Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 45
FIMMTUDAGUR 20. apríl 2006
SÍTRÓNU OG SALT MÁ NOTA TIL AÐ
NÁ ÓDAUNINUM ÚR ÍSSKÁPNUM.
Allir þekkja
hið hvimleiða
vandamál
þegar daun-
illur fnykur
hertekur
ísskápinn og
jafnvel svæð-
ið í kring. Ástandið getur stundum
orðið það slæmt að ekki nema allra
huguðustu fjölskyldumeðlimirnir
þora nálægt skápnum. Kannski
svolítið öfgafullt dæmi en langt frá
því að vera óþekkt.
Flestir eru þó snyrtilegir og þrífa
ísskápinn reglulega. Stundum reynist
ólyktin hins vegar ill viðureignar og
reynast þá góð ráð dýr.
Ein leiðin er einföld en getur
verið afar áhrifamikil. Hún er að taka
sítrónu og skera hana tvennt. Síðan
skal helmingurinn af ávaxtakjötinu
tekinn í burtu og fyllt upp í með
salti. Hvorn helminginn af sítrónunni
með saltinu má síðan setja í horn
ísskápsins. Síðan er sítrónan látin
liggja í dágóðan tíma og á þessi
blanda sítrónu og salts að draga í sig
helsta ódauninn úr ísskápnum.
Burt með fýluna
Smíðaþjónustan ehf. flutti ný-
lega í stærra og betra húsnæði
að Hyrjarhöfða 6.
„Við erum aðallega í sérsmíði og
þá eftir teikningum arkitekta eða
annarra innanhússhönnuða,“ segir
Guðsteinn Halldórsson spurður
um viðfangsefni fyrirtækisins.
Guðsteinn er annar tveggja stofn-
enda fyrirtækisins sem starfrækt
hefur verið frá 1997. Hinn er
Kristján Þorsteinsson.
Guðsteinn nefnir að þeir taki að
sér „heildarpakka“ í hús þar sem
þeir smíða allar innréttingar, bæði
í nýjar íbúðir og eldri. Þó taki þeir
lítið að sér vinnu fyrir húsfélög en
meira fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki. „Það er alltaf gaman að sér-
smíða hluti sem sjaldan eða aldrei
hafa verið gerðir áður,“ segir Guð-
steinn og bætir við: „En það er líka
nauðsynlegt að hafa góðar teikn-
ingar ef hlutirnir eru flóknir, svo
að hvorki misskilningur né mistök
eigi sér stað.“ Heimasíða Smíða-
þjónustunnar er www.innretting.
is og þar er hægt að skoða ýmis-
legt sem eftir þá félaga liggur.
Gaman að smíða nýja hluti
21.apríl hefst vorhreinsun í
flestum sveitarfélögum höfuð-
borgarsvæðisins. Næstu tvær
vikur verða starfsmenn þeirra
á ferðinni og taka garðúrgang
við lóðamörk.
Íbúar eru hvattir til þess að taka
til hendinni í görðum sínum og
nánasta umhverfi. Þar sem ólög-
legt er að henda garðúrgangi í
sorptunnur bjóða sveitarfélögin
upp á þá þjónustu að taka garðúr-
gang á lóðamörkum. Hann verður
þó að vera snyrtilega frágenginn í
lokuðum plastpokum og greinar
skulu bundnar saman í knippi.
Stærri einingum, eins og trjábol-
um og slíku, bera íbúar sjálfir
ábyrgð á að koma til endurvinnslu-
stöðva Sorpu. Ekkert gjald er
tekið af slíkum úrgangi svo fram-
arlega sem ekki er komið með
meira en tvo rúmmetra í einu.
Garðúrgang er gott að flokka í
eftirfarandi flokka:
1. Trjágreinar (efnið er kurlað
og nýtt í moltugerð).
2. Gras (efnið er nýtt í moltu-
gerð).
3. Annar garðúrgangur, s.s.
blómaafskurður, illgresi, þökuaf-
gangar eða þökuafskurður (efnið
er ónýtanlegt).
Vorhreinsun
í höfuðborg
Ólöglegt er að setja garðúrgang í sorp-
tunnur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Borðstofu-
skápur
teiknaður af
Glámu/Kím.
húsráð }
Heilsunudd þegar þér hentar
Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar M-CLASS nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá
toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fj arstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar
hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. M-CLASS nuddstóllinn
er hannaður með þig og þínar þarfi r í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63
til að sannfærast.
ECC Skúlagötu 63
Sími 511 1001
Opið í dag kl. 10 -16
BORÐ FYRIR TVO
K R I N G L A N
RÝMINGARSALA
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR