Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 38

Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 38
[ ]Í sumar verða litirnir allsráðandi. Láttu allt flakka og ekki láta slyddu og él stoppa þig. Þægilegur og flottur hlaupagalli getur gert útiskokkið enn ánægjulegra. Skokk og reyndar almenn útivera er góð fyrir bæði líkama og sál. Þeir sem vilja hins vegar stunda árangursríkt skokk þurfa oftast að huga vel að klæðnaðin- um. Klæðnaðurinn fyrir skokkið getur nefnilega skipt miklu máli. Ekki vegna þess að við séum í einhverri tískusam- keppni heldur vegna þess að klæðnaður- inn getur gert skokkið þægilegra og betra. Réttur hlaupagalli er léttur, þægileg- ur og mildur við húðina. Hann passar auk þess upp á að hlauparanum verði ekki of kalt og heldur ekki of heitt. Rétt- ur fatnaður hér á landi er sérstaklega mikilvægur með tilliti til fjölbreyttar veðráttu og því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þó svo að við séum ekki í tísku- samkeppni þegar við erum úti á skokkinu gilda samt sem áður svipaðar reglur og með annan fatnað þegar kemur að vali á skokkgallanum. Velja þarf föt sem maður er sáttur við og finnst þægileg. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að fötin hindri löngun manns til þess að fara út og stunda smá líkamsrækt. steinthor@frettabladid.is Skemmtilegir skokkgallar Nike - Útilíf Puma - Pumabúðin Adidas Adidas - Stella McCartney Vertu þú sjálf – vertu Bella donna Hl íða rsmára 11 • Kópavog i • s ím i 517 6460 • www.be l l adonna . i s Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Gleðilegt Sumar nú eru komnar nýjar sumarvörur frá Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics Augnháralitur og augnbrúnalitur sem fagaðilar nota. Auðveldur í notkun. Allt sem þarf í einum kassa – þægilegra getur það ekki verið. SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR Útsölustaðir: apótek og snyrtivöruverslanir. Nú nýtt* Hin frábæra glernaglaþjöl og hin frábæra þriggja flata þjöl frá Trind í Magic Boxi Fæst í apótekum og Hagkaupum um land allt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.