Fréttablaðið - 25.04.2006, Síða 2
2 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN
Ólafur F. Magnússon,
læknir og borgarfulltrúi
1 sæti
„ Tryggjum að
Reykjavíkurflugvöllur
verði áfram í
Vatnsmýrinni.“
Bílvelta við Mótel Venus Ökumað-
ur missti stjórn á bíl sínum á Vestur-
landsvegi, skammt frá Mótel Venus,
í gærmorgun með þeim afleiðingum
að bíllinn valt. Ökumaðurinn slasaðist
lítillega.
Slapp ómeidd Kona á fertugsaldri
slapp ómeidd þegar bíll hennar valt
skammt frá Hvolsvelli snemma í gær-
morgun. Að sögn lögreglu var skyggni
slæmt á staðnum og hálka á veginum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS
Rúnar, á framhaldsmyndin
að heita Næstsíðasti bærinn í
dalnum?
„Nei. það er engin hætta á því.“
Íslenska stuttmyndin Síðasta bærinn í
dalnum er að gera það afar gott á erlendum
kvikmyndahátíðum. Ekki er óalgengt að
framhaldsmyndir fylgi í kjölfarið en Rúnar
Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður segir það
ekki á döfinni.
LEIKSKÓLAR Megn óánægja ríkir
meðal starfsmanna leikskólans
Leikgarðs, svo og margra for-
eldra barna á honum, vegna fyrir-
hugaðrar yfirtöku Félagsstofnun-
ar stúdenta á rekstri hans. Stór
hluti faglærðra starfsmanna
hyggst hætta störfum ef af yfir-
tökunni verður. Þá eru einhverjir
foreldranna að vinna í því að
koma börnum sínum í aðra vistun
og sumir eru jafnvel búnir að
því.
Reykjavíkurborg hefur rekið
Leikgarð og gerir enn. Í mars var
lagt fram á fundi menntaráðs
borgarinnar minnisblað frá skrif-
stofustjóra leikskólaskrifstofu
varðandi erindi Félagsstofnunar
stúdenta um kaup á húsnæði leik-
skólans Leikgarðs og yfirtöku
reksturs hans. Menntaráð tók
jákvætt í erindið og samþykkti að
ganga til viðræðna við stofnunina.
Að sögn Guðrúnar Björnsdóttur,
framkvæmdastjóra Félagsstofn-
unarinnar, er miðað að því að yfir-
takan eigi sér stað í haust ef hún
gengur eftir, en það ætti að skýr-
ast endanlega á allra næstu vikum.
Yfirtökuferlið sé hafið og verið að
vinna þá vinnu sem til þurfi.
Á Leikgarði dvelja nú börn á
aldrinum 2-6 ára. Þar starfa alls
fimmtán starfsmenn, sumir í
hlutastörfum. Af starfsmanna-
hópnum eru átta faglærðir.
„Okkar markmið er að fjölga
plássum fyrir börn yngri en
tveggja ára,“ segir Guðrún. „Það
er alls ekki víst að leikskólinn
verði eingöngu fyrir þann aldurs-
hóp. Við rekum annan leikskóla,
Mánagarð, fyrir börn á aldrinum
2-6 ára og munum skipuleggja
það innanhúss hjá okkur hvort
við höfum öll börnin á einum
skóla eða dreifum þeim á báða.“
„Ég kem til með að hætta,“
sagði einn starfsmanna Leikgarðs,
sem Fréttablaðið ræddi við í gær.
„Þetta hefur með ýmis réttindi og
skyldur að gera, svo sem lífeyris-
sjóðsmál og fleira. Þá verður þetta
ungbarnaskóli, þannig að starfs-
vettvangurinn breytist og vinnu-
veitandinn verður annar.
Það er mjög vel mannað hérna.
Fólkið er að vinna gott starf og
allir eru ánægðir. En nú lítur út
fyrir að við séum að fara að leita
okkur að öðru starfi.“
Ásdís Arnardóttir, foreldri sem
á barn á Leikgarði, segir mikla
óánægju ríkja meðal foreldra
vegna skorts á samráði, upplýs-
ingum um gang mála og fyrirhug-
aðar breytingar á aldurshóp barn-
anna. Hún kveðst nú hafa fengið
inni fyrir sitt barn í Landakots-
skóla. jss@frettabladid.is
LEIKGARÐUR Yfirtaka Félagsstofnunar stúdenta á rekstri leikskólans Leikgarðs er í ákveðnu
ferli, að sögn framkvæmdastjóra. Gert er ráð fyrir að af henni verði í haust.
Leikskólakennarar
hyggjast segja upp
Faglærðir starfsmenn á leikskólanum Leikgarði ætla að hætta störfum ef
Félagsstofnun stúdenta tekur yfir rekstur hans af Reykjavíkurborg. Þá er megn
óánægja í hópi foreldra barna á leikskólanum með fyrirhugaða yfirtöku.
FUGLAFLENSA Rúmlega þrjátíu
sýni sem send voru úr fuglum
hér á landi til Svíþjóðar, til rann-
sóknar á því hvort í þeim fyndist
fuglaflensuveira, reyndust vera
neikvæð. Halldór Runólfsson
yfirdýralæknir sagði að um 31
sýni hefði verið að ræða. Þau
hefðu verið tekin úr tveimur
hröfnum á Höfn í Hornafirð.
þremur stokköndum frá Akur-
eyri, einni álft úr Þykkvabæn-
um, einum sílamávi og 24 svart-
bökum frá Álfsnesi á Kjalarnesi.
Að sögn Halldórs eru stöðugar
sýnatökur í gangi og einhver
sýni til viðbótar nú ytra til rann-
sóknar. - jss
Yfirdýralæknisembættið:
Fuglaflensu-
sýni neikvæð
LÖGREGLUMÁL Lögregla hafði tals-
verðan viðbúnað þegar starfs-
menn Þjóðarbókhlöðu óskuðu
aðstoðar vegna manns sem virtist
ætla að ræna einni af almennings-
tölvum safnsins um miðjan dag í
gær.
Að sögn starfsmanna var ekki
ljóst hvort maðurinn, sem virtist
vera í annarlegu ástandi, ætlaði að
stela tölvunni eða hvort aðeins var
um fikt að ræða en þegar starfs-
menn fóru fram á skýringar lét
hann sig hverfa. Náðist hann
skömmu seinna. - aöe
MIKIL VIÐBRÖGÐ Tveir lögreglubílar þustu
að Þjóðarbókhlöðunni um miðjan dag í
gær vegna ölvaðs manns sem sýndi tilburði
til að ræna einni af almenningstölvum
safnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Uppþot í Þjóðarbókhlöðunni:
Reyndi að
ræna tölvu
Ók á ljósastaur Engin slys urðu á
fólki þegar ökumaður missti stjórn á bíl
sínum í hálku, með þeim afleiðingum
að bíllinn endaði á umferðarljósastaur.
Slysið varð á Nýbýlavegi rétt eftir
klukkan átta í gærmorgun. Engin slys
urðu á fólki.
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra ræddi í gær
stöðuna í öryggis- og varnarmál-
um Íslendinga við Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, en Rasmussen átti
viðkomu á Keflavíkurflugvelli á
leið sinni til Grænlands. „Þetta
varðar öryggi almennt í norður-
höfum. Ráðgert er að loka ratsjá í
Færeyjum og breytingar eru
fyrirhugaðar á Grænlandi. Ég tel
mikilvægt að Danir geri sér grein
fyrir þessari stöðu því hún mun
koma til umræðu innan Atlants-
hafsbandalagsins fyrr eða síðar
þegar línur skýrast.“
Halldór segir að fyrir liggi að
umferð um hafið fari vaxandi og
menn hafi nokkrar áhyggjur af
auknum siglingum með olíu- og
gas. „Það er leitað að olíu við Fær-
eyjar og ætla má að leitað verði
að olíu í kringum Jan Mayen í
framtíðinni, ekki síst í ljósi hækk-
andi olíuverðs. Margir telja að
það sé varanlegt. Þetta er mál
sem kallar á samstarf margra
ríkja.“ Halldór segir að til greina
komi að taka málið upp á leiðtoga-
fundi Eystrasaltsráðsins en hann
verður haldinn í Reykjavík í júní
næstkomandi.
Halldór segist einnig hafa rætt
efnahagsmál við forsætisráð-
herra Dana. „Það er ljóst að
danska ríkisstjórnin fagnar fjár-
festingum Íslendinga í Dan-
mörku.“ - jh
Halldór Ásgrímsson ræddi varnar- og efnahagsmál við Anders Fogh Rasmussen:
Nánari samvinna á döfinni
ANDERS FOGH RASSMUSSEN Dönsk
stjórnvöld eru ánægð með fjárfestingar
Íslendinga í Danmörku.
KJARAMÁL „Það er bara allt í hnút“,
sagði Álfheiður Bjarnadóttir, tals-
maður starfsfólks á dvalar- og
hjúkrunarheimilum, eftir samn-
ingafund í kjaradeilu starfsmanna
sem var haldinn hjá ríkissátta-
semjara í gær. Fulltrúar Eflingar
og Samtaka
fyrirtækja í
heilbrigðis-
þjónustu sátu
fundinn en
reynt er að ná
samkomulagi
fyrir föstudag
til að koma í
veg fyrir að
vikulangt setu-
verkfall skelli á og fjöldauppsagn-
ir fylgi.
Sigurður Bessason, formaður
Eflingar, segir enga niðurstöðu
hafa fengist á fundinum. „Þetta
hefur gengið hægar en menn
reiknuðu með en við setjumst
aftur niður á morgun til að sjá
hvort ekki megi koma málinu í
höfn.“ Sigurður segist vera hóf-
lega bjartsýnn á að niðurstaða
fáist í deiluna fyrir föstudag.
„Þetta mál getur farið á tvo vegu.
Það er ákveðinn hnútur í málinu.“
Kristján Sigurðsson, formaður
samninganefndar Samtaka
fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu,
segir að heilmikið hafi þokast í
samkomulagsátt og bindur vonir
við fundinn í dag sem hefst klukk-
an eitt.
- shá
Samningar starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum:
Kjaradeila í hnút eftir fund
ÁLFHEIÐUR BJARNADÓTTIR Talsmaður starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum segir allt
vera í hnút. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
EGYPTALAND, AP Minnst 22 fórust í
þremur mannskæðum sprenging-
um í ferðamannaborginni Dahab í
Sinai-héraði Egyptalands í gær-
kvöldi. Yfir 150 slösuðust á einu
hóteli, samkvæmt upplýsingum
lögreglu og lækna, en óljóst var
um heildartölu hinna slösuðu
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Sprengjurnar þrjár sprungu í
miðbæ Dahab skömmu eftir myrk-
ur, á tíma þegar götur, verslanir
og veitingastaðir voru yfirfull af
ferðamönnum og heimafólki. Þær
sprungu á hóteli, á lögreglustöð og
á útimarkaði, að sögn sendiherra
Ísraels í Kaíró. - smk
Mannskæðar sprengingar:
Tugir farast í
Egyptalandi
RÚMENÍA, AP Tveir flóðvarnargarð-
ar brustu við Dóná í austurhluta
Rúmeníu í gær og voru hundruð
húsa í hættu af þeim völdum.
Vatnsmagnið í fljótinu hefur aldrei
mælst meira en nú á þessum slóð-
um, skammt frá ósum árinnar við
Svartahaf.
Um 10.000 íbúum á flóðahættu-
svæðinu var í gær gert að yfirgefa
heimili sín, þar á meðal í bæjunum
Bistret og Sarata. Í hafnarborg-
inni Galati mældist vatnsborð
árinnar 6,57 metrar, en það er
einum sentimetra hærra en fyrra
met frá því mælingar hófust, en
það var sett árið 1897. - aa
Flóðin í Dóná:
Þúsundir Rúm-
ena á flótta
ALLT Á FLOTI Íbúar þorpsins Rast í Vestur-
Rúmeníu sigla hjá rústum umflotinna húsa.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SIGURÐUR BESSASON