Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 20.04.2006, Síða 82
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR66 KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild KR leitar enn logandi ljósi að arf- taka Herberts Arnarsonar í þjálf- arastólinn og ku hringurinn vera farinn að þrengjast. Nafn Bene- dikts Guðmundssonar, þjálfara Fjölnis, hefur verið nefnt í því sambandi og sögusagnirnar fóru á flug síðasta þriðjudagskvöld þegar Benedikt var staddur í KR- heimilinu ásamt Böðvari Guðjóns- syni, formanni körfuknattleiks- deildar KR. „Benni er gamall og góður KR- ingur og hefur alltaf gaman að því að kíkja í kaffi vestur í bæ. Við fengum okkur kaffi saman, það er ekkert leyndarmál en þetta var alls ekki formlegur fundur eða neitt slíkt,“ sagði Böðvar um fund þeirra í KR-heimilinu en er hann á höttunum eftir honum? „Benedikt er mjög hæfur þjálfari og hann er þar að auki uppalinn KR-ingur. Auðvitað er hann inni í myndinni hjá okkur.“ Bððvar sagði erlendan þjálfara einnig koma til greina en hann hefði samt meiri áhuga á að fá góðan innlendan þjálfara. KR hefur aðeins átt einn formlegan fund með íslenskum þjálfara en sá þjálfari gaf málið frá sér nokkrum dögum síðar. Böðvar vildi ekki gefa upp hver sá þjálfari væri. Benedikt hafði ekkert um málið að segja þegar eftir því var leitað. - hbg Línur að skýrast í þjálfaraleit körfuboltaliðs KR: KR staðfestir áhuga sinn á Benedikt Guðmundssyni BENEDIKT GUÐMUNDSSON Þjálfaði KR fyrir áratug og hans gamla félag vill fá hann heim á nýjan leik. BÖÐVAR GUÐJÓNSSON Segir ekkert óeðlilegt við óformlegt kaffisamsæti sitt og Benedikts. Hann fer samt ekki leynt með áhuga sinn á Benedikt. FORMÚLA Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hefur ekki samið við Ferrari, eins og sumir fjölmiðlar hafa greint frá, heldur er allt eins líklegt að hann verði áfram í her- búðum McLaren á næsta ári. Þetta segir Nobert Haug, framkvæmda- stjóri McLaren. „Staða Raikkön- ens er sú sama. Við erum í viðræð- um við hann og umboðsmenn hans hafa staðfest að hann er ekki búinn að semja við Ferrari,“ sagði Haug og bætti því við að hann tryði því ekki að Raikkönen myndi semja við ítalska liðið án vitundar for- ráðamanna McLaren. Haug stóðst ekki mátið að koma höggi á Ferrari og benti á að liðinu hefði vegnað afar illa í síðustu keppnum, eða allt frá því að Raikk- önen var orðaður við liðið á ný fyrir nokkrum vikum. „Annars hefur hann svo oft verið sagður á leið til Ferrari að það væri hægt að búa til jólabók úr þeim frétt- um.“ - vig Kimi Raikkönen: Ennþá óvissa um framhaldið GOLF Forráðamenn Ryder-bikars- ins munu að öllum líkindum breyta fyrirkomulagi keppninnar þannig að hún verði spiluð á fjórum dögum í stað þriggja. Í Ryder-bik- arnum mætast úrvalslið Banda- ríkjanna og úrvalslið Evrópu annað hvert ár en mótið fer fram 22.-24. september á K-klúbbnum á Írlandi. „Við erum að skoða að breyta keppninni til að gera hana enn meira spennandi. Auk þess gætum við þurft að færa hana þar sem veður og skyggni hamla keppninni á tíðum, sér í lagi þegar keppt er í Evrópu,“ sagði Sandy Jones, sem er í skipulagsnefnd mótsins. Mótið hefur iðulega aðeins tekið þrjá daga en ekki fjóra eins og flest golfmót. Með því að byrja keppnina einum degi fyrr vonast skipuleggjendur til að dreifa álag- inu á keppendur en einnig væri möguleiki á að halda mótið fyrr en nú er gert í framtíðinni. - hþh Ryder bikarinn í golfi: Fyrirkomulagi mótsins breytt? IAN WOOSNAM Verður fyrirliði Evrópuliðs- ins í ár. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það gengur illa hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gummersbach þessa dagana og steininn tók úr þegar liðið tapaði gegn Grosswallstadt á þriðjudag með tólf marka mun, 32-20. Um leið fauk nánast öll von félagsins um meistaratitilinn en í byrjun mánaðarins varð liðið einnig fyrir áfalli er það tapaði óvænt í undan- úrslitum bikarkeppninnar fyrir Kronau/Östringen. Í kjölfarið er framtíð þjálfar- ans Velimir Klajic í óvissu en hann er ráðinn fram á sumar 2007 þegar Alfreð Gíslason á að taka við lið- inu. Nú er spurning hvort félagið reyni að hóa fyrr í Alfreð en það er ekki bara staða þjálfarans sem er í óvissu því óttast er að stuðn- ingsaðilar hverfi á braut takist félaginu ekki að rétta úr kútnum. - hbg Krísa hjá Gummersbach: Kallar félagið á Alfreð? HANDBOLTI Lemgo og Göppingen hituðu upp fyrir úrslitaleikinn í EHF-keppninni í gær og ef eitt- hvað er að marka þann leik verður Lemgo Evrópumeistari án vand- ræða því liðið rúllaði yfir Garcia Padron og félaga í Göppingen en Padron var sá eini með meðvitund hjá liðinu í gær. Fyrri úrslitaleik- ur liðanna fer fram um helgina en sá síðari viku síðar. Lemgo náði samt ekki að minnka muninn í töflunni á Magde- burg því Skylmingaþrælarnir lögðu Gylfa Gylfason og félaga í Wilhelmshavener með tveim mörkum. Magdeburg heldur því fjögurra stiga forskoti á Lemgo í fjórða sæti deildarinnar en Lemgo mjög öruggt í fimma sætinu. - hbg Þýski handboltinn: Lemgo lagði Göppingen LOGI GEIRSSON Skoraði þrjú mörk í gær fyrir Lemgo rétt eins og Ásgeir Örn Hall- grímsson. Meistaradeild Evrópu: ARSENAL-VILLARREAL 1-0 1-0 Kolo Toure (41.). Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum. Þýski handboltinn: LEMGO-GÖPPINGEN 32-23 Logi Geirsson skoraði 3/2 mörk fyrir Lemgo sem og Ásgeir Örn Hallgrísson. Jaliesky Garcia Padron var markahæstur hjá Göppingen með 7 mörk. WILHELMSHAVENER-MAGDEBURG 30-32 Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Wilhelms- havener. Sigfús Sigurðsson komst ekki á blað hjá Magdeburg en Arnór Atlason skoraði tvö mörk. LUBBECKE-KIEL 31-40 Þórir Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir Lubbecke og var markahæstur hjá liðinu. Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM-BLACKBURN 2-1 1-0 Nicky Butt (62.), 1-1 Robbie Savage (78.), 2-1 Mikael Forssell (87.). ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Arsenal hafði leikinn í hendi sér frá fyrstu mínútu þegar þeir tóku öll völd á vellinum. Með léttleikandi spili héldu þeir bolt- anum vel innan liðsins og hvað eftir annað sköpuðu þeir hættur við mark Villarreal með Thierry Henry fremstan í flokki. Sókn Villarreal komst lítt áfram gegn ógnarsterkri Arsenal vörn- inni sem hélt Juan Roman Riqu- elme vel í skefjum en hann hefur verið hvað atkvæðamestur í spænska liðinu í Meistaradeild- inni. Hann skapaði einu hættur Villarreal með tveimur auka- spyrnum en þrátt fyrir að vera þéttingsfastar rötuðu þær beint á Jens Lehmann. Aðeins vantaði herslumuninn hjá Arsenal til að opna marka- reikninginn en Henry hélt að hann hefði komið Skyttunum yfir eftir fimmtán mínútuna leik en mark hans ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Markið lá í loftinu og eftir að íkorni nokkur hafði stolið senunni í nokkrar mínútur náðu Arsenal loksins forystunni eftir að hafa sett vörn Villarreal undir mikla pressu allan hálfleikinn. Eftir hornspyrnu barst boltinn út á Henry sem laumaði honum á Alexander Hleb sem hafði stungið sér á bak við Villarreal vörnina. Hvít-Rússinn renndi boltanum fyrir markið á Kolo Toure sem stýrði boltanum yfir marklínuna og allt ætlaði um koll að keyra á Highbury. Úrúgvæinn Diego Forlan sá ekki til sólar í leiknum, enda rigndi nánast allan leikinn, og fór ekkert fyrir honum í framlínu Villareal. Spænska liðinu gekk illa að finna glufur á þéttu liði Arsenal sem varðist vel úti um allan völl og pressuðu andstæðinga sína ótt og títt til að missa boltann. Stórskotahríð Skyttanna hélt áfram í síðari hálfleik en þeim til óhapps gengu rangstöðugildrur Villarreal fullkomlega upp. Hvað eftir annað lét Arsenal grípa sig í landhelgi en sóknir þeirra héldu áfram að valda spænsku vörninni höfuðverk. Þegar líða tók á leikinn róaðist hann niður til muna en bæði lið fengu færi til að bæta við marki í leikinn. Riquelme skallaði yfir úr fínu færi en Henry hélt áfram að skapa hættur við spænska mark- ið. Það náði Arsenal þó ekki að nýta sér og leiknum lauk því með 1-0 sigri heimamanna. Þeir kvöddu Highbury með stæl en Evrópu- stundir liðsins á vellinum hafa reyndar ekki verið til þeim til framdráttar en liðið hefur aldrei komist lengra í Meistaradeildinni en í ár. hjalti@frettabladid.is Arsenal í bílstjórasætinu Arsenal er í góðri stöðu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir sigur gegn Villarreal í fyrri leik liðanna. Varnarmaðurinn Kolo Toure skoraði eina markið í síðasta Evrópuleiknum á Highbury en Arsenal flytur á nýjan völl eftir tímabilið. CESC FABREGAS Var illviðráðanlegur á miðju Arsenal. Hér gerir Alessio Tacchinardi sitt besta til að stöðva Spánverjann unga. NORDICPHOTOS/AFP FÖGNUÐUR Leikmenn og stuðningsmenn Arsenal fögnuðu marki Kolo Toure vel og inni- lega í gærkvöldi. Toure gaf tóninn í leik sem var eign Arsenal frá upphafi til enda. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.