Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 20.04.2006, Qupperneq 60
60 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR Katmandú iðar af lífi þótt komið sé langt fram á kvöld. Það sama verður ekki sagt um mig og félaga mína frá Bretlandi. Ferðalagið er búið að vera langt, hátt í sólarhringur fyrir mig frá Íslandi. Það er samt ómögulegt að heillast ekki strax af borginni. Göturnar eru fullar af fólki, eina lýsingin kemur úr fjölda lítilla verslana sem allar virðast selja það sama. Næsta dag skal haldið til fjalla. Ég er spenntur yfir að fá loks að sjá Lukla. Þennan fræga bæ þar sem ævintýrin byrja. Flugvélin er lítil en ég sofna í 3.000 m og vakna ekki fyrr en við stefnum beint á fjallshlíðina. Flugvöllurinn er nefnilega í hlíðinni, brautin er örstutt en bætir upp lengd með því að halla um 15 gráður. Núna tekur við vikulöng ganga upp í grunnbúðir Pumori. Gangan er ekki nema 65 km en við þurfum að taka því rólega til að aðlagast hæðinni. Fyrsta daginn er því ekki gengið nema í tvo tíma. Stoppað í 2.700 m hæð og gist á einu af fjöl- mörgum gistiheimilum á svæðinu. Næsta stopp er höfuðborg Sherpanna, Namche Bazaar. Auður Namche kemur af tvennu. Borgar- búar höfðu áður einkarétt á verslun við Tíbet. Burðarmenn báru þá 40 kíló af nepölskum vörum, oftast pappír, til Tíbet og keyptu þar salt sem var selt fyrir aðrar vörur í Namche. Ferðamannaiðnaðurinn er hin auðlind Namche Bazaar. Það ævintýri byrjaði þegar Vestur- landabúum datt í hug að klífa hæsta fjall jarðar, Everest. Sherparnir sjálfir sáu aldrei neina ástæðu til að sigrast á fjöllum. Og enn þann dag í dag skilja þeir ekki fullkom- lega hvers vegna einhverjir greiða fyrir að klífa fjöll. Ekki frekar en við skiljum hvað rekur okkur áfram. Í Namche hvílumst við einn dag til að ná hæðaraðlögun. Það er nóg að gera við að skoða bæinn, skoða Sherpa-safnið og prútta við kaupmennina. Á næstu dögum heldur hópurinn svo lengra upp í fjöllin, eftir því sem hærra er komið verða allar aðstæður spartneskari og vörur verða dýrari. Sérstaklega athyglis- vert er að fylgjast með því hvernig verð á flöskuvatni stígur í hlutfalli við hæð. Skiljanlega þar sem einhver þarf að bera allt á bakinu. Stökkpallur á fjallið Eftir 10 daga ferðalag frá Íslandi komum við í grunnbúðir. Einmana- legur staður í miðri jökulurðinni. Háfjallasherparnir og kokkarnir okkar tveir hafa þegar verið þarna í nokkra daga og öll tjöldin eru uppi. Næsta skref er að færa sig rólega upp í svokallaðar Advance Base Camp-búðir eða ABC. Þessum búðum er ætlað að vera eins konar stökkpallur á fjallið. Oftast eru ABC-búðirnar settar upp við snjólínu, þar sem enn er tiltölulega þægilegt og öruggt að hafast við. Á fjalli eins og Pumori eru venjulega fjórar búðir: grunn- búðir eða Base Camp (BC), ABC, búðir 1 og búðir 2. Þegar við komum til Katmandú tilkynnti leiðangursstjórinn okkur að ekki yrðu sett upp tjöld í camp 1 þar sem eini góði tjaldstaðurinn væri í skotlínu frá íshruni. Reyndar voru uppi sögusagnir að níu manna kór- eskur leiðangur sem hafði reynt við fjallið nokkrum mánuðum áður hefði nánast verið þurrkaður út í búðum 1. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart þar sem skortur á búðum 1 leiðir til þess að aðlögun- in verður mun erfiðari og hættu- legri þar sem ferðast verður mun oftar um hættulegasta og bratt- asta hluta fjallsins. Auk þess verð- ur flutningurinn frá ABC í 5.750 m hæð og upp í búðir 2 í 6.700 m afar erfiður. Við þetta bætist svo að leiðangursstjórinn Andy, sem er afar fær klifrari, hafði nánast enga reynslu í háfjallaklifri. Flutningurinn upp í ABC fór fram í þrem skrefum. Tvo daga í röð bárum við lítilræði af mat og búnaði upp í ABC. Skutluðum því þar inn í tjöld sem Sherparnir okkar höfðu sett upp og komum okkur svo niður. Fyrir mig og fleiri leiddi þetta til mikilla höfuð- verkja sem löguðust fljótlega aftur í grunnbúðum. Eftir einn hvíldardag var haldið upp í ABC í þriðja skiptið. Í þetta sinn voru svefnpokar í bakpokunum. Áætl- unin var að sofa þar í tvær nætur og reyna um leið að ná í aukna aðlögun með því að klífa eins hátt og mögulegt var á fixuðu línunum sem Sherparnir höfðu sett upp. Við sex sem gistum uppi þessa nótt sváfum öll vært. Um morgun- inn fóru þrjú okkar á fætur til að klífa hærra. Leiðangursstjórinn Andy fór fyrstur en ég var hress og tók fljótlega fram úr honum. Hann og Patricha, sem hafði reynt árangurslaust við ótrúlegan fjölda fjalla, þar á meðal tvisvar við Everest, komust um 100 m áður en þau sneru við. Þetta var hins vegar minn dagur og ég hækkaði mig jafnt og þétt eftir klifurlínum sem Sherparnir höfðu komið fyrir daginn áður. Veðrið var fullkomið og eftir því sem ofar dró opnaðist nýtt landslag. Sérstaklega var spennandi að sjá Kumbu-jökulinn í hlíðum Everest. Eftir honum liggur vinsælasta leiðin á þetta hæsta fjall heims. Eftir um tvo tíma enduðu fixuðu línurnar í ríf- lega 6.100 m hæð. Þar sem mér leið enn vel hugleiddi ég að halda áfram en ákvað svo að láta það bíða næsta dags. Á niðurleiðinni mætti ég Sherp- unum. Þegar þeir fréttu hvað ég hafði farið hátt brostu þeir og sögðu: „You are very strong!“ Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að vera stoltur af þessu þar sem þeir komu alla leið úr grunnbúðunum og ætluðu samt 200 m hærra en ég hafði farið, með alvöru birgðir! Ég ákvað þó að þetta væri hól fyrir einstakling af mínum kynþætti og þakkaði þeim stoltur fyrir. Stuttu eftir að ég kom niður í ABC kváðu við ógurlegar drunur í fjallinu og við sáum hvar stærðar ísstykki fór af stað úr litlum skrið- jökli í 7.000 m hæð. Hrunið byrjaði langt vestan við leiðina okkar og því kom það mjög á óvart þegar meginhluti þess fór yfir leiðina í um 6.300 m, þar sem búðir 1 áttu að vera, og kom svo niður austan megin við okkur. Í smá stund voru allir örvilnaðir að reyna að finna Sherpana okkar sem voru á fjallinu. Fljótlega sáum við þá örugga tölu- vert fyrir neðan flóðið. Allir önduðu léttar og héldu áfram að gera ekki neitt. Allir nema Andy. Nokkru seinna kom hann til okkar og sagð- ist hafa kallað Sherpana niður. Ég yppti öxlum, Andy var ekki að hugsa rökrétt, fjallið var eins öruggt og hægt var núna, það sem einu sinni er fallið fellur ekki aftur. En þá skildi ég hvað hann var að segja, hann var ekki búinn að kalla Sherpana niður í dag. Hann var ein- faldlega búinn að kalla þá alfarið niður og skipa þeim að hreinsa burtu stuðningslínurnar. Hann var búinn að blása leiðangurinn af! Ég hristi bara hausinn, best að bíða og sjá hvað Sherparnir segja. Sherp- arnir komu niður og virtust litlar áhyggjur hafa af þessu, en voru svo sem ekki að ögra valdi leiðangurs- stjórans vitandi það að þeir ættu rólega daga í vændum ef við værum ekki á Pumori. Flestir voru sam- mála um það að Andy væri rangur maður á röngum stað. Hann var frá fyrsta degi hræddur við fjallið og hræddur við að bera ábyrgð á fólki þar. Snjóflóðið virtist aðeins vera afsökunin sem Andy þurfti til að blása allt af. Island Peak klifinn Þegar við svo komum niður í grunnbúðir var búið að gera allt klárt fyrir undanhald okkar. Einn af Sherpunum, sá sterkasti, bauðst til að fara með þeim sem vildu í eina tilraun við fjallið. Eina nótt í ABC (5.750 m), þaðan beint í búðir 2 (6.700 m), á toppinn. Ég gat ekki stillt mig um að reyna og fór aftur upp í ABC eftir eina nótt í grunn- búðunum. Því miður komst ég fljótlega að því að ég hafði ekki náð nægri aðlögun í svo hraða yfir- ferð og sneri aftur við. Sem uppbót stóð okkur til boða að klífa vinsælasta tind svæðisins, Island Peak (6.189 m). Þriggja daga ganga skilaði okkur upp í þéttsetnar grunnbúðir Island Peak. Þar sem hópurinn okkar var nú þegar vel aðlagaður var sjálfgefið að klífa fjallið á einum degi frá grunnbúðum og sleppa nótt í svokölluðum Atlögu- búðum (e. Attackcamp). Morguninn eftir lögðum svo á fjallið. Veðrið var fallegt, stillt og vægt frost. Eftir því sem ofar dró jókst kuldinn til muna og fljótlega voru allir komnir í belgvettlinga og dúnúlp- ur. Þvílíkan kulda hef ég aldrei upplifað. Að vera á göngu í dún- úlpu af stærstu gerð, tvöföldum skóm og með hlýjustu vettlingana mína og vera samt skítkalt! Ég, tjaldfélagi minn Ed og brosmildi Sherpinn Jamling leiddum hópinn Á toppnum fór fram hefðbundin myndataka með fána styrktaraðil- anna, KB banka og Kaupþings banka. Á niðurleiðinni mætti ég restinni af hópnum. Aldursforset- inn, hinn sextugi Peter, var heillum horfinn og vissi varla hvar hann var en komst samt á toppinn. Hið sama gilti um ástralska námu- verkamanninn Tony sem hafði ekki æft neitt í sex ár, síðan hann fór á McKinley, hæsta fjall Norður- Ameríku. Dvöl minni í landi ævintýranna var lokið að sinni. Á þremur dögum röltum við aftur til flugvallarins og flugum til Katmandú. Á leið- inni voru næstu verkefni rædd, en það verður önnur saga! ■ Í heimi ævintýranna Fjallaleiðsögumaðurinn Ívar F. Finnbogason segir frá ferð sinni til grunnbúða Pumori í Nepal. Formlegt heiti: Konungdæmið Nepal Íbúafjöldi: 22,3 milljónir. Höfuðborg: Katmandú Flatarmál og staðsetning: 140,800 ferkílómetrar með landamæri að Kína og Indlandi. Lægsti og hæsti punktur yfir sjáv- armáli: Kanchan Kalan 70 metrar og Everest-fjall 8.850 metrar. Þjóðhöfðingi: Gyanendra Bir Bikram Shah konungur. Stjórnkerfi: Þingbundið lýðræði og stjórnarskrábundið konungdæmi. Þing var rofið árið 2002 og völdin hafa verið í höndum konungs síðan í febrúar í fyrra. Sjálfstætt ríki frá 1768 og fékk stjórnarskrá árið 1990. Þjóðhátíðardagur: 7. júlí, afmælis- Nepal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.