Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 8
8 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR
www.expressferdir.is
Express Fer›ir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, sími 5 900 100
Nánar á www.expressferdir.is
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
LIVERPOOL
WEST HAM
Bikarúrslitaleikur
12. – 14. MAÍ
FÓTBOLTAFERÐ 119.900 kr.
Flug og flugvallaskattar til London, rútuferðir til Cardiff og aftur til
London, tvær nætur á hóteli með morgunverði í Cardiff og miði á leikinn. Miðað er
við að tveir séu saman í herbergi. Íslensk fararstjórn.
Það má búast við hörkuleik þegar Liverpool og West Ham
mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Flestir
telja Liverpool sigurstranglegri en eins og sagan sýnir getur allt
gerst í bikarnum og West Ham hefur svo sannarlega komið
skemmtilega á óvart á þessari leiktíð. Leikurinn fer fram á
Þúsaldarleikvanginum í Cardiff og segja þeir sem þangað hafa
komið að stemningin sé rafmögnuð. Hvernig væri að skella sér
á völlinn og sjá Marlon Harewood, Teddy Sheringham og
félaga glíma við Steven Gerrard, Harry Kewell og allar hinar
stórstjörnurnar í Liverpool?
INNIFALI‹:
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Þrír
framboðslistar eru komnir fram í
Dalvíkurbyggð: B-listinn, listi
framsóknarmanna, D-listinn, listi
sjálfstæðismanna og óháðra, og J-
listinn sem er nýtt framboð í sveit-
arfélaginu. Vinstri grænir hafa
rætt um að bjóða fram en ólíklegt
er að af því verði úr þessu.
Bæjarstjórn er nú skipuð níu
bæjarfulltrúum en ákveðið hefur
verið að fækka þeim í sjö á næsta
kjörtímabili.
Það sem helst hefur sett mark
sitt á kjörtímabilið er fremur erfið
skuldastaða fyrir fjórum árum og
deilur í kjölfar lokunar Húsa-
bakkaskóla í Svarfaðardal. Skuld-
irnar hafa minnkað verulega á
kjörtímabilinu og á síðasta ári
skilaði bærinn 32 milljóna króna
rekstrarafgangi en Húsabakka-
skóli er enn lokaður.
Listi Framsóknarflokksins
hefur tekið miklum breytingum
frá síðustu kosningum. Einungis
þrír frambjóðendur frá kosning-
unum 2002 eru nú á listanum og af
þeim er aðeins einn fjögurra sitj-
andi bæjarfulltrúa flokksins,
Kristján Ólafsson, en hann skipar
nú 14 sæti listans, heiðurssætið.
Konum hefur fækkað verulega á
listanum frá því fyrir fjórum
árum en þá voru þær jafn margar
körlunum eða níu. Nú eru konurnar
einungis fjórar af fjórtán sem í
framboði eru.
Sjálfstæðismenn og óháðir
bjóða fram sameiginlegan lista, D-
listann, líkt og í síðustu kosningum
og eins og hjá Framsóknarflokkn-
um hefur listinn breyst mikið á
milli kosninga. Tveir af þremur
bæjarfulltrúum listans eru í efstu
sætunum en sá þriðji er ekki á list-
anum. Af fjórtán manna fram-
boðslista eru nú tíu sem ekki voru
á lista D-listans fyrir fjórum árum.
Helmingur frambjóðenda eru
konur og helmingur karlar; líkt og
síðast.
Listi sameiningar, I-listinn, er
ekki í framboði núna en í hans stað
hefur komið fram nýtt framboð, J-
listinn. Svanfríður Inga
Jónasdóttir, fyrrverandi alþingis-
maður, leiðir listann en fyrr í vetur
hafði verið tilkynnt að hún myndi
leiða lista Samfylkingarinnar. Frá
því var horfið og mun Samfylking-
in ekki bjóða fram lista að þessu
sinni í Dalvíkurbyggð. Á J-listan-
um eru sex konur og átta karlar og
eru konur í tveimur efstu
sætunum. kk@frettabladid.is
Ný andlit áberandi
Miklar mannabreytingar eru fyrirsjáanlegar í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar að
loknum kosningum. Nýtt fólk er áberandi á listum og nýr listi, J-listinn, býður
fram í fyrsta sinn. Bæjarfulltrúum verður fækkað úr níu í sjö eftir kosningar.
Svanfríður Inga
Jónasdóttir, fyrrverandi
alþingismaður, skipar
efsta sæti J-listans en
í síðustu kosningum
var hún í heiðurssæti á
lista sameiningar.
Hún segir J-listann
samanstanda af kraft-
miklu fólki, með ólíkan
pólitískan bakgrunn,
sem náð hafi að sanna sig í atvinnu- og
félagslífi bæjarins. „Við viljum móta
skólastefnu í samvinnu við foreldra,
nemendur og starfsfólk skólanna og
jafnframt leggja áherslu á símenntun og
fá hingað framhaldsskóla. Við stefnum
á að auka íbúalýðræði og leggjum
áherslu á að fjölga fólki í byggðalaginu
og auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Við
viljum einnig endurskoða leikskólagjöld
og fjölga leikskólarýmum. Þá viljum við
jafnframt auka fjölbreytni í þjónustu
við aldraða, í samráði við þá sem nýta
munu þjónustuna,“ segir Svanfríður.
Svanfríður I. Jónasdóttir J-lista:
Aukin velferð
og íbúalýðræði
Arngrímur Vídalín
Baldursson, bóndi og
bæjarfulltrúi, skipar
efsta sæti framboðslista
sjálfstæðismanna og
óháðra, D-listann, en
hann var í fjórða sæti
listans í síðast.
Hann segir list-
ann standa fyrst og
fremst fyrir ábyrgð og
festu, jafnt í fjármálum sveitarfélagsins
sem og almennri uppbyggingu. „Stefnu-
skrá D-listans er í mótun og því of
snemmt að tíunda öll þau mál sem við
viljum berjast fyrir. Eitt af forgangsmál-
unum er að víkka út starfssvæði hita-
veitunnar og bæta rekstraröryggi hennar
og þá er orðið aðkallandi að byggja nýtt
íþróttahús. Fleiri framkvæmdir mætti
nefna en ljóst að dreifa þarf þeim til að
skuldirnar vaxi okkur ekki yfir höfuð. Við
viljum gjarnan lækka leikskólagjöld á
kjörtímabilinu en gjaldfrír leikskóli er þó
ekki á döfinni,“ segir Arngrímur.
Arngrímur V. Baldursson D-lista:
Ábyrgð og festa
að leiðarljósi
Bjarnveig Ingva-
dóttir hjúkrunar-
forstjóri leiðir lista
framsóknarmanna,
B-listann, en hún
skipaði 12. sæti listans
síðast. Hún segir
erfiða skuldastöðu
sveitarfélagsins í
upphafi kjörtíma-
bilsins hafa sett
nokkuð mark sitt á stjórn bæjarins og
nauðsynlegt að gæta aðhalds í rekstri.
„Okkur tókst að greiða niður skuldir um
100 milljónir á kjörtímabilinu, án þess
að grípa til mikils niðurskurðar, og með
það er ég mjög ánægð,“ segir Bjarnveig.
Stefnuskrárvinnu Framsóknar er
ólokið og því vill Bjarnveig ekki nefna
helstu baráttumálin en segir þó stækk-
un íþróttahússins, eða bygging nýs, lík-
lega þar á meðal. „Jafnframt viljum við
halda uppi öflugu skólastarfi og góðri
þjónustu en aldrei má víkja frá ábyrgð í
fjármálastjórninni,“ segir Bjarnveig.
Bjarnveig Ingvadóttir B-lista:
Gott skólastarf
og góð þjónusta
Dalvíkurbyggð varð til árið 1998
þegar þrjú sveitarfélög við utanverðan
Eyjafjörð sameinuðust undir einum
hatti: Dalvíkurbær, Svarfaðardalshreppur
og Árskógshreppur. Íbúafjöldi 1.
desember 2005 var 1927.
Úrslit kosninganna 2002
Á kjörskrá voru 1.362 og kjörsókn 84,1%
Listi Framsóknarmanna (B)
469 atkvæði - 4 fulltrúa.
Listi Sjálfstæðismanna og óháðra (D)
408 atkvæði - 3 fulltrúa.
Listi Sameiningar (I)
230 atkvæði - 2 fulltrúa.
Framsóknarflokkurinn og sameiginlegur
listi sjálfstæðismanna og óháðra mynda
núverandi meirihluta í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar B-listans:
Sigurður Valdimar Bragason.
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir.
Kristján Ólafsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Bæjarfulltrúar D-listans:
Svanhildur Árnadóttir.
Jónas M. Pétursson.
Dórothea Jóhannsdóttir (Flutti úr landi).
Arngrímur V. Baldursson.
Bæjarfulltrúar
I-listans:
Ingileif Ástvaldsdóttir.
Óskar Gunnarsson.
Bæjarfulltrúar J-listans:
Engir – nýtt framboð 2006.
KOSNINGAR 2006
Efstu menn B-listans:
1. Bjarnveig Ingvadóttir, hjúkr.forstjóri.
2. Hilmar Guðmundsson, markaðsstj.
3. Haukur Snorrason, leiðbeinandi.
4. Hilmar Daníelsson, fyrrv.
framkvæmdastj.
Efstu menn D-listans:
1. Arngrímur V. Baldursson, bæjarfulltrúi.
2. Jónas Mikael Pétursson, bæjarfulltrúi.
3. Rósa R. Jóhannsdóttir, leiðbeinandi.
4. Ásdís S. Jónasdóttir, skrifstofustjóri.
Efstu menn J-listans:
1. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrv. þingm.
2. Anna S. Hjaltadóttir, fiskiðnaðarm.
3. Marinó Þorsteinsson, bifvélavirki.
4. Guðmundur St. Jónsson, framkv.stjóri.
DALVÍKURBYGGÐ
Dalvíkurbyggð
SVEITARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
2006
FRÁ FISKIDEGINUM MIKLA Á DALVÍK Mörg ný andlit blasa við íbúum Dalvíkur ár hvert á fiskideginum mikla. Gera má ráð fyrir að mörg ný
andlit sjáist líka í bæjarstjórn eftir komandi kosningar miðað við miklar mannabreytingar á listum og nýjan framboðslista.
VEISTU SVARIÐ
1 Hvar er prestastefnan haldin?
2 Hver er formaður Samtaka atvinnu-lífsins?
3 Ronaldinho var tekjuhæstur knatt-spyrnumanna í fyrra. Hversu mikið
þénaði hann?
SVÖR Á BLS. 58
FÉLAGSMÁL Þáttaskil hafa orðið í
starfsemi forvarnarverkefnisins
Blátt áfram. Það er nú ekki lengur
á hendi Umgmennafélags Íslands
heldur hafa verið stofnuð frjáls
félagasamtök undir sama nafni.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem forsvarsmenn hins
nýja félags efndu til í gær.
Blátt áfram - forvarnaverk-
efni UMFÍ sem vinnur gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi á börnum hófst
2004. Verkefnið hefur frá upphafi
verið unnið í samstarfi við syst-
urnar Svövu og Sigríði Björns-
dætur sem áttu upphaflegu hug-
myndina að því. Markmið UMFÍ
var að reka verkefnið í ákveðinn
tíma eða þar til því yrði fundinn
annar farvegur sem gerðist þann
1. mars með stofnun frjálsra
félagasamtaka undir sama nafni.
Blátt áfram hefur unnið að
fjölmörgum verkefnum frá
stofnun. Á þessu ári verður mikill
kraftur í starfsemi þess. Má þar
nefna auglýsingaherferð, ráð-
stefnuhald, svo og námskeið og
fræðslu um forvarnir gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi á börnum og
fræðslu um líkamlegt og kynferð-
islegt ofbeldi. Hægt er að skrá sig
í félagið með skráningu á póst-
lista félagsins á heimasíðu Blátt
áfram. Engin félagsgjöld eru
innheimt. -jss
BLÁTT ÁFRAM Starf Blátt áfram var kynnt á blaðamannafundi í gær. f.v. Ragna Guðbrands-
dóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg
Guðrún Guðjónsdóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Evert Víglundsson, Arnaldur Birgir
Konráðsson, Björn B. Jósson og Harpa Leifsdóttir.
Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum:
Blátt áfram orðin
frjáls félagasamtök