Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 64

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 64
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR48 menning@frettabladid.is ! Kl. 20.00Graduale Nobili heldur tónleika í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru íslensk og erlend Maríuverk. Stjórnandi er Jón Stefánsson. > Ekki missa af... Verkum finnsku listakonunnar Elinu Bortherus, Þórs Vigfús- sonar og Rúríar í Gerðarsafni. Leiðsögn verður um sýninguna á sumardaginn fyrsta kl. 15. Síðasta sýningarhelgi. Fjölskyldudegi í Minjasafninu á Akureyri. Fjölbreytt dagskrá í dag - eitthvað fyrir alla aldurshópa. Djasshátíð í Garðabæ. Fremstu djasslistamenn þjóðarinnar spila fjölbreytta dagskrá í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11. Hátíðin stendur fram á laugardag. Í tilefni af viku bókarinnar mættu þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, í bókabúð Máls og menningar í gærmorgun til þess að innleysa þjóðargjöf Glitnis og Félags íslenskra bókaútgefenda. Þjóðargjöf þessi datt inn um lúgur landsmanna í gær í formi ávísunar sem lesendur geta notað til bókakaupa en hver sá sem kaupir bækur útgefnar á Íslandi fyrir andvirði 3.000 króna eða meira getur nýtt sér ávísunina sem innborgun. Þorgerður Katrín og Bjarni voru kampakát í gærmorgun en í verslunina var einnig mætt Ronja nokkur ræningjadóttir sem reyndi ítrekað að hafa áhrif á bókakaup þeirra og annarra gesta. Nýlega kom út bók um ævintýri Ronju og því fannst henni viðeigandi að fólk fjárfesti í henni en sannfæring- arkraftur hennar mun vera töluverður og er sagt að menntamálaráðherra hafi farið út með fangið fullt af Ronjubókum. Þeim sem vilja nýta sér þessa kjarabót er bent á að hægt er að innleysa ávísunina hjá bóksölum, í bókaverslunum og í völdum stórmörkuðum til 3. maí. Kjarakaup í bókabúðum BJARNI KVITTAR, RÁÐHERRANN BÍÐUR Hagsýnir les- endur nýta sér þjóðargjöfina.FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Áslaug Jónsdóttir hlaut barnabókaverðlaun Mennta- ráðs Reykjavíkurborgar í gær fyrir bókina Gott kvöld. Áslaug er rithöfundur og mynd- skreytir en hún hefur gefið út töluvert af barnabókum, „Ég er menntaður myndlýsir og graf- ískur hönnuður í Danmörku og kom hingað heim með von um vinnu. Ég fór með sýnishorn til Máls og menningar fyrir ein- hverjum hundrað árum síðan og þeim leist vel á verkin,“ segir hún og útskýrir að fyrsta bókin hafi upphaflega verið textalaus en hún hafi verið beðin um að skrifa „í eyðurnar“. Sem Áslaug og gerði en fyrsta barnabókin hennar, Gullfjöðrin, kom síðan út árið 1989. Í bókinni Gott kvöld segir frá afdrifaríku kvöldi í lífi ungs drengs sem skilinn er eftir heima þegar pabbi skreppur frá að sækja mömmu en við sögu koma kunnuglegar furðuverur eins og hungurvofan, tímaþjófurinn og hræðslupúkinn. Nú fæst Áslaug bæði við skrit- ir og skreytingar ásamt því að brjóta um bækur enda er hún titluð bókverkakona í síma- skránni. Hún hefur gefið út eða komið að útgáfu á annan tug verka. Hún segir að það sé eng- inn eiginlegur samnefnari með barnabókunum sínum og hug- myndirnar komi úr ýmsum áttum. „Ævintýrið er allt- af jafn heillandi. Útkoman er alltaf blanda af einhverju sem maður hugsaði sjálfur sem barn og mótað af umgengni við börn.“ Áslaug las mikið sem barn og er viss um að það hafi haft drjúg áhrif og hún segist enn vera hrif- in af Múmínálfunum. „Á hverju þroskastigi eru einhverjar bækur sem maður les í tætlur og svo eru bækur sem fylgja manni gegnum lífið, persónur sem allir geta talað um eins og þær séu bræður manns, systur og vinir. Ég gríp enn í Múmínálfana - það eru bækur sem ekki hafa glatað neinu,“ segir Áslaug og nefnir líka að að bækur Astridar Lind- gren og þjóðsögurnar hafi verið í uppáhaldi hennar. Áslaug er með fleiri bækur í smíðum og ungir lesendur geta glaðst því með haustinu er til dæmis að vænta fleiri ævintýra um Litla skrímslið sem Áslaug semur og teiknar ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler. Í gær voru einnig veitt verð- laun fyrir þýðingu barnabóka og hlaut Sigrún Árnadóttir þau að þessu sinni fyrir þýðingu á sög- unni Appelsínustelpan eftir norska höfundinn Jostein Gaarder. kristrun@frettabladid.is Ætíð heilla ævintýrin ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Verðlaunuð bókverkakona. VERÐLAUNABÓKIN Ungur maður aleinn heima. [METSÖLULISTI] HEILDARLISTI 1 DRAUMALANDIÐANDRI SNÆR MAGNASON 2 FLUGDREKAHLAUPARINN - KILJAKHALED HOSSEINI 3 MUNKURINN SEM SELDI...ROBIN SHARMAN 4 VÍSINDABÓKINMÁL OG MENNING 5 TÍMI NORNARINNAR - KILJAÁRNI ÞÓRARINSSON 6 ÍSPRINSESSANCAMILLA LÄCKBERG 7 109 JAPANSKAR SUDOKU - BÓK 1GIDEON GREENSPAN 8 HROKI OG HLEYPIDÓMARJANE AUSTEN 9 GÆFUSPOR - GILDIN Í LÍFINUGUNNAR HERSVEINN 10 FERMIÐ OKKUR HUGLEIKUR DAGSSON Franskar konur fara aldrei í megr- un og þola ekki líkamsrækt. Þær borða osta, rjómasósur, bakkelsi og súkkulaði og drekka rauðvín en virðast þó flestar vera í kjörþyngd. Nú hefur JPV útgáfan gefið út í íslenskri þýðingu bókina Franskar konur fitna ekki eftir Mir- eille Guiliano sem situr nú í fyrsta sæti á metsölu- lista New York Times. Í bókinni segir höfundur frá matarleyndarmáli Frakka, frönsku þver- sögninni sem hefur ruglað næringarsér- fræðinga í ríminu í fleiri áratugi. Mireille, sem er frönsk og stjórnarformaður Veuve Clicquot Inc., fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna þegar hún var ungl- ingur og kom feit til baka. Til allrar hamingju kom franski heim- ilislæknirinn henni til bjargar. Hann fræddi hana um sígildar regl- ur í franskri matargerðarlist og gaf henni góð ráð sem heimakonur hafa í áranna rás nýtt sér og hjálpaði henni að grenna sig með nýjum skilningi á mat, drykk og lífinu í heild. Lausn hennar er að lifa ekki við eilífa sektarkennd og megrun- arkúra heldur að njóta þess að borða góðan og vel saman settan mat, þrisvar sinnum á dag. Hún kemst að því að matur er ástríða hjá Frökkum en ekki nauðsyn, að mat- málsstundir séu heilagur tími til að njóta góðs matar ásamt fjölskyldu og vinum, en alls ekki fyrir framan sjónvarpið eða á hlaupum, og mikil- vægi þess að elda mat úr góðum hráefnum í stað þess að falla fyrir skyndibitamenningunni. Bókin er skemmtileg aflestrar og Mireille lýsir lífsspeki sinni með ljúfum minning- um: þegar hún smakk- aði kampavín í fyrsta sinn (sex ára gömul), fór í sveppa- og berja- mó og nánast andlegu stefnumóti við ostrur, svo fátt eitt sé nefnt. Hún segir okkur einnig sögu annarra kvenna sem hafa uppgötvað dásemdir þess að fara að dæmi franskra kvenna, borða af skynsemi og meiri nautn. Mireille hefur alla tíð síðan notið lífsins og látið eftir sér án þess að blása út, leyft sér að borða það sem hana hefur langað í án þess að fitna og grennast á víxl og borðað þrjár mál- tíðir á dag. Franskar konur fitna ekki er skynsamleg og skemmtileg bók með jákvæðri og heilbrigðri aðferð við að halda sér grönnum og heilbrigðum þrátt fyrir að njóta brauðs, osta, rauðvíns og og súkkulaðis. - amb Franska matarleynd- armálið komið út SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1 SÁLMABÓKÝMSIR HÖFUNDAR 2 PERLUR Í SKÁLDSKAP LAXNESSHALLDÓR LAXNESS 3 LJÓÐASAFN TÓMASAR G.TÓMAS GUÐMUNDSSON 4 GOÐHEIMAR BERNSKUNNAREINAR MÁR GUÐMUNDSSON 5 PASSÍUSÁLMARHALLGRÍMUR PÉTURSSON 6 BREKKUKOTSANNÁLLHALLDÓR LAXNESS 7 DÁIÐ ER ALLT ÁN DRAUMA OG...HALLDÓR LAXNESS 8 ÞRIÐJA TÁKNIÐYRSA SIGURÐARDÓTTIR 9 ÓMAR FRÁ HÖRPU DAVÍÐS...SIGURBJÖRN EINARSSON RITST. 10 SKUGGI VINDSINSCARLOZ RUIZ ZAFÓN Listarnir eru gerðir út frá sölu dagana 05.04.06 - 11.04.06 í Pennanum Eymundsson og Bóka- búð Máls og menningar. Margrét Bóas- dóttir söngkona flytur biblíuljóð eftir tékkneska tónskáldið Ant- onin Dvorák á dagskrá Kirkju- listahátíðar í Sel- tjarnarneskirkju í dag ásamt Hrefnu Eggerts- dóttur píanóleik- ara. Frumfluttir verða textar Kristjáns Vals Ingólfssonar en þeir eiga uppruna sinn í Davíðs- sálmum Biblíunnar og spanna til- finningar frá sárustu örvæntingu til innilegustu gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Biblíuljóð MARGRÉT BÓAS- DÓTTIR FLYTUR BIBLÍULJÓÐ DVORÁK Hátíðleiki á Seltjarnarnesi. Birta er komin út! MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS Klippt og skorið í Hlíðunum Pastamáltíð með humri Húmorinn í Sigtinu Öflugasta sjónvarpsdagskráin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.