Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 4
4 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikritahöfundur 3 sæti „ Látum verkin tala í málefnum aldraðra og öryrkja.“ ALDRAÐIR Siv Friðleifsdóttir heil- brigðisráðherra áætlar að kostn- aður við að byggja 380 hjúkrunar- rými fyrir aldraða, og svara þannig brýnni þörf, sé hátt í sex milljarðar króna. Dvalarrými aldraðra í landinu eru 3.470 en þar af eru 2.700 eigin- leg hjúkrunarrými. Í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi við spurningum Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni, kom fram, að stofnkostnaður við hvert rými væri um 15 milljónir króna. Árlegur rekstrarkostnaður 380 viðbótarrýma er áætlaður um tveir milljarðar króna en 5,5 milj- ónir króna kostar að reka hvert rými á ári. Björgvin skoraði á heilbrigðis- ráðherra að beita sér fyrir því að öldrunarmál yrðu flutt til sveitar- félaga líkt og gert var við grunn- skóla landsins fyrir 11 árum. Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingunni, spurði hvort ráðherra hefði beitt sér fyrir því að fjár- málaráðuneytið notaði ekki fram- kvæmdafé fyrir öldrunarrými í rekstur þeirra. Siv svaraði að æ minna hlutfall framkvæmdafjárins færi í rekstr- arkostnað hjúkrunarheimila aldr- aðra. Hún sagði æskilegt að hafa öldrunarþjónustuna á einni hendi en að svo stöddu væri ekki gert ráð fyrir að gera fleiri þjónustu- samninga. - jh Heilbrigðisráðherra segir brýna þörf á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða: 380 rými kosta sex milljarða SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Um 18 milljarða króna kostar ár hvert að reka öll hjúkrunar- rými fyrir aldraða í landinu, segir Siv. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 26.04.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 74,88 75,24 Sterlingspund 133,6 134,24 Evra 92,95 93,47 Dönsk króna 12,457 12,529 Norsk króna 11,874 11,944 Sænsk króna 9,97 10,028 Svissneskur franki 58,94 59,26 SDR 109,4 110,06 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,2496 KJARAMÁL Stjórn dvalar- og hjúkr- unarheimilanna Eirs og Skjóls í Reykjavík hafa náð samkomulagi við ófaglært starfsfólk sitt um launahækkanir. Laun verða hækk- uð til samræmis við starfsfólk Reykjavíkurborgar, eins og barist hefur verið fyrir í rúman mánuð. Hækkanirnar verða allar komnar til framkvæmda í nóvember. Boð- uðu setuverkfalli á heimilunum tveim, sem átti að hefjast á mið- nætti, hefur verið aflýst. Inga Kristín Gunnarsdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks, segir að tilboð stjórnarinnar hafi verið samþykkt einróma á fjölmennum fundi klukkan hálf þrjú í gær. „Það er þungu fargi af okkur létt þar sem baráttu okkar er lokið með góðri niðurstöðu. Við sendum jafn- framt félögum okkar sem standa í þessari baráttu áfram okkar bestu kveðjur.“ Fundir starfsfólks með stjórn- endum á öllum heimilunum fjór- tán, sem eiga hlutdeild að kjara- deilunni, voru haldnir í gærdag. Starfsmenn annarra heimila fengu ekki tilboð um að launahækkunum yrði flýtt eins og hjá Eir og Skjóli, og ræðst í atkvæðagreiðslu á fjöldafundi í dag hvort setuverk- fall hefst á miðnætti. Stjórn SFH ákvað einhliða að hækka laun starfsfólks 14 hjúkrunarheimila á þriðjudag. Hækkanirnar koma til framkvæmda á átta mánaða tíma- bili fram til 1. janúar 2007 sem samninganefnd starfsfólks telur með öllu óásættanlegt. Fram- kvæmd hækkananna er samhljóða tilboði launanefndar SFH sem varð til þess að upp úr viðræðum slitnaði á síðasta fundi. Samninga- nefnd starfsfólks fór fram á að hækkanirnar kæmu til fram- kvæmda 1. maí, 1. ágúst og yrði lokið 1. október. Í yfirlýsingu samninganefndar starfsfólks var af þeirra hálfu einnig gerð krafa um þriggja og fimm ára starfsald- urshækkanir og að þeir lægst launuðu yrðu færðir ofar í launa- flokk. Þessari kröfu var hafnað alfarið. Fyrirhuguð setuverkföll ná til eftirfarandi heimila: Áss, Grund- ar, Hrafnistu í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilisins, Skógarbæjar, Sóltúns, Sunnuhlíð- ar, Víðiness og Vífilstaða. Hvorki náðist í Sigurð Helga Guðmundsson, forstjóra hjúkrun- arheimilanna Eirs og Skjóls, né Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúa og formann stjórnar, í gærkvöldi. svavar@frettabladid.is Tvö heimili sömdu í gær en tólf eru eftir Stjórn dvalarheimilanna Eirs og Skjóls sömdu við skjólstæðinga sína í gær. Starfsfólk tólf heimila ákveða á fundi í dag hvernig bregðast skal við launa- hækkun stjórnar SFH. Setuverkföll eru talin líkleg. Uppsagnir eru hafnar. FRÁ EIR Vistmenn á dvalarheimilunum Eir og Skjóli geta andað léttar því boðuðu setu- verkfalli hefur verið aflýst eftir að samkomulag náðist í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SKAFTÁRHLAUP Mikið landrof varð við Ása í Skaftárhlaupinu eins og sjá má á þessari mynd en fyrir hlaup var öll kirkjugarðsgirðing- in á föstu landi en nú hangir hluti hennar í lausu lofti. „Landrofið er alltaf mikið og það er ekki langt í að jarðneskar leifar forfeðra minna verða komn- ir út í á,“ segir Halldór Magnús- son, bóndi frá Ytri-Ásum. Hann segir náttúrunni ekki einni um að kenna. Á sjötta áratugnum var Ásakvíslum, sem voru margar árkvíslar, veitt í Ásavatn, sem sést á myndinni, til að hagræða við brúargerð. Þá tvöfaldaðist vatnsmagn þess. - jse Afleiðingar Skaftárhlaups: Landrof þrengir að kirkjugarði HALLDÓR MAGNÚSSON Kirkjugarðurinn við Ása er kominn á ystu nöf og hefur bóndinn áhyggjur af því að jarðneskar leifar ættferðranna endi í ánni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞJÓNUSTA Íslandspóstur hefur tekið ákvörðun um að byggja tíu ný pósthús á landsbyggðinni auk þess að gera verulegar endurbæt- ur á fjórum öðrum. Núverandi húsakynni Íslandspósts voru flest byggð í samræmi við sameiginleg- ar þarfir Pósts & Síma. Nýju húsin munu verða á einni hæð og byggingu þeirra á að vera lokið á þremur árum. Öll aðstaða starfsfólks verður til fyrirmyndar og aðgengi viðskiptavina verður stórlega bætt. Samhliða þessari uppbyggingu er ráðist í víðtæka endurskilgreiningu á starfssemi fyrirtækisins. - shá Íslandspóstur: Byggir upp á landsbyggðinni EUROVISION Sænskur blaðamaður sem kaus lagið Evighet, flutt af Carolu, þrisvar í undankeppninni heimafyrir var rukkaður um 108 símtöl. Aftonbladet rengir úrslitin og segir frá því að hundruð les- enda hafi haft samband við það vegna rukkunar á símtölum sem þeir segjast aldrei hafa hringt. Blaðamaðurinn Erika Scott segir símtölin sem hún var rukkuð fyrir öll skráð á sjö til tuttugu sek- úndum. Hún hafi hins vegar reynt að hringja þrisvar og einu sinni náð í gegn. Hundruðir sögðust hins vegar hafa reynt að velja lag flutt af Andreas Johnson en aldrei náð í gegn. Dómnefnd, sem hafði helmings vægi á við þjóðina, gaf Andreas flest atkvæði. Það var ekki ljóst fyrr eftir símakosninguna að Carola hafði unnið. Rúm 1,9 millj- ónir atkvæða bárust. Lag Carolu er í þriðja sæti í veðbönkum. - gag Framlag Svía í Eurovision: Carola fékk auka stuðning CAROLA Á SIGURSTUNDU Sænska söngkon- an hefur tvívegis áður keppt í Eurovision. Fyrst árið 1983, svo árið 1991 er hún vann. Sekt vegna fíkniefna Héraðsdómur Vesturlands dæmdi mann til greiðslu 45 þúsunda króna sektar vegna fíkniefna- brots, en hjá honum fannst lítilræði af amfetamíni, hassi og kannabisefnum við leit lögreglu í ágúst 2004. DÓMSMÁL STOKKHÓLMUR, AP Danskt fraktskip sökk í Eystrasalt eftir árekstur þess við sænskt skip undan aust- urströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Enginn slasaðist við atvikið, að sögn sænskra yfirvalda. Áhöfn sænska skipsins Tinto bjargaði fjögurra manna áhöfn danska fraktskipsins Marina S, en Tinto skemmdist aðeins lítillega við áreksturinn. Verið er að rann- saka tildrög slyssins, en skyggni var afar slæmt á slysstað. Hvor- ugt skipið var hlaðið farmi, og óvíst er hvort olía hefur lekið í hafið. - smk Skipaárekstur: Fraktskip sökk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.