Fréttablaðið - 25.04.2006, Síða 40
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
Ég fór á þessa mynd með gjör-
samlega engar væntingar en náði
þó að verða fyrir vonbrigðum.
Sem er ekki gott. Hún fjallar um
Paulu, sem sérhæfir sig í því að
hjálpa ósjálfstæðum mönnum
sem búa hjá foreldrunum að
fljúga úr hreiðrinu. Það eru for-
eldrarnir sem ráða hana og hún
heillar mömmustrákana upp úr
skónum, þykist vera kærasta
þeirra og í flestum tilvikum tekst
henni vel upp og fær skjólstæð-
inginn til að flytja að heiman.
Hins vegar er annað uppi á ten-
ingnum þegar hún kynnist Trip,
þar sem hann er svo ómótstæði-
lega heillandi karakter (hahaha)
að hún ræður ekki við sig heldur
verður ástfangin af honum og
setur það strik í reikninginn.
Aðalhlutverkin leika þau
Sarah Jessica Parker (S.A.T.C.
vinkona mín sem veldur mér
sífelldum vonbrigðum með verk-
efnavali sínu) og Matthew
McConaughey. Þau standa sig
ágætlega sem ástfangið par í
þessari mynd þó að afbrigðilegur
húðlitur og tannlitur þeirra hafi
haft truflandi áhrif á mig en þau
eru á litinn eins og appelsínur
með sjálflýsandi tennur alla
myndina.
Söguþráðurinn er hinn hörmu-
legasti og gerður enn hörmulegri
af handritshöfundum með því að
bæta inn fáránlegu dýragríni
með reglulegu millibili. Þarna
koma við sögu árásargjarn
höfrungur, íkorni og hermikráka
svo eitthvað sé nefnt og gera
þessir litlu aukaleikarar það að
verkum að myndin verður heldur
lélegri en hún hefði getað orðið.
Það er mér óskiljanlegt hvers
vegna ekki er hægt að gera
gamanmynd í dag án þess að
bæta einhverjum ólukkans fífla-
látum í hana. Hér er ég til dæmis
að hugsa til ógeðsmyndanna Meet
the Parents og Meet the Fuckers
en þessi mynd er af sama sauða-
húsinu þó svo að kjánaskapurinn
sé kannski heldur minni hér.
Ef ekki væri fyrir allt dýra-
glensið hefði myndin verið vel
þolanleg og jafnvel bara pínu
skemmtileg. Þarna má alveg
finna nokkra brandara sem hægt
er að hnussa við ef vel er leitað.
Zooey Deschanel er ágæt í sínu
hlutverki og Sarah er náttúrlega
voða sæt. Það er því ekki ólíklegt
að þeir áhorfendur sem þjást
ekki af krónískum aulahrolli yfir
dýragríninu muni jafnvel hafa
gaman af þessari mynd.
Að lokum vil ég biðja bíóaug-
lýsinga-lesara um að hætta að
kalla myndina „Failure to Lunch“
í auglýsingunum. Myndin fjallar
ekki um misheppnaðan hádegis-
verð og þessi rangi framburður
lesaranna gæti því valdið
nokkrum misskilningi. Í rauninni
ætti myndin að heita „Failure to
Make a Good Romantic Comedy“
en það er kannski óþarfi að fara
nánar út í það.
Borghildur Gunnarsdóttir
Misheppnuð gamanmynd
FAILURE TO LAUNCH
LEIKSTJÓRI: TOM DEY
AÐALHLUTVERK: SARAH JESSICA PARKER,
MATTHEW MCCONAUGHEY, KATHY BATES,
ZOOEY DESCHANEL.
Niðurstaða: Ef ekki væri fyrir allt dýraglensið
hefði myndin verið vel þolanleg og jafnvel
bara pínu skemmtileg. Þarna má alveg finna
nokkra brandara sem hægt er að hnussa við
ef vel er leitað. Það er því ekki ólíklegt að þeir
áhorfendur sem þjást ekki af krónískum aula-
hrolli yfir dýragríninu muni jafnvel hafa gaman
af þessari mynd.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa um skeið stað-
ið fyrir reglulegum kvikmynda-
sýningum í Alþjóðahúsinu. Í
kvöld sýnir Amnesty sænsku
myndina „Born Slave“ sem fjall-
ar um þrælahald í Máritaníu, sem
er eitt af Vestur-Afríkuríkjunum
og liggur að Senegal. Þrælahald
var afnumið í landinu samkvæmt
lögum árið 1981 en tíðkast þar
enn í miklum mæli. Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri
Amnesty á Íslandi, segir að allt
að áttahundruð þúsund til milljón
manns séu enn í dag í haldi Mára,
frumbyggja Márítaníu. „Myndin
byggir á viðtölum við fólk sem
tekist hefur að losna undan
þrælahöldurum og segir fólkið
frá aðstæðum sínum og aðbúnaði
á þeim tíma sem það var í haldi.“
Jafnframt er rætt við fólk sem
vinnur að mannúðarmálum á
svæðinu en samtökin SOS-
Slavery eru meðal þeirra frjálsu
félagasamtaka sem hafa unnið að
því að aðstoða fólk við að losna úr
prísundinni og hjálpa því að hefja
nýtt líf. „Annars er hugmyndin
að þessarri sýningu sú að benda á
hversu gífurlega fyrirferðar-
mikið þrælahald eða form af
þrælahaldi, svo sem mansal og
vændi, er víða, til dæmis í Vestur-
Afríku, í Suður-Ameríku, Asíu og
Austur-Evrópu,“ útskýrir
Jóhanna.
Hún mun halda erindi um mál-
efni Márítaníu áður en myndin
hefst en sýningin byrjar kl. 20.
Aðgangur er öllum opinn. - bb
Nútímaþrælahald
JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI AMNESTY INTERNATIONAL Mannrétt-
indasamtökin Amnesti International sýna í kvöld mynd um þrælahald. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA
ÞAÐ SKPTIR ENGU MÁLI HVERSU
GOTT PARTÍIÐ ER EF ÞAÐ
ENDAR ÖMURLEGA
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
PÁSKAMYNDIN 2006
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
STÆRSTA MYND ÁRSINS
- VJV, Topp5.is
- HJ MBL
RANGUR TÍMI, RANGUR
STAÐUR, RANGUR MAÐUR
42.000 MANNS
Á AÐEINS 18 DÖG
UM!
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
- JÞP Blaðið
ÓHUGNANLEGASTA
MYND ÁRSINS!
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
HVAÐ SEM ÞÚ GERIR,
EKKI SVARA Í SÍMANN!
- LIB, Topp5.is
- Dóri DNA, DV
- DÖJ, Kvikmyndir.com
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
DYRAVERÐIR VIÐ SALINN!
THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 kl. 6 og 8 M/ENSKU TALI
ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI
WHEN A STRANGER CALLS kl. 10 B.I. 16 ÁRA
THE HILLS HAVE EYES kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI
LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5.30
WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
THE HILLS HAVE EYES kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 4, 6, 8 og 10
ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6
DATE MOVIE kl. 4, 6 og 10 B.I. 14 ÁRA
„MANNSKEMMANDI HRYLLINGSMYND“ K.M. - BIO.IS
„HREINN VIÐBJÓÐUR“ H.Þ.A. - BIO.IS
,,HOSTEL ER EINS OG DRAUMALANDIÐ Í SAMANBURÐI VIÐ THE HILLS HAVE EYES” J.G.G. SENA
ALLRA SÍÐUSTU S
ÝNINGAR