Fréttablaðið - 25.04.2006, Page 41
Breska blaðið News of the World
birti á sunnudaginn viðtal við
fyrirsætuna Jenny Shimizu, sem
upplýsti að hún hefði átt í eldheitu
ástarsambandi við poppdrottning-
una Madonnu. Shimizu var einnig á
síðum blaðsins fyrir viku þegar
hún sagðist hafa verið kærasta
leikkonunnnar Angelinu Jolie og
tjáði blaðamanni að Jolie yrði
aldrei jafn hamingjusöm og þær
voru. „Marga karlmenn dreymir
um að komast í kynni við þær tvær
en ég lét drauminn rætast,“ sagði
Shimizu, nokkuð kokhraust.
Viðtalið er nokkuð svæsið og er
hvergi dregið undan í kynlífslýs-
ingunum. „Hún sá mig í tónlistar-
myndbandi og vildi fá að hitta mig
í einrúmi,“ segir Shimizu. „Hún
bauð mér síðan í kvöldmat en þar
gerðist ekkert. Við fundum hins
vegar báðar fyrir miklum straum-
um,“ bætir Jenny við en hún er
gift Rebeccu Loos, sem komst í
heimsfréttirnar eftir að í ljós kom
að hún hafði verið viðhald knatt-
spyrnukappans David Beckham.
„Við hittumst síðan aftur í teiti og
þá hafði ég á tilfinningunni að við
myndum eyða nóttinni saman,“
segir Jenny og viðurkenndi að hún
væri mikill aðdáandi Madonnu.
„Ég hef horft á myndböndin henn-
ar frá fjórtán ára aldri og alltaf
viljað sofa hjá henni,“ útskýrir
Jenny í viðtalinu. Þær hafi síðan
átt nokkrar funheitar nætur saman
á hótelherbergjum í kjölfarið.
„Þetta var ekki tilfinningalegt
heldur var ég kynlífsþrællinn
hennar.“
Kynlífsþræll Madonnu
JENNY SHIMIZU Hefur upplýst að hún hafi
átt í eldheitu ástarsambandi við Mad-
onnu en í síðustu viku komst Shimizu á
forsíðurnar eftir að hafa sagt frá átta ára
sambandi sínu við Angelinu Jolie.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
MADONNA OG GUY RITCHIE Ekki er vitað
hver viðbrögð Guy voru við fréttum blaðs-
ins News of the World um meint ástarsam-
band eiginkonu hans við Jenny Shimizu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Árið 1996 lagði strákasveitin Take
That upp laupana eftir að hafa tryllt
ófáar unglingstúlkur með sykur-
sætu útliti og þaulæfðum danspor-
um. Tíu árum síðar eru strákarnir
komnir aftur saman og voru fyrstu
tónleikarnir í Newcastle en þeir
mörkuðu upphaf tónleikaferðar um
Bretland. Ástæða þess að Take That
hætti á sínum tíma var stöðugt
ósætti forsprakkans Gary Barlow
og Robbie Williams en sá síðar-
nefndi þótti nokkuð ódæll og hallur
undir margvísleg vímuefni, sem
samræmdist ekki ímynd sveitar-
innar. Þegar Williams hóf sinn eigin
tónlistarferil nýtti hann vinsældir
sínar óspart til að skjóta á Barlow,
sem náði sér engan veginn á strik
eftir að Take That hætti störfum.
Stríðsöxin virtist hins vegar hafa
verið grafin að hluta á tónleikunum
því Williams birtist sem þriggja
metra há heilmynd á sviðinu og
söng með sveitinni í laginu Could It
Be Magic.
Robbie með Take That
TAKE THAT Strákasveitin kom saman að nýju í Newcastle á sunnudagskvöldið og söng
sjálfur Robbie Williams með en eingöngu sem heilmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
ÞAÐ SKPTIR ENGU MÁLI HVERSU
GOTT PARTÍIÐ ER EF ÞAÐ
ENDAR ÖMURLEGA