Fréttablaðið - 25.04.2006, Síða 14
25. apríl 2006 ÞRIÐJUDAGUR14
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Carles býr í Gironella sem er fimm
þúsund manna þorp við fjallsrætur
Pýreneafjallanna í Katalóníu. „Ég
vil ekki vera í stórborgarstressinu
þó ég þurfi að kenna bæði í Háskóla
Ramón Llull í Barcelona og svo á
stofnun í Bilbao sem er tileinkuð
kennslu og rannsóknum í tónlistar-
þerapíu. Einnig er ég með skjól-
stæðinga frá stofnunum sem hýsa
fólk sem er andlega og líkamlega
fatlað svo það er mikið flandur á
mér.“
Hvað er tónlistarþerapía?
„Hvað er það fyrsta sem læknir-
inn gerir þegar þú leitar til hans?“
spyr Carles á móti þegar hann er
inntur eftir því hvernig tónlistar-
þerapía virki. „Hann athugar önd-
unina sem er ryþmi, svo púlsinn
sem er ryþmi líka. Eins vinnum
við tónlistarþerapistar með ryþma
líkamanns en hver manneskja
hefur sinn ryþma og ekki nóg með
það heldur víbra líffærin og þess
vegna gefa þau frá sér tón. Það
hefði sennilegast enginn gaman af
því að hlusta á sinfóníuhljómsveit
þar sem fiðlurnar væru falskar og
blástursleikararnir úr takti. Eins
er líkamsstarfsemin ekki heilla-
vænleg þegar allt er á skjön. Í ein-
földu máli sagt verður því tónlist-
arþerapistinn að finna ryþma
skjólstæðings síns og nótu þess líf-
færis sem koma þarf lag á og
reyna svo að stilla líkamann líkt og
hljóðfæri og fá hann til að vinna í
takti. Þetta hefur reynst vel með
Alzheimer-sjúklinga, einhverfa og
aðra sem eiga við andlega sem og
líkamlega fötlun að etja.“
Faðir hans var nuddari og
steppari
Carles er fæddur í Brasilíu en for-
lendrar hans flúðu harðstjórn
Francos og leituðu gæfunnar þar.
Karli föður hans virðist hafa tekist
þokkalega til því um fimm ára
skeið var hann nuddari Pelé hjá
Santos-liðinu á sjötta áratugnum.
En hann var einnig steppdansari
en þar var atvinnuöryggið stop-
ulla. Þegar Carles var fimm ára
fluttu þau svo til Barcelona og
strax þá byrjaði hann að vinna við
tónlist. „Föðurbróðir minn hafði
mikinn áhuga á mexíkóskum
söngvum og fékk hann mig þá,
smápollann, til að vera með í slíku
tríói ásamt einum í viðbót. Seinna
lærði ég svo á gítar en hóf svo nám
í slagverks- og píanóleik.“
Hann hefur einnig samið fjöl-
mörg tónverk og haldið tónleika
víða um Spán.
Lækningamáttur tónlistarinnar
Ekki var þó útrás Carles lokið því
hann fór til Finnlands 18 ára gam-
all þar sem hann spilaði fyrir
hótelgesti. „Það var þar sem ég
fékk áhuga á tónlistarþerapíu enda
sá ég bæði á hótelgestum og starfs-
fólki hvaða áhrif tónlist getur haft
á fólk og langaði mig að rannsaka
þessi áhrif nánar,“ segir hann.
Eftir að hann lauk námi í tónlistar-
þerapíu í Bordeaux í Frakklandi
lék hann um nokkurra ára skeið
fyrir fanga víðs vegar um Spán.
Árangurinn af tónlistarþerapí-
unni leynir sér ekki að sögn Carles
og hefur honum til dæmis tekist að
gera einhverfum manni kleift að
tjá sig sem var fyrirmunað að gera
það áður. „Hann tjáir sig nú með
hljóðum sem við skiljum og um
leið og hann fór að geta það byrj-
aði hann að vera mun virkari í því
sem er að gerast í kringum hann.“
Tónlistarþerapía á Íslandi
Valgerður Jónsdóttir hefur unnið
við tónlistarþeraíu í tuttugu ár hér
á landi. Hún segir sjö kollega vera
virka í Félagi músikþerapista á
Íslandi sem stofnað var árið 1997.
Þessari meðferð er beitt meðal
annars á Unglinga- og barnageð-
deild, Safamýraskóla, og einnig
hefur hún verið notuð á Landakoti
og fleiri stofnunum fyrir líkamlega
og andlega fatlaða. Valgerður sinn-
ir einnig skjólstæðingum sínum á
Tónstofu Valgerðar.
Til er bæði virk meðferð þar
sem skjólstæðingurinn tekur sjálf-
ur þátt með tónlistariðkun og sköp-
un og eins óvirk þar sem þeir þættir
eru alfarið í höndum þerapistans.
jse@frettabladid.is
PELÉ OG GERMAN „BOTAFAGO“ COLLADO
Faðir Carles, German, nuddaði Pelé sjálfan
um nokkurra ára skeið þegar sá síðarnefndi
lék með Santos.
Með taktinn og tónlistina
í öllum skrokknum
Réttu tækin í þrifin
Nilfisk-ALTO háþrýsti-
dælur á tilboðsverði
Nilfisk-ALTO C 100
Þrýstingur: 100 bör
Vatnsmagn: 440 l/klst.
6.888 kr.
Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA
Þrýstingur: 150 bör
Vatnsmagn: 610 l/klst.
48.888 kr.
Vortilboð RVNilfisk-ALTO háþrýstidælur
R
V
62
06
B
Bjarnþór Þorláksson
bílstjóri RV
Tilboðið gildir út maí 2006
eða meðan birgðir endast.
Þau eru misjöfn meðulin sem menn beita til að hjálpa
fólki sem ekki gengur heilt til skógar. Tónlistarþerapist-
inn Carles Perez Collado notar tóna og ryþma og hefur
meðal annars gert málhömluðum kleift að tjá sig. Hann
fæddist í Brasilíu en faðir hans nuddaði sjálfan Pelé um
nokkurra ára skeið.
CARLES PEREZ COLLADO Tónlistarþerap-
istinn er þarna í góðum gír í þorpi sínu
Gironella í Katalóníu. Það getur þó verið
nokkuð langt í vinnu fyrir hann enda kennir
hann bæði í Barcelona og Bilbao. Sjálfur
leikur hann á píanó og slagverk og hefur
haldið tónleika víða um Spán.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
DANSAÐ Í HONG KONG Þeir voru ekkert
sérstaklega frýnilegir þessir dansarar sem
fögnuðu afmæli gyðjunnar Tin Hau. Hún
verndar sjómenn samkvæmt taóískri trú og
því eins gott fyrir sjósæknar þjóðir að halda
við hana góðum tengslum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fnykur á Klaustri
„Maður finnur enga lykt en
á Klaustri er víst ógurleg
stækja.“
ODDSTEINN KRISTJÁNSSON BÓNDI
Í HVAMMI Í SKAFTÁRTUNGU UM
AFLEIÐINGAR SKAFTÁRHLAUPS.
FRÉTTABLAÐIÐ.
Skopleg
hægrimennska
„Davíð barði niður frjáls-
hyggjuliðið. Gerði það
handgengið sér þannig að
hægrimennskan breyttist í
skoplegan átrúnað á Davíð
sjálfan.“
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
Í TÍÐ DAVÍÐS ODDSSONAR.
MORGUNBLAÐIÐ.
„Það er ýmislegt að frétta enda verður maður
að hafa sig allan við og bjarga sér þegar
atvinnuástandið er í svo mikilli lægð eins og
nú er hér á Hvammstanga,“ segir Hólmfríður
Bjarnadóttir, atvinnurekandi, ferðafrömuður
og verkalýðskona. Nýverið var öllu starfsfólki
rækjuverksmiðjunar Meleyrar sagt upp en
einnig hefur prjónastofa bæjarins verið lögð
niður og svo kom til uppsagna hjá Kaupfélagi
Vestur-Húnvetninga fyrir skömmu.
„Við erum með eina selaskoðunarbát
landsins, Ákann, en við byrjuðum á því í fyrra
að fara með ferðamenn í skoðunarferðir. Yfir-
leitt var nóg um sel svo engum varð um sel en
svo kom fyrir að hann væri upptekinn og léti
ekki sjá sig. Í sumar þegar Selasetrið tekur til
starfa verða selskoðunin og setrið rekin saman
svo við erum í fullum undirbúningi.“
Fyrir utan það að vera með eina selaskoð-
unarbátinn er hún eini rörbútaframleiðandinn
hér á landi. „Það voru tvær slíkar verksmiðjur
hér á landi en þegar þær hættu rekstri keypt-
um við vélar og tæki af þeim báðum. Nú erum
við, ég og maðurinn minn, með þetta úti í
bílskúr og seljum svo afurðina í byggingavöru-
verslanir og þetta gengur bara ágætlega.“
Hvað verkalýðsmál áhrærir segir Hólm-
fríður, sem einnig starfar í Stéttarfélaginu
Samstöðu, að menn bindi nú vonir við það að
Fæðingarorlofssjóði verði fundinn staður við
Húnaflóann og að Hvammstangi fái nokkur
stöðugildi þar með. „Einnig fylgjumst við
spennt með viðræðum ófaglærðra á
hjúkrunarstofnunum en það eru tvær
heilbrigðisstofnanir í Húnavatnssýsl-
um,“ segir hún en setur svo vélina
einstöku í gang og fer að snitta
rörbúta.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HÓLMFRÍÐUR BJARNADÓTTIR ATVINNUREKANDI Á HVAMMSTANGA
Sú eina með rörbútavél og selabát