Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 36
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. BERNARD KATZ (1911-2003) LÉST ÞENNAN DAG. „Skipulögð trúarbrögð: Heimsins stærsta pýramídasvindl.“ Nóbelsverðlaunahafinn Katz var mikill vísindamaður og ötull andófsmaður trúarbragða. Á þessum degi árið 1999 réðust tveir drengir inn í Col- umbine-skólann og skutu á nemendur og kennara. Tólf nemend- ur og einn kennari létu lífið í árásinni og 24 til viðbótar særð- ust. Drengirnir tveir voru nemendur við Columbine-skólann og frömdu þeir sjálfsvíg að skothríðinni lokinni. Upphafleg áætlun drengjanna var að sprengja tvær sprengjur í matsal skólans. Þeir komu sprengjunum fyrir og biðu þess í bíl fyrir utan skólann að þær spryngju. Þegar sprengjan fór ekki af stað eins og ætlast var til tóku þeir hvor sína byssuna og gengu berserksgang með fyrr- greindum afleiðingum. Árásin vakti upp áleitnar spurningar um fram- haldsskóla í Bandaríkj- unum. Drengirnir tveir áttu erfitt uppdráttar í skólanum og í rannsókn sem gerð var eftir harm- leikinn kom í ljós að ýmislegt hefði mátt betur fara til að koma þeim á réttan kjöl. ÞETTA GERÐIST: 20. APRÍL 1999 Harmleikur í framhaldsskóla ÚR ÖRYGGISMYNDAVÉL Í COLUMBINE-SKÓLANUM MERKISATBURÐIR 1602 Einokunarverslun Dana hefst hér á landi þegar konungur veitir borgurum Kaupmannahafnar, Málm- eyjar og Helsingjaeyrar einkaleyfi til verslunnar á Íslandi. 1906 Miklir skjálftar verða í Ölfusi og Flóa með þeim afleið- ingum að tuttugu og fjórir bæir hrynja til grunna. 1930 Dómsmálaráðherrann Jónas Jónsson frá Hriflu víkur Helga Tómassyni úr stöðu yfirlæknis á Kleppi vegna ummæla um geð- heilsu hans. 1970 Ellefu íslenskir námsmenn ráðast inn í sendiráð Íslands í Stokkhólmi til að mótmæla bágri aðstöðu námsmanna. 1972 Apollo 16 lendir á tunglinu. AFMÆLI Bjarni Haukur Þórsson leikari og leikstjóri er 35 ára. Halldór Áskelsson fyrrverandi knatt- spyrnumaður er 41 árs. Steinunn Þórarins- dóttir myndlistar- kona er 51 árs. Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur er 54 ára. VORHRET Þessir einmana túlípanar misreiknaðu sig greinilega og héldu að vorið væri komið í Bandaríkjun- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Anna S. Wium Kristinsdóttir, Hjarðarslóð 3d, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 16. apríl. Árni G. Stefánsson, Brautarlandi 15, Reykjavík, lést af slysförum sunnudaginn 16. apríl. Björn Guðmundsson frá Víkinga- vatni, til heimilis á Dalbraut 16, Reykjavík, lést föstudaginn langa 14. apríl. Gústaf Sigurjónsson, Hólagötu 46, Vestmannaeyjum, lést sunnu- daginn 16. apríl á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Sigurður Gíslason, Fífumóa 3e, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 15. apríl. Sólveig Hermannsdóttir, Fróðasundi 10a, Akureyri, lést sunnudaginn 16. apríl. Víðavangshlaup í miðbæ Reykjavíkur hefur verið á dagskrá sumardagsins fyrsta frá árinu 1916. Á hverju ári stendur Íþróttafélag Reykjavíkur fyrir hlaupinu og verður það haldið í 91. sinn í dag. „Níu hlauparar tóku þátt í fyrsta hlaupinu og þá sigraði Jón Kaldal, sem seinna keppti á Ólympíuleikunum í langhlaupum. Jón keppti reyndar fyrir hönd Dana en var okkar helsti lang- hlaupari á fyrri hluta síðustu aldar,“ segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR. Hlaupið hefur verið fastur liður í starfi félagsins nánast frá upphafi en ÍR verður hundrað ára á næsta ári. „Það hefur verið mikið metnaðarmál ÍR-inga að standa vel að hlaupinu,“ segir Þráinn. Í gegnum árin hefur hlaupið tekið breytingum enda landslagið í borginni nokkuð annað en það var fyrir níutíu árum. „Áður fyrr var hlaupið stærri hluti af hátíðarhöldunum á sumardag- inn fyrsta. Nú hafa hátíðarhöldin færst meira út í hverfin en engu að síður er alltaf fastur kjarni sem kemur til að fylgjast með og finnst hlaupið vera óaðskiljanlegur hluti af sumardegin- um fyrsta. Þátttakan hefur líka verið mjög misjöfn en fyrir 1970 voru bara nokkrir tugir keppenda. Eftir að almenningsíþróttabylgjan fór af stað á Íslandi hefur þeim fjölgað gríðarlega mikið og undanfarin ár hafa á bilinu tvö hundruð til þrjú hundruð og fimm- tíu keppt í hlaupinu.“ Einnig nefnir Þráinn nákvæmnina því þótt hlaupið hafi alltaf verið um fimm kílómetrar voru þeir frjálslegar mældir á árum áður. Nú séu þeir hlaupnir með skekkjumörkum upp á einungis nokkra tugi sentimetra. „Þátttakendur eru keppnishlaupar- ar, skokkararnir úr skokkhópunum og einnig þeir sem skokka sjálfir. ÍR held- ur einnig gamlárshlaup sem langhlaup- arar nota sem mælikvarða á sína stöðu í æfingunum,“ segir Þráinn. Hlaupið hefur því mikla þýðingu fyrir hlaupara landsins. „Þeim finnst gott að geta allt- af gengið að þessum hlaupum og miða æfingarnar við þau.“ Tilgangur hlaupsins er þó ekki síður að viðhalda hefðinni, sem er ÍR-ingum mjög mikilvæg. „Við erum stolt af því að eiga stóran hlut í íþróttasögunni,“ segir Þráinn og bætir við að ýmsar hefðir hafi einnig skapast innan félags- ins í tengslum við hlaupið. „Í fimmtíu ár hefur sami einstaklingur verið ræsir hlaupsins en það er Marteinn Guðjónsson sleggjukastari. Einnig hittast fyrrverandi formenn ÍR og núverandi formaður til að borða saman áður en allir fara og fylgjast með hlaupinu.“ Víðavangshlaup ÍR hefst við Ráð- hús Reykjavíkur klukkan 13.00 í dag. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR: Á SUMARDEGINUM FYRSTA Í NÍUTÍU ÁR Fastur liður í hátíðarhöldunum ÞRÁINN HAFSTEINSSON YFIRÞJÁLFARI HJÁ ÍR Íþróttafélag Reykjavíkur er stolt af langri sögu sinni og hefur víðavangshlaupið verið fastur liður í íþróttalífi landans undanfarin níutíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ANDLÁT Útför okkar elskulega bróður, mágs og frænda, Sigurðar Demetz Franzsonar söngvara og söngkennara, verður frá Kristskirkju í Landakoti föstudaginn 21. apríl kl. 13.00. Ulrike og Otto Delago, Beatrix, Andreas og Markus Ivo og Brigitte Demetz, Susanne, Anja og Reto Pante og Jone Demetz, Barbara og Michael Graziella Demetz, Leo, Pauli og Petra Þeim sem vilja minnast Sigurðar Demetz er bent á minningarsjóð sem hefur verið stofnaður í hans nafni til að minnast einstaks framlags hans til söngmenntunar á landinu. Verkefni sjóðsins verður m.a. að styrkja efnilega söngnemendur til framhaldsnáms. Reiknings- númer sjóðsins er 0515-14-105940 og kt. 431095-2709. Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, Rut Gunnarsdóttir verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. apríl kl 14.00. Helgi Valur Einarsson Þórunn Gunnarsdóttir Gunnar Svanur Einarsson Áslaug Björnsdóttir Rúna Einarsdóttir Þorsteinn Ingi Ómarsson Guðbjörg Svanhildur Jónsdóttir barnabörn og systkini. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Guðmundsson frá Víkingavatni, til heimilis að Dalbraut 16, Reykjavík, andaðist föstudaginn langa, 14. apríl. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju, mánudaginn 24. apríl og hefst athöfnin kl. 11.00. Jónína Sigurborg Jónasdóttir Sigurbjörg Björnsdóttir Páll R. Pálsson Guðmundur Björnsson Guðrún W. Jensdóttir Björg Björnsdóttir Sveinn B. Hreinsson Sigrún Þóra Björnsdóttir Kristinn Halldórsson og barnabörn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.