Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 2
2 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 LÖGREGLA Þjófur skyldi teygjuna úr nærbuxunum sínum eftir í glugga sem hann hafði spennt upp og farið inn um, í myndbandaleiguna Bón- usvídeó við Grundarstíg í Þingholt- unum. Hann stal sígarettum. Glugginn sem hann spennti upp til innbrotsins var einungis þrjá- tíu sentimetrar á hæð og breidd. Lögreglan í Reykjavík segir að þótt opið sé lítið sé ekki hægt að útiloka að fullorðinn maður hafi verið að verki. Vegfarandi kom auga á þjófinn á útleið og lét lög- reglu vita, en klukkan var fjögur um nótt. Lögreglan segir teygjuna og gluggastærðina þrengja mjög leitina að þjófinum. - gag Innbrot í myndbandaleigu: Leitað að laus- girtum þjófi VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur ákveðið að selja hlut sinn í sænska fjármálafyrirtækinu Carnegie. Deutsche Bank mun sjá um söl- una til alþjóðlegra fjárfesta. Gera má ráð fyrir að bankinn fái um 24 milljarða fyrir hlut sinn í bankan- um og hagnaðurinn nemi um tólf milljörðum króna sem er álíka mikið og bankinn greiddi fyrir verðbréfafyrirtækin Kepler og Merrion á síðasta ári. Hagnaður bankans yrði þá svip- aður og hagnaður FL Group af sölu hlutar í easyJet sem var annar mesti innleysti hagnaður íslenskrar viðskiptasögu. Hækk- anirnar hafa gert yfirtöku minna fýsilega fyrir Landsbankann. Bankinn eignaðist hlutinn í ágúst í fyrra og hefur verðmæti hans ríflega tvöfaldast frá þeim tíma. - hh Landsbankinn: Vill selja hlut sinn í Carnegie VARNARMÁL Geir H. Haarde, utan- ríkisráðherra, hélt til Búlgaríu í gærkvöldi. Þar hittast utanríkisráð- herrar Atlanthafsbandalagsland- anna, NATO, í dag og hefst fundur þeirra klukkan fjögur að búlgörskum tíma. Hvorki íslenska né bandaríska sendi- nefndin sem ræddu um varnir Íslands vildu láta hafa nokk- uð eftir sér eftir fjögurra klukku- stunda fund þeirra í gær. Seinni fundurinn verður í dag. Drög að hervörnum voru rædd á fundinum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður Geirs og nefndar- maður í viðræðunum, segir fund utanríkisráðherranna einn af reglu- legum fundum þeirra. Spurð um hvort varnarmálin yrðu rædd eða hvort óformlegir fundir færu fram sagði hún: „Það eina sem ég get sagt er að þessi mál eru ekki á dagskrá og ekkert hefur verið skipulagt í kringum það.“ Halldór Blöndal, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, segir nefndina koma saman á laugardag. Geir sitji fundinn og greini henni frá niðurstöðum varnarviðræðnanna og því sem rætt verður meðal utanrík- isráðherranna í Búlgaríu. - gag/jh Fyrri fundi Íslands og Bandaríkjanna um varnir landsins lokið: Geir farinn á NATO fund GEIR H. HAARDE VIÐ UPPHAF FUNDAR Þrettán Bandaríkja- menn og níu Íslendingar skipa nefndirnar tvær sem ræða um breyttan varnarsátt- mála. Carol van Voorst sendiherra fer fyrir þeirri bandarísku og situr hér fyrir miðju. Albert Jónsson, gegnt henni, fer fyrir þeirri íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. VARNARMÁL Varnarmálanefnd hefur aðeins einu sinni komið saman til fundar frá því í maí árið 2003. Samanlagður kostnaður við nefndina undanfarin þrjú ár nemur engu að síður nærri sex milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann spurðist fyrir um nefndina vegna væntanlegrar brottfarar varnarliðsins. Sex manns eiga sæti í nefnd- inni en hún var upphaflega skipuð árið 1951 og er vettvangur sam- skipta við varnarliðið. - jh Spurt um varnarmálanefnd: Dýr fundur um varnarmál SAMGÖNGUR Fyrsti kostur er að leggja Sundabraut í jarðgöngum undir Kleppsvík. Þetta varð niðurstaða samráðs- hóps um lagninu Sundabrautar sem samþykkti í gær tillögu um hönnun, rannsóknir og kostnaðarmat á slík- um göngum. Þau yrðu lögð frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi að Laugarnesi. Formaður hópsins er Dagur B. Eggertsson, en auk hans er hópurinn skipaður fulltrúum borgarstjórnar, Vegagerðarinnar, Faxaflóahafna og íbúasamtaka í Laugardal og Grafar- vogi. Tillagan um jarðgöngin var samþykkt einróma. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði á Alþingi í gær að hann vildi láta kanna í fullri alvöru mögu- leika á að hefja gerð Sundabrautar frá syðri munna Hvalfjarðarganga að þeim stað sem Sundabraut þverar Kollafjörð. „Misseri eftir misseri eru sam- gönguyfirvöld dregin á svari um það hvar Sundabraut megi liggja yfir Kleppsvíkina.“ Sturla sagði að Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- ráðs borgarinnar, héldi því fram að tafir væru vegna óvissu um fjár- mögnun verksins. „Þetta er auðvitað alger fyrra... Það er leitt til þess að hugsa að hugtakið dagsatt fái nýja og miður góða merkingu þessa dag- ana.“ Sturla sagði að með þvi að hefja verkið á Kjalarnesi kæmist umferð- aröryggi þar í gott horf, en það var tilefni umræðunnar á Alþingi í gær. Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, sagði að samgönguráðherra Sjálf- stæðisflokksins hefði fyrst og fremst varið skattfé því sem af höfuðborg- arsvæðinu kæmi til vegafram- kvæmda á landsbyggðinni. „Hann gengur trúlega frá samningi um Héðinsfjarðargöngin eftir helgi,“ sagði Helgi. „Sannleikurinn er sá að Reykja- víkurborg hefur verið í gíslingu andúðar samgönguráðherra og Sjálf- stæðismanna að því er varðar vega- framkvæmdir innan Reykjavíkur,“ sagði Atli Gíslason, vinstri grænum. Dagur B. Eggertsson segir ummæli samgönguráðherra ósmekk- leg og furðulega tímasett. Honum væri nær að tryggja fjármögnun Sundabrautar en láta af hótunum um að senda borgarbúum reikninginn ef ekki verði valinn ódýrasti kosturinn. Um þann kost verði aldrei sátt. johannh@frettabladid.is Vilja að Sundabraut verði í jarðgöngum Samráðsnefnd samþykkti í gær að mæla með því að leggja Sundabraut frá Laugarnesi í jarðgöngum yfir í Gufunes. Samgönguráðherra undrast tafir af hálfu borgarinnar og vill hefja framkvæmdir Sundabrautar á Kjalarnesi. LIKAN AF SUNDABRAUT YFIR KLEPPSVÍK Engin sýnileg samgöngumannvirki yrðu yfir Kleppsvíkina í Gufunes ef Sundabraut verður lögð í göngum úr Laugarnesi. DAGUR B. EGGERTS- SON STURLA BÖÐVARSSON SPURNING DAGSINS? Stefán Máni, ertu forlagatrú- ar? Já, ég trúi á hið góða í forlaginu. Rithöfundurinn Stefán Máni skipti um forlag en hann gaf áður út bækur sínar hjá Eddu útgáfu en hefur nú gengið frá samningi við JPV útgáfu. FJÖLMIÐLAR Dagablaðasafnið sem 365 gaf Landsbókasafni Íslands var lengi vel í eigu Sveins R. Eyjólfs- sonar, fyrrverandi útgefanda Vísis. Safnið inniheldur öll tölublöð Vísis, Dagblaðsins, Þjóðviljans, Tímans og Morgunblaðsins frá síð- ustu öld. Uppistaðan í safninu er sögufrægt safn Böðvars Kvaran en Sveinn eignaðist það í kringum 1970. Safnið var þá óinnbundið en Sveinn sá til þess að blöðin yrðu bundin inn og frá þeim gengið með snyrtilegum hætti. 365 eignaðist safnið í framhaldi af kaupum á DV. - mh Sveinn R. Eyjólfsson fyrrverandi blaðaútgefandi: Byggði safn dagblaða upp BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í vik- unni að hann myndi tímabundið rýmka lög um náttúruvernd vegna bensínframleiðslu og -notkunar í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að lækka kostnað neytenda við eldsneytiskaup. Bush sagði það varða þjóðarör- yggi að gera Bandaríkin minna háð innflutningi á olíu, en þau flytja inn um 60 prósent olíuþarf- ar sinnar. Hann hvatti þingmenn til að breyta skattalögum þannig að almenningur eigi hægara með að kaupa sér bifreiðar sem ganga fyrir öðru eldsneyti en bensíni, svo sem etanóli. - smk Bandaríkjaforseti: Bensínið fram yfir umhverfið GEORGE W. BUSH Bandaríkjaforseti lofaði að lækka umhverfisstaðla vegna bensín- kostnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MORÐMÁL Lögreglan í El Salvador handtók fjóra menn þann 4. apríl sem grunaðir eru um morðin á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Sal- inas Jovel í febrúar síðastliðnum. Við handtökuna upphófst skot- bardagi þar sem lögreglumaður frá ferðamannalögreglunni lést auk þess sem lögreglumaður og einn hinna handteknu særðust. Grunur lögreglunnar vaknaði þegar til fjórmenninganna sást á bíl sem var með sama bílnúmeri og sá sem þau Jón og Brenda voru flutt í áður en þau voru myrt, að sögn Salvador Martínez, upplýs- ingafulltrúa lögreglunar. Lögregl- an hafði veitt þeim eftirför áður en til handtöku kom. Mennirnir eru einnig grunaðir um mannrán og önnur rán. - jse Morðrannsókn í El Salvador: Fjórir verið handteknir Slys í Hvalfjarðagöngum Bílslys varð í Hvalfjarðagöngum um hálfníu- leytið í gærkvöldi. Lögregla, sjúkrabíll og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki ljóst hversu alvarlegt slysið var. LÖGREGLUFRÉTT SVEINN R. EYJÓLFSSON Fyrr- verandi útgefandi Vísis safnaði íslenskum dagblöðum í áratugi. BAUGSMÁLIÐ Ný ákæra í Baugsmál- inu verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Saksóknari mun leggja fram frekari gögn með þeim 19 ákærulið- um sem munu fara fyrir dóm. Þeirra á meðal verða gögn frá skattrann- sóknarstjóra. Jón Ásgeir Jóhannes- son, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger eru bornir sökum í málinu, en það er reist á ákæruat- riðum sem dómstólar höfðu áður vísað frá. Sex ákæruliðir úr fyrra Baugsmálinu eru enn fyrir Hæsta- rétti og óljóst hvort dómur verður upp kveðinn fyrr en eftir réttarhlé í sumar. - mh Baugsmálið: Ný ákæra þingfest í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.