Fréttablaðið - 25.04.2006, Side 12
12 25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR
NEPAL, AP Nepalskir hermenn
hrundu í gær árás skæruliða maó-
ista í norðvesturhluta landsins. Í
höfuðborginni reyndi óeirðalög-
regla að framfylgja útgöngubanni
fimmta daginn í röð, en með þeim
ráðstöfunum eru stjórnvöld að
reyna að stemma sigu við fjölda-
mótmælum gegn Gyanendra kon-
ungi.
Fimm skæruliðar og einn
stjórnarhermaður féllu í árás
skæruliða á herbúðir og stjórnar-
byggingar i bænum Chautara í
Norðvestur-Nepal í dögun í gær-
morgun, að því er talsmaður varn-
armálaráðuneytisins greindi frá.
Uppreisnarmenn maóista hafa
náð stórum hluta dreifbýlisins í
Nepal á sitt vald á þeim tíu árum
sem þeir hafa háð baráttu sína
gegn konungsstjórninni. Um
13.000 manns hafa látið lífið í átök-
unum á þessu tímabili.
Fjöldamótmæli hafa skekið
höfuðborgina síðustu vikurnar og
hafa hundruð manna særst í átök-
um við óeirðalögreglu. Mótmæl-
endur krefjast þess að Gyanendra
konungur láti af hendi alræðis-
vald það sem hann tók sér snemma
árs í fyrra. Allir stjórnmálaflokk-
arnir og uppreisnarmenn maóista
styðja kröfurnar. - aa
Ekkert lát á ólgunni í Nepal:
Mótmæli þrátt
fyrir útgöngubann
ÓEIRÐIR Í KATMANDÚ Nepalskir drengir leika sér við brennandi vegartálma þar sem mót-
mælendur og óeirðalögregla áttust við í Katmandú í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Virðing
Réttlæti
VR félögum standa til boða um 50 orlofshús
víða um land auk 30 tjaldvagna. Í boði er
vikuleiga eða skammtímaleiga.
Orlofsvikum er úthlutað og sækja þarf
sérstaklega um þær.
Sé um skammtímaleigu að ræða gildir reglan
„fyrstur bókar fyrstur fær.“ Opnað er fyrir
bókanir í skammtímaleigu frá 18. apríl.
Nánari upplýsingar er að finna á www.vr.is, í
VR-blaðinu og í þjónustuveri VR, sími 510 1700.
Orlofshús og tjaldvagnar –
Umsóknarfrestur til og með 26. apríl
Gleðilegt sumar!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
FÆRÐ ÞÚ
200.000 KR.
NÁMSSTYRK?
Glitnir veitir á þessu ári sex félögum
í Námsvild Glitnis 200.000 kr.
námsstyrk.
Það eina sem þú þarft að gera er að
sækja um fyrir 10. maí nk. og þú
gætir hlotið styrk.
Sæktu um núna á
glitnir.is/namsstyrkur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
www.glitnir.is
NÁMSVILD
PAKISTAN, AP Talsmenn Hvíta húss-
ins í Bandaríkjunum segjast full-
vissir um að hljóðupptakan sem
sögð var vera frá Osama bin Laden
og send var út á al-Jazeera sjón-
varpsstöðinni á sunnudag sé ósvik-
in. Á upptökunni hvatti bin Laden
fylgismenn sína til að búa sig
undir langt stríð gegn Vesturlönd-
um.
Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í
gær að þau héldu áfram að leita
að bin Laden og lýstu því jafn-
framt yfir að þau berðust einnig
gegn hryðjuverkum almennt en
einblíndu ekki bara á að finna al-
Kaída-foringjann. Talið er að
hann sé í felum í fjöllum við
landamæri Pakistans og Afgan-
istans. - smk
Orðsending bin Ladens:
Upptakan er
talin ósvikin
OSAMA BIN LADEN Ódagsett mynd af al-
Kaídaforingjanum Osama bin Laden.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BORGARMÁL Vogaskóli og Mennta-
skólinn við Sund eru miðja höfuð-
borgarinnar samkvæmt nýlegum
útreikningum þar að lútandi.
Eigi er langt síðan reiknimeist-
arar komust að því að þungamiðja
búsetu í Reykjavík væri í Fossvogi
og nú er staðfest að miðpunktur
borgarinnar er skólarnir tveir í
Vogahverfinu en fjölmargir hafa
lagt fram fyrirspurnir um þetta á
undanförnum misserum. - aöe
Búið að reikna út hvar miðja Reykjavíkur er:
Vogaskóli nafli borgarinnar
VOGASKÓLI Vegna fjölda fyrirspurna var reiknað út hvar miðja höfuðborgarinnar er. Hún er
við Vogaskóla og Menntaskólann við Sund.