Fréttablaðið - 25.04.2006, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 25. apríl 2006 3
OF STUTTUR EÐA OF LANGUR TÍMI
Á MILLI BARNEIGNA EYKUR LÍKUR Á
VANDAMÁLUM HJÁ SEINNA BARNI.
Samkvæmt rannsókn sem
gerð var nýlega geta lang-
ar sem skammar pásur á
milli barneigna aukið líkur
á heilsufarsvandamálum
hjá því barni sem kemur
eftir slíkt hlé. Of stutt hlé
er talið minna en tvö ár
og of langt meira en fimm
ár. Í rannsókninni var
notast við 67 áður gerðar
rannsóknir á yfir ellefu
milljónum barnsburða.
Í rannsókninni kom fram
að ef hlé væri minna
en átján mánuðir ykist
hættan á fæðingu fyrir
tímann um tæplega tvö
prósent fyrir hvern mánuð, hættan á
of lágri fæðingarþyngd um 3,3 pró-
sent og að barnið væri of lítið miðað
við þroskastig um 1,5 prósent
fyrir hvern mánuð sem hléið
var stytt.
Ef hins vegar of langt hlé
væri tekið myndu líkurnar á
fæðingu fyrir tímann aukast
um tæplega 0,6 prósent,
að barnið yrði of létt við
fæðingu um 0,9 prósent og
að það yrði of lítið miðað við
þroskastig um 0,8 prósent
fyrir hvern mánuð sem hléið
var lengt.
Ekki þykir þó mikil ástæða
til að hafa áhyggjur þar sem
læknar eiga að geta veitt rétta
umönnun til að koma í veg
fyrir þessa þætti.
(www.bbc.co.uk/health)
Hlé milli barneigna
Hæfileg pása á milli
barneigna er tvö til
fimm ár samkvæmt
nýjustu rannsóknum.
Notkun þunglyndislyfja í
Bretlandi hefur aukist um 120
prósent síðustu áratugi.
Samkvæmt könnun enska blaðsins
The Independent sem birtist á
páskadag hefur notkun þunglynd-
islyfja þar í landi aukist um meira
en 120 prósent á síðustu áratugi.
Út af þessari miklu aukningu og
þeirri staðreynd að um þrjár og
hálf milljón Breta þjáist af þung-
lyndi og kvíða vilja sérfræðingar
innan heilbrigðiskerfisins endur-
skoða meðferðarúrræði í landinu.
Ríkisstjórn Englands hyggst
bregðast við áhyggjum lækna sem
segjast verða að skrifa upp á svo-
kallaðar „gleðipillur“ sem næst-
besta úrræðið við snarauknu
þunglyndi og kvíða í landinu. Bið-
listar hjá meðferðaraðilum innan
heilbrigðiskerfisins eru oft á
tíðum allt að tvö ár og ná þeir því
engan veginn að taka á móti öllum
sem á þyrftu að halda. Heilbrigð-
isráðherra Bretlands, Patricia
Hewitt, mun kynna róttæka aukn-
ingu á samtalsmeðferðum sem
mótvægi við lyf eins og Prozac
sem mun kosta heilbrigðiskerfið
meira en 400 milljón pund á ári.
Heilbrigðisráðherrann telur að
milljónir einstaklinga með milt
eða miðlungs þunglyndi geti lært
að lifa hamingjusamari lífi án þess
að treysta á lyf.
Talið er að nýja kerfið verði
prufukeyrt á tveimur svæðum
sem hafa sérstaklega hátt hlutfall
fólks á örorkubótum en þriðjung-
ur þess er talinn þjást af þung-
lyndi. Frétt af www.persona.is
Þunglyndi Breta eykst
Margir Bretar þjálst af þunglyndi
Niðurstöður rannsóknar á
vegum Lýðheilsustöðvar og
Háskólans á Akureyri verða
kynntar á Hótel KEA í dag
klukkan 14.30.
Alþjóðlega rannsóknin Heilsa og
lífskjör skólanema var lögð fyrir
þrettán þúsund íslensk ungmenni
á aldrinum tólf til sextán ára nú í
febrúar og mars. Um fjörutíu lönd
tóku þátt í könnuninni og meðal
þess sem ungmennin voru spurð
um var lífstíll, næring, hreyfing,
félagsleg tengsl og ýmis áhættu-
hegðun eins og neysla vímuefna
og áhætta í kynlífi. Fyrstu niður-
stöður ransóknarinnar, sem gerð
var á vegum Lýðheilsustöðvar og
Háskólans á Akureyri, liggja nú
fyrir og verða kynntar á fundi á
Hótel KEA í dag klukkan 14.30.
Lífskjör
skólanema
Niðurstöður rannsóknar á heilsu og lífs-
kjörum skólanema verða kynntar á Hótel
KEA í dag.
����������
Heitustu vörurnar
Verslun Vítamin.is - Ármúla 32
s. 544 8000 • Opið mán-fös 10-18 & laug 11-15
Verslun Vítamin.is - Gránufélagsgötu 4 (JMJ Húsi)
s. 466 2100.
Opið mán-fös 16-18.30 & laug 11-13.
3.600kr
5.900kr 3.900kr