Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 86

Fréttablaðið - 20.04.2006, Side 86
 20. apríl 2006 FIMMTUDAGUR70 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTTIR AF FÓLKI Þótt Silja Aðalsteins-dóttir menningar- skríbent verði seint dregin í dilk með stækum æsingamönn- um, fór hól hennar um Draumaland Andra Snæs Magnason- ar, sem birtist á heimasíðu TMM á dögunum, fyrir brjóstið á bókstafstrúuðum bóksölum. Í dómi sínum um bókina sagði Silja meðal annars: „Fáið ykkur Draumalandið, takið hana að láni á bókasafninu, kaupið hana í bókabúðinni, lesið hana við bókaborðið eða stelið henni ef þið eigið ekki fyrir henni. Þessa bók VERÐA ALLIR ÍSLENDINGAR AÐ LESA.“ Bryndís Loftsdóttir, verslunarstjóri hjá Pennanum/Eymunds- son, er ekki alls kostar sátt við orðalagið og frábiður sér „frekari hvatningar til þjófnaðar í versl- unum okkar“, í bréfi sem birtist á TMM. Til að forðast að fá þjófalykilinnn brenndan á enni sitt áréttar Silja hin bljúgasta að orðin sem við er amast hafi verið „skrifuð í hita augnabliksins af manneskju sem aldrei hefur getað tekið svo mikið sem fimmaurakúlu ófrjálsri hendi...“ Bryndís er hins vegar spör á þakkarorðin í bréfi sínu þótt líklegt megi telja að fleiri hafi keypt Draumalandið en hnuplað fyrir tilstilli Silju. - bs 1. Tvær þyrlur 2. New York Times 3. Tuttugu [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 LÁRÉTT: 2 vera með 6 ógrynni 8 meðal 9 blaður 11 tveir eins 12 tildur 14 vegahótel 16 tímabil 17 viður 18 galdrastafur 20 klaki 21 lítill. LÓÐRÉTT: 1 viðhöfn 3 bor 4 drykkjuskapur 5 kraftur 7 lest 10 sæ 13 stefna 15 dó 16 tímabils 19 komast. LAUSN: LÁRÉTT: 2 hafa, 6 of, 8 lyf, 9 mas, 11 ll, 12 prjál, 14 mótel, 16 ár, 17 tré, 18 rún, 20 ís, 21 smár. LÓÐRÉTT: 1 pomp, 3 al, 4 fyllerí, 5 afl, 7 farmrúm, 10 sjó, 13 átt, 15 lést, 16 árs, 19 ná. Morgunmaturinn: Það er frábært að byrja daginn á einhverju heitu í kropp- inn og þar klikkar gamli góði hafra- grauturinn ekki, auk þess sem ódýrari morgunverður fæst varla. Poppa má grautinn upp með rúsínum og kanel. Hreyf- ingin: Það er kominn tími til að vekja línuskautana af vetrardvala. Hafið samt augun opin, það er ekki búið að sópa alla stíga eftir veturinn og því nokkuð um steina sem þarf að beygja fram hjá. Hressingin: Það er nýbúið að taka kaffihúsið 10 dropa við Laugaveg 27 í gegn. Tilvalið að kíkja þangað og fá sér gamaldags kaffi- bolla og ekki sakar að taka fartölvuna með því þráðlaust net er komið á staðinn. Kvikmyndin: Ekki missa af Kórnum, heimildarmynd eftir Silju Hauksdóttur um Léttsveit Reykjavíkur sem er 120 kvenna kór. Sýnd á RÚV á sunnudags- kvöldið. Tónlistin: Það er færeysk tónlistar- veisla á Nasa á laugardag þar sem fjöldi færeyskra tónlistar- manna koma fram. Alveg tilvalið fjárfesta í geisladisk með einhverj- um af þessum frændum vorum. Dekrið: Farðu út í apótek og kauptu þér vaxtæki fyrir heitt vax. Fáðu svo vini/vinkonu í heimsókn og bjóddu upp á að vaxa bak og/eða fætur. Fáðu hann/hana til þess að gera það sama við þig. „Beauty is pain“ - og það er gott að deila sársaukanum með öðrum. Skemmtunin: Það er óvitlaust að taka sér ferð á hendur í Kópavoginn um helgina og fá ekta sveitaballastemmn- ingu í kroppinn á Players þar sem hljómsveitin Á móti sól leikur fyrir dansi. Það er fátt sumarlegra en sveitaböll - og sumarið er jú komið. Síðan má einnig kíkja á sýninguna Sumar 2006 í Laugar- dalshöllinni. Helgin okkar... HRÓSIÐ ...fær Köntrísveit Baggalúts sem er nýkomin frá Rússlandi þar sem meðlimir hennar kynntu íslenska köntrítónlist fyrir Rússum. ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Sigurskáldið, ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðsins, hefur vakið sterk viðbrögð meðal ljóðaunnenda og sýnist sitt hverjum. Til dæmis er Eiríki Erni Norðdahl, umboðsmanni ömurlegrar ljóðlistar, ekki skemmt og á heimasíðu sinni grípur hann til fjálglegra orða á borð við „arfagubbulegt“ til að lýsa hughrifunum sem sum ljóðin hafa vakið með honum. En eins og prúðra manna er siður slær Eiríkur varnagla og tekur fram að þar sem hann hati fegurðina sé hann ef til vill ekki dómbær, auk þess sem honum finn- ist „aðrir hlutir áhugaverðir en flestum ljóð- unnendum.“ -bs Í dag, sumardaginn fyrsta, verður haldin óvenjuleg gæludýrakeppni í húsakynnum Íshesta í Hafnarfirði í samstarfi við Dýraland og Dýra- læknastofuna í Garðabæ. „Þetta er í fyrsta sinn sem almenn gæludýrakeppnni er haldin hér á Íslandi. Öll gæludýr geta tekið þátt í keppninni en þau verða að hafa skráð sig til þátttöku fyrir klukkan 11 í dag,“ segir hunda- þjálfarinn Anna Marín Kristjáns- dóttir sem dæmir keppnina. Hér á landi hafa hunda- og katta- eigendur getað sýnt gæludýr sín á sérstökum sýningum og hestaeig- endur hafa einnig möguleika á því að taka þátt í ýmsum keppnum. Aðrir gæludýraeigendur hafa þurft að halda sig heima með sín gælu- dýr en með gæludýrakeppninni á morgun opnast þeim nýjir mögu- leikar. „Við stefnum á að hafa þetta árlegt. Nú þegar hafa einhverjir gæludýraeigendur skráð sig til leiks en það er enn pláss fyrir fleiri dýr,“ segir Anna Marín og hvetur sem flesta gæludýraeigendur til þess að skrá dýr sín til leiks. Gæludýrakeppnir sem þessi eru haldnar víða erlendis og hefur Anna Marín séð um dómgæslu í slíkum keppnum í Skotlandi. Keppt verður í fimm flokkum: hundar, kettir, nagdýr, hestar og fuglar - en Anna segist vera opin fyrir því að bæta við flokkum ef þurfa þyki, til dæmis ef einhver gullfiskaeigandi skráir sig. „Við veljum sigurveg- ara í hverjum flokki fyrir sig og af þeim stendur svo einn uppi sem Gæludýraeigandi ársins,“ upplýsir Anna Marín sem sjálf á bæði hund og kött. „Dæmt verður eftir því hversu hamingjusöm og heilbrigð dýrin virðast vera. Allir gæludýra- eigendur sem taka þátt fá viður- kenningarskjal og sigurvegararnir fá glæsileg verðlaun frá Dýralandi. „Tekið skal fram að gæludýrin sem taka þátt í keppninni þurfa ekki að vera hreinræktuð, með ættbók eða neitt slíkt heldur eru dýrin dæmd út frá því hvernig þau eru hirt, sambandi þeirra við eiganda sinn og hvernig þau eru í holdum. Sumardagurinn fyrsti hefur verið haldinn hátíðlegur hjá Íshest- um ár hvert og þar hefur alltaf verið boðið upp á fjölbreytta fjöl- skyldudagskrá. Auk gæludýra- keppninnar geta krakkar látið teyma frítt undir sér, kökuhlaðborð verður á staðnum, hægt verður að fara í reiðtúr og fimleikafélagið Björk sýnir listir sínar en þess má geta að gæludýrakeppnin hefst klukkan 14. -snæ ALMENN GÆLUDÝRAKEPPNI: Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI Gæludýr keppa í hamingju FALLEG DÝR Anna Marín dæmir gæludýrakeppnina en hér er hún ásamt hestinum Litla Skjóna og kettinum Nölu sem búa í hestamiðstöð Íshesta. Þau fá þó ekki að taka þátt í keppninni á morgun en verða á staðnum og fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá samningi við Sigurjón Sighvats- son um kvikmyndarétt á Öxinni og jörðinni eftir Ólaf Gunnarsson. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Ólafur. „Sigurjón metur það svo að þessi saga sé vel til þess fallin að vera kvikmynduð og ég er hæstánægður með það.“ Ólafur verður með í ráðum við gerð myndarinnar en segir að þar sem Sigurjón hafi mörg járn í eld- inum búist hann ekki við að ráðist verði í verkefnið af fullum krafti fyrr en seint á næsta ári. „Það er því ekki farið að huga að því að ráða leikara eða neitt slíkt. Ég bíð bara þolinmóður þar til þar að kemur, enda gengur starf rithöf- undarins mikið út á þolinmæði.“ Öxin og jörðin er söguleg skáld- saga sem fjallar um aðdraganda þess að Jón biskup Arason og synir hans tveir voru hálshöggnir árið 1550. Bókin vann til Íslensku bók- menntaverðlaunanna árið 2004 og sama ár var samnefnt leikrit sett á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu, en þar lék Arnar Jónsson séra Jón. Sigurjón sagði í sjónvarpsvið- tali á dögunum að það hafi lengi verið draumur sinn að gera kvik- mynd um Jón biskup, en þetta er fyrsta bók Ólafs sem verður kvik- mynduð. -bs Öxin og jörðin kvikmynduð ÓLAFUR GUNNARSSON Býst við að ráðist verði í gerð myndarinnar seint á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.