á „Tekið til kost- anna“ er fyrsta kynbótasýning ársins. Skráð hafa verið 20-30 hross, að sögn Ingimars. Þá verð- ur svokallað gæðatölt, þar sem sýnt er hægt tölt og hraðabreyt- ingar. Einn dómari dæmir og er með „beina útsendingu í dómum“ ef svo mætti segja, því hann gefur umsögn í magnarakerfi jafnóðum og leyfir áhorfendum að fylgjast með. Eitt hundrað þúsund krónur eru í verðlaun fyrir efsta sætið. Margt fleira mætti nefna sem verður á þessari fjölbreyttu sýn- ingu, til að mynda harðsnúna hópa karla og kvenna úr Vestur-Húna- vatnssýslu, sem sýna reiðlistir sínar. Landsmótssigurvegarinn Rökkvi frá Hárlaugsstöðum mætir ásamt Þorvaldi Árna Þorvalds- syni, unghross verða sýnd og fjöl- mörgu fleiru tjaldað til. jss@frettabladid.is LÍFLEGUR MARKAÐUR Einn viðburður sýningarinnar er markaðsdagur í Svaða- staðahöllinni. Markaðssvæðið hefur verið þéttsetið eins og sjá má af myndinni. HÁGANGUR Stóðhesturinn Hágangur fer vel undir hinni ungu Ingunni Ingólfsdóttur. Mette Manseth reiðkennari er henni til aðstoðar. Það verður stórhátíð í Skagafirði nú um helgina. Hún hefst í kvöld og henni lýkur ekki fyrr en á sunnudag. Gestum sem sækja þessa hátíð hefur far- ið fjölgandi og erlendir aðdáendur íslenska hestsins láta sig ekki lengur vanta. Hestahátíð í héraði SKRAUTREIÐ Sýningin tekið til kostanna er afar fjölbreytt sýning þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmtudagur 20. apríl Kl. 13.00 Hólaskóli. Reiðkennslusýning undir stjórn Mette Mannseth. Fyrirlestrar tengdir hrossarækt. Föstudagur 21. apríl Kl. 8.00 Dómar kynbótahrossa á Sauðárkróki. Kl. 13.00 Gæðatölt-forkeppni. Kl. 21.00 Tekið til kostanna-forsýning. Laugardagur 22. apríl Kl. 10.00 Yfirlitssýning kynbótahross. Kl. 13.00 Markaðsdagur í Svaðastaða- höllinni. Sölu- og kynningarbásar. Unghrossasýning. Grillveisla. Ýmsar skemmtilegar uppákomur! Kl. 21.00 Tekið til kostanna-stórsýning með öllu því besta. Sunnudagur 23. apríl Kl. 13.00-18.00 Opinn dagur á hrossa- ræktarbúum. DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.