Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 34

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 34
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR34 AF NETINU Í tveimur forystugreinum Frétta- blaðsins fyrir skömmu var stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum Ríkisútvarpsins gagnrýnd með skýrum málefnalegum rökum. Menntamálaráðherra svaraði þeirri gagnrýni í fréttaviðtali á NFS. Einu andmæli ráðherra voru þau að halda því fram að ritstjóri blaðsins væri málpípa eigenda þess. Útvarpsstjóri hefur síðan kvatt sér hljóðs á síðum Morgun- blaðsins með greinaskrifum í tví- gang til þess að ítreka ummæli ráðherrans um þetta efni. Útvarpsstjóri er jafnframt þeirri stöðu sinni þulur á frétta- stofu Sjónvarpsins og er maklega virtur fyrir það. Með því að blanda sér í opinbera umræðu um eitt mesta pólitíska deilumál þessa þings á þann veg sem hann hefur gert kemur hann aukheldur fram sem eins konar þulur ríkisstjórn- arinnar í málinu. Sennilega er það í fyrsta skipti sem útvarpsstjóri gerist með svo skýrum hætti þátt- takandi í stjórnmáladeilum. Ásakanir af því tagi sem ráð- herra og útvarpsstjóri hafa borið fram verða hvorki sannaðar né afsannaðar. En til þess að auðvelda málefnalega umræðu má að meina- lausu ganga út frá því að sjónarmið ritstjóra þessa blaðs endurspegli hagsmuni útgefendanna í þessu máli. Það sem skiptir sköpum er gildi röksemdafærslunnar. Guð láti gott á vita Ef útvarpsstjóri vill vera sam- kvæmur sjálfum sér hljóta sömu lögmál að gilda um tengsl hans við handhafa eigendavalds Ríkisút- varpsins. Varla telur útvarpsstjóri sig meiri mann en aðra að þessu leyti þótt virtur sé vel. En um hvað snýst röksemda- færslan? Það er þetta: Því var haldið fram í forystu- greinum Fréttablaðsins að rétt- lætanlegt væri að reka ríkisút- varp og kosta það að mestum hluta með skattpeningum til þess að við- halda menningarlegri útvarps- starfsemi sem markaðurinn leysti ekki. Jafnframt var því haldið fram að réttlæta mætti að slíkt útvarp aflaði tekna að ákveðnu marki með auglýsingasölu þó að það gengi gegn meginreglum sam- keppnismarkaðarins. Útvarpsstjóri fullyrðir að þessi afstaða lýsi fjárhagslegum hags- munum eigenda Fréttablaðsins. Ekki veit ég jafn gjörla og útvarps- stjóri hvort svo er. En guð láti gott á vita. Hvers vegna ekki almennar reglur um meðferð skatt- peninga? Annað sjónarmið sem sett hefur verið fram í þessu blaði lýtur að því að sömu reglur gildi um með- ferð skattpeninga hjá væntanlegu Ríkisútvarpi hf. og öðrum stofn- unum sem fara með almannafé. Þessu er ríkisstjórnin á móti og útvarpsstjóri þylur sömu þulu. Það má vel vera rétt að krafan um að almennar reglur um með- ferð almannafjár gildi um Ríkisút- varpið hf., rétt eins og aðra opin- bera aðila, þjóni hagsmunum eigenda Fréttablaðsins. Algjör- lega er ástæðulaust að andmæla því. Það hefur einfaldlega ekki þýðingu varðandi gildi röksemda- færslunnar. Spurningin er þessi: Þjónar þessi krafa ekki fyrst og fremst hagsmunum þeirra sem borga brúsann? Hafa almennar reglur um meðferð skattpeninga ekki verið settar til þess að tryggja sem best hagsmuni skattgreið- enda? Hvað er bogið við það, ef svo er, að hagsmunir fyrirtækja í samkeppnisrekstri og skattgreið- enda fari saman? Hvaða málefna- legu rök standa til þess að gera slíka mögulega sameiginlega hagsmuni tortryggilega? Sannarlega er það rétt hjá útvarpsstjóra að mikilvægt getur verið að átta sig á hagsmunum sem geta verið fólgnir í hverju máli sem til umfjöllunar er. En ríkisstjórninni og útvarpsstjóra hefur reynst erfitt að sýna fram á með rökum hvers vegna svo mikið kapp er lagt á að víkja frá almenn- um reglum um meðferð skattpen- inga þegar Ríkisútvarpið hf. tekur til starfa. Hvaða hagsmunir liggja þar að baki? Ríkisstyrkt hlutafélög yfir- leitt verst rekin Útvarpsstjóri segir í grein sinni að eina ástæðan til þess að stofna hlutafélag um rekstur Ríkis- útvarpsins sé sú að það rekstrar- form tryggi betri nýtingu á skatt- peningum almennings. Nú veit útvarpsstjóri eins vel og hver annar að hlutafélagaformið hefur ekkert að segja varðandi rekstrar- hagkvæmni fyrirtækja. Tilgangur rekstrarformsins er sá einn að auðvelda eiginfjáröflun án þess að eigendur beri meiri ábyrgð en nemur hlut þeirra. Tak- mörkun ábyrgðar er með öðrum orðum höfuðröksemd hlutafélaga- formsins. Mörg hlutafélög eru illa rekin og nýta tekjur sínar illa. Almennt er viðurkennt að verst séu þau hlutafélög rekin sem að meira eða minna leyti byggja afkomu sína á ríkisstyrkjum. Og almennt er litið svo á að ríkisstyrkir spilli heiðar- legri samkeppni. Að þessu athuguðu verður ekki séð að sú fullyrðing útvarpsstjóra standist að tryggja eigi betri nýt- ingu fjármuna með hlutafélaga- forminu einu. Og ekki verður því trúað að hann eða ríkisstjórnin vilji færa fram þau rök að mark- miðið sé að spilla heiðarlegri sam- keppni á markaði. Verði frumvarpið um Ríkis- útvarpið hf. að lögum mun almenn- ingur eiga greiðari aðgang að ýmsum upplýsingum varðandi rekstur einkarekinna almennings- hlutafélaga á þessu sviði en ríkis- fyrirtækisins. Það segir nokkra sögu. Samkeppni tryggir hagkvæmni Kunnara er en frá þurfi að segja að samkeppni á grundvelli skil- greindra og viðurkenndra leik- reglna knýr á um hagkvæmni í rekstri. Rekstrarformið er auka- atriði í því samhengi. Ef það sjónarmið á eitt að ráða að tryggja þurfi hámarksnýtingu á tekjum Ríkisútvarpsins eru tvær aðrar leiðir líklegri til árangurs en sú sem ríkisstjórnin hefur mælt fyrir. Önnur er sú að afnema ríkis- styrkinn. Hin er sú að bjóða rekst- urinn út samkvæmt nákvæmlega skilgreindu markmiði og kröfum. Ef hagkvæmniskrafan er eina raunverulega markmið ríkis- stjórnarinnar á hún ekki aðrar málefnalegar úrlausnir en þessar. En þá væri eiginlegum ríkisrekstri lokið. Þeir sem horfa á þetta við- fangsefni út frá sjónarmiðum rík- isrekstrar gera eðlilega þá kröfu að almennar reglur um meðferð skattpeninga gildi á þessu sviði sem öðrum; ella verða þeir ekki trúverðugir. Þeir sem horfa á viðfangsefnið út frá sjónarmiðum samkeppnis- markaðarins þurfa vissulega að sætta sig við að sveigt sé hjá ýmsum almennum samkeppnis- leikreglum. En það hlýtur á hinn bóginn að vera málefnaleg lág- markskrafa af þeirra hálfu að fylgt sé almennum reglum um meðferð almannafjár og alþjóð- legum skuldbindingum um ríkis- styrki. Hvers vegna að sprengja upp eina sáttaflötinn? Þannig virðist vera einn málefna- legur flötur til þess að tengja saman sjónarmið tveggja ólíkra hugmyndaheima um rekstur af þessu tagi. Þessi flötur snýst um það grundvallaratriði að virða almennar gildandi leikreglur um meðferð skattpeninga. Ef sátta- flöturinn er sprengdur í loft upp er eins líklegt að allar forsendur vanti fyrir framtíðarsátt um rekst- ur útvarps á vegum ríkisins. Ríkisstjórnin þarf enn að útskýra hvers vegna hún vill fara með þetta mál fram í því horfi að líklegt sé að ósátt verði um málið til langrar framtíðar. Þó að útvarpsstjóri taki maklega öðrum þulum fram hefur þula hans um efnið ekki varpað ljósi á þann til- gang eða þau rök sem að baki búa. Og það hefur algjörlega mistekist að sýna fram á ómálefnalega hagsmunagæslu ritstjóra þessa blaðs. Samkeppni en ekki rekstrarform tryggir hagkvæmni UMRÆÐAN RÍKISÚTVARPIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON RITSTJÓRI Það má vel vera rétt að krafan um að almennar reglur um meðferð almannafjár gildi um Ríkisútvarpið hf. rétt eins og aðra opinbera aðila þjóni hagsmunum eigenda Frétta- blaðsins. Algjörlega er ástæðu- laust að andmæla því.Það hefur einfaldlega ekki þýðingu varðandi gildi röksemdafærsl- unnar. Vondir við Bush Þetta er svo sem ekki stórt mál, en sýnir ágætlega hvernig fréttaflutningurinn er oft hér á landi af málefnum George Bush forseta Bandaríkjanna. Bush heldur boð sem opið er öllum börnum og gætir sér- staklega jafnræðis á milli fjölskylduforma. Hópar samkynhneigðra nýta sér boðið til að koma skilaboðum á framfæri, meðal annars með því að fulltrúar hópsins mæta til leiks sérstaklega merktir og lekið er út fréttum af því að fulltrúar þessa hóps hyggist mæta í boðið. Og hver er þá frétt- in sem sögð er af atburðinum? Jú, gefið er í skyn að Bush hafi verið illa við heimsókn samkynhneigðu paranna en ekki ýjað að því að ef til vill hafi þessi barnaskemmtun ekki verið rétti vettvangurinn til að senda út pólitísk skilaboð. Vefþjóðviljinn á andriki.is Langflottastir Hvað um það, ég var ánægður með aug- lýsingar okkar framsóknarmanna, glað- legur hópur frambjóðenda með skýr og afgerandi stefnumál. Góð kynning fyrir kjósendur. Langflottustu auglýsingarn- ar, hlutlægt séð! Auglýsingar frjálslyndra voru einnig með skásta móti, svo og fyrsta auglýsing Sjálfstæðisflokksins, þ.e.a.s. útlitslega séð. Þó þótti mér held- ur klént að sjá Vilhjálm, oddvita þeirra, með hönd í vasa. Ég hef aldrei haft trú á því að menn með hendur í vasa afreki mikið fyrir kjósendur. Samfylkingin fékk hins vegar falleinkunn, hörmulegar aug- lýsingar í alla staði og Guð hjálpi þeim ef þetta er það sem koma skal. Mest óttast ég þó að sjá Svandísi frænku mína Svav- arsdóttur, vinstri-græna, í bleika ramm- anum á heilsíðu. Myndarleg kona en má sín þó lítils við slíkum ósköpum. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is Leiguliðar Meðal þess sem sagt hefur verið er að erfðabreytt matvæli eigi að bjarga þriðja heiminum frá hungri. En er sú raun- in? Staðreyndin er sú að stórfyrirtæki á borð við Monsanto hafa lítinn áhuga á að bjarga þriðja heiminum. Þau sjá hins vegar góðan bissness í því að halda utan um erfðabreytt fræ, áburð og eiturefni og taka yfir landbúnaðinn með þeim hætti. Því að erfðabreytt framleiðsla fer ekki saman við sjálfbæran landbúnað. [...] Þar sem stórfyrirtækin hafa einkaleyfi á erfðabreyttu fræjunum er ekki um það að ræða að bændur geti tekið upp erfða- breyttan landbúnað nema sem leiguliðar stórfyrirtækjanna. Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Engir eftirbátar Þegar kemur að óhófsemi með tilliti til magns eru Englendingar engir eftirbátar okkar Íslendinga. Þar, líkt og hér heima, má finna ofurölvi einstaklinga sem ráfa um eða hafa lagst fyrir sökum ofmikillar drykkju. Þessir einstaklingar eru hinsveg- ar, líkt og hér heima, örfáir miðað við þann hóp af gleðilegu fólki sem er að skemmta sér. Staðreyndin er sú að hér á landi er fjöldinn iðulega dæmdur út frá þeim verstu. Hannes R. Hannesson á deiglan.com RÍKISÚTVARPIÐ Greinarhöfundur segir að almennt sé viðurkennt að verst séu þau hlutafélög rekin sem að meira eða minna leyti byggja afkomu sína á ríkisstyrkjum, auk þess sem þau spilli heiðarlegri samkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.