Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 37
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 5.39 13.27 21.17
Akureyri 5.15 13.11 21.10
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
GÓÐAN DAG!
Í dag er fimmtudagurinn
20. apríl, 110. dagur ársins
2006.
Hjónin Halla Bára Gestsdóttir og
Gunnar Sverrisson ritstýra tímaritinu
Veggfóðri í sameiningu. Þar sem þau
vinna saman ákváðu þau að koma sér
upp vinnuaðstöðu inni á heimilinu.
Halla Bára og Gunnar eru mjög samhent í
öllu sem þau gera og hafa unnið saman
heima hjá sér í meira en fimm ár. „Við byrj-
uðum með Veggfóður í fyrra en þar áður
stofnuðum við og vorum með tímaritið
Lifun sem við unnum líka heima,“ segir
Halla Bára.
Hjónin eru með sérstakt vinnuherbergi
þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. „Pláss-
ið er ekkert rosalegt þar sem herbergið er
hluti af heimilinu, en það dugir okkur vel og
við höfum reynt að hafa útlit og yfirbragð
þess heimilislegt og notalegt.“
Halla Bára segir að þeim hjónum finnist
mjög gott að geta unnið heima. „Við höfum
kosið það frekar en að vera með aðstöðu
einhvers staðar úti í bæ. Auðvitað fylgja því
bæði kostir og gallar að vinna heima en að
okkar mati eru kostirnir mun fleiri. Í skap-
andi starfi koma hugmyndirnar á hvaða
tíma sólarhringsins sem er og þess vegna er
gott að vera með vinnuaðstöðu heima.“
Halla Bára og Gunnar eiga mjög gott
með að vinna saman. „Í vinnuherberginu
sitjum við saman við eitt borð því við vinn-
um allar hugmyndir saman og þó að Gunnar
taki til dæmis allar ljósmyndir vinn ég mjög
náið með honum í því. Við erum saman í
allri vinnu við blaðið frá upphafi til enda
sem er mjög óvenjulegt því að á flestum
blöðum er hver í sínu.“
Hjónin verða þó ekki mikið lengur með
Veggfóður því þau eru að flytja til Mílanó í
haust þar sem Halla Bára ætlar að fara í
mastersnám í innanhússhönnun. „Við erum
búin að lifa og hrærast í öllu sem snýr að
heimili og hönnun í mörg ár og mig langaði
til þess fara aðeins lengra með það. Núna
erum við að vinna að síðasta blaðinu okkar
af Veggfóðri sem kemur út 3. maí og svo
förum við að undirbúa flutninginn til
Ítalíu.“ emilia@frettabladid.is
Búa og vinna heima
Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson búa og vinna saman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LITIR OG
AFTUR LITIR
Bindistískan í sumar
er litrík og frjálsleg en
einnig karlmannleg.
TÍSKA 3
Sumardagurinn fyrsti er í dag.
Heilsuhraustir ættu því að fagna
og geta notið þess að rækta lík-
ama og sál úti í góða veðrinu. Á
www.itr.is og www.ferdalangur.
is má finna dagskrá sumardags-
ins fyrsta. Ýmsir atburðir höfða til
heilsugarpa.
Sumardagurinn fyrsti er í dag.
Tískudrottningar og kóngar draga
upp sumarvörurnar,
setja á sig
stór og breið
sólgleraugu,
skreyta
sig með
litríkum
hálsfestum,
skella sér í
hnébuxur og
sýna þannig
öðrum hvað
sumartískan
snýst um.
Sumardagurinn
fyrsti er í dag. Heim-
ilisbúar eru farnir
að taka eftir ryki
og drullu sem sést nú
vel eftir að daginn tók
að lengja. Þá er ekki úr vegi að
hreinsa burt vetrarrykið svo að
sumarrykið komist að.
ALLT HITT
[TÍSKA HEIMILI HEILSA]
Foreldrar fræða aðra
foreldra á opnum fundi
Krabbameinsfélags
Íslands.
Krabbameinsfélagið
verður með opinn fund
fyrir foreldra mánudaginn
24. apríl klukkan 20.00
í húsi félagsins að
Skógarhlíð 8. Á fundinum
fræða foreldrar aðra
foreldra um mikilvægi
þess að börnin gleymist
ekki þegar foreldrar þeirra greinast með krabbamein. Oft verða
börnin afskipt þar sem foreldrarnir hafa nóg annað að hugsa
um en þau verða að fá að fylgjast með framvindu mála þar sem
krabbamein foreldra getur vakið mikinn ótta og óöryggi hjá þeim.
Eva Yngvadóttir, Anna Ingólfsdóttir og Margrét Friðriksdóttir
verða með framsöguerindi á fundinum, en þær hafa allar
upplifað það að makar þeirra greindust með krabbamein. Að
framsöguerindunum loknum verða umræður og allir sem tengjast
málefninu eru hvattir til þess að mæta á fundinn.
Börn og
krabbamein
foreldra
Mikilvægt er að börn fái fulla athygli
foreldra þó að annað þeirra greinist með
krabbamein. NORDICPHOTOS/ GETTY IMAGES
BURT MEÐ AF-
KLIPPUR OG RUSL
ÚR GARÐINUM
Steinunn Valdís borgarstjóri tek-
ur til í garðinum sínum í tilefni
af hreinsunarátaki höfuðborgar-
svæðisins.
HEIMILI 6