Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 41

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 41
[ ] Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Óglatt? 700 g af súkkulaði fara ekki vel í maga. Vertu duglegur að borða trefjar og fáðu þér skyr, það hjálpar meltingunni. Nú strax eftir páskahátíðina er ekki eftir neinu að bíða að koma sér af stað á ný og hrista af sér slenið sem oft leggst yfir mann á góðum kyrrðardögum. Það er svo sannarlega nauðsynlegt að hvíla lúin bein, en þegar borðað er töluvert meira en líkaminn þarfnast er lag að koma blóðinu á hreyfingu. Margir eru þó búnir að vera á skíðum hérlend- is sem erlendis svo blóðflæðið ætti að vera gott hjá þeim en við sem fórum ekki á skíði skulum skella okkur aftur inn í daglega hreyfingarrútínu og taka fram göngu- eða hlaupaskóna þegar veðrið er orðið svo vænlegt til útiveru. Að vera betri í dag en í gær Það eru margir sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar og veitt okkur innblástur þegar kemur að hreyfingu og matar- æði, þó við förum ekki í einu og öllu eftir aðferðum þeirra. Mér finnst til dæmis ekkert jafn hraustlegt og að sjá skokkara á kyrrlátum sunnudagsmorgni, þegar ég er enn með stírurnar í augnum, hlaupa um fáfarnar götur. Það er eitthvað svo mikil reisn yfir flottum hlaupurum. Og mig langar að verða betri hlaupari. Þú getur svo átt þér einhverjar allt aðrar heilsusam- legar fyrirmyndir sem veita þér innblástur þegar andinn kemur ekki yfir þig eða við að leggja af stað eftir of margar og langar stundir í sófanum. Fitness og fyrirmyndir Ég fór á vaxtarræktar– og fitness-keppnirnar á Akureyri um helgina og fylgdist með konum og körlum sem hafa lagt mikið á sig til að geta staðið upp á sviði, nær nakin, og látið bera sig saman. Þó mörgum myndi ekki þykja þetta eftirsóknarvert má ekki gleyma þeim gríðar- lega viljastyrk og sjálfsaga sem liggur að baki. Það sást að þess- ir kroppar höfðu lítið verið í páskaeggjunum, skyndibitanum eða sófanum síðustu vikur eða mánuði. Flest sækjumst við kannski ekki eftir svo lágri fitu- prósentu eða svo miklum vöðva- skurði, en við getum samt tekið þessa keppendur til fyrirmynd- ar að mörgu leyti. Þeir hafa sett sér markmið innan tímamarka. Þeir skipuleggja máltíðir sínar og næra sig aðeins á því sem nýtist þeim til uppbyggingar. Þeir skipuleggja æfingar sínar vel og sleppa aldrei úr æfingu hvernig sem þeim líður. Æfinga- plön þeirra og mataræði er strangt og næstum ómannlegt. Að keppa í fitness og vaxtar- rækt fylgja auðvitað töluverðar öfgar, sem hægt er að gagnrýna á ýmsan hátt. Þrátt fyrir það getur kraftur þeirra, sjálfsagi og viljastyrkur, líkt og annarra íþróttamanna, verið okkur til fyrirmyndar. Að fara út fyrir þægindaramm- ann Ég vil því hvetja fólk til að finna sér fyrirmyndir í íþróttum. Þær veita okkur hvatningu og inn- blástur með afrekum sínum þegar á móti blæs hjá okkur. Þó ég sækist ekki eftir að vera um 10% í fitu, líkt og fitnessdrottn- ingarnar, er ég uppveðruð eftir helgina og staðráðin í að gera enn betur í ræktinni. Minnumst þess að það er hollt hverjum manni að fara út fyrir þæginda- rammann og gera betur í dag en í gær! Kær kveðja, Borghildur Að eiga sér fyrirmyndir MARGIR FITNA ÞEGAR ÞEIR HÆTTA AÐ REYKJA. Á VEFSÍÐU BBC ERU GEFIN NOKKUR RÁÐ TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR SLÍKT. Hafa skal í huga að löngunartilfinningin mun hverfa, ekki svala henni með því að borða. Birgja skal skápana af heilbrigðum mat til að narta í. Ávextir, bæði ferskir og þurrkaðir, stökkt grænmeti og þess háttar hentar vel til slíks og betra er að bíta í það en að vera að narta í fitumikið og kaloríuríkt snakk. Passa skal upp á að borða að minnsta kosti þrjár heilsusamlegar máltíðir á dag sem innihalda helling af fitulitlum flóknum kolvetnum. Þannig er auðvelt að halda svengdinni niðri, sem kemur í veg fyrir bita á milli mála. Reyna skal eftir fremsta megni að fá smá hreyfingu á hverjum degi. Þegar lungun hafa náð sér eftir reykingarnar verður það strax auðveldara og þar með skemmtilegra. Hreyfingin hefur ekki eingöngu þau áhrif að brenna kaloríum heldur minnkar hún einnig matarlystina. Sniðugt er að spara peningana sem vanalega hefði verið eytt í tóbak til að kaupa einhver sérstök föt. Með þessu er auðvelt að passa vel upp á hvað er borðað til þess að líta sem best út í nýju fötunum. Finna skal nýtt verkefni fyrir hendurnar að dunda sér við. Hægt er að taka upp prjónana, heklið eða púslið. Reykingaleysi og þyngdaraukning Oft fylgir þyngdaraukning því að hætta að nota tóbak. Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n ���������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ROPE YOGA Bæjarhraun 22, 220 Hafnarfjörður 3. hæð NÝ BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFJAST MÁNUDAGINN 24. APRÍL. Morgun- hádegis- og síðdegis. Skráning er hafin í síma 555-3536 GSM 695-0089 ropeyoga@internet.is www.ropeyoga.net Tímatafla og nánari upplýsingar www.ropeyoga.net Gleðilegt sumar!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.