Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 13
Skiptimynt stolið Brotist var inn í ís- búð við Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur um hálffimmleytið í fyrrinótt. Rúða var brotin í hurð og fór þá þjófavarnarkerfi í gang. Innbrotsþjófurinn náði þrátt fyrir það skiptimynt úr peningakassa ísbúðarinnar. Ók greitt til Akureyrar Átján ára stúlka var tekin á 136 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi síðdegis í fyrradag. Hún var að fara til Akureyrar þegar lögreglan á Dalvík stöðvaði för hennar. Skemmdarverk í fjósi Farið var inn í fjós undir Eyjafjöllum og skorið á festar á níu kúm og þær leystar, lyftari tekinn og traktor. Bændurnir á bænum kölluðu lögregluna til og voru hræddir um að mjólk í tanki hefði verið skemmd. Mjólkureftirlitsmenn voru kallaðir til að rannsaka mjólkina en farið var inn í fjósið að næturlagi. LÖGREGLUFRÉTTIR MOSKVA, AP Rússar skutu í gær upp ísraelskum njósnahnetti, sem Ísra- elar segja að verði notaður til þess að njósna um kjarnorkuáform Írana. Gervihnettinum var skotið upp frá austanverðu Rússlandi, að sögn geimferðadeildar rússneska hersins. Bæði rússneskir og ísraelskir fjölmiðlar greindu frá því að skotið hefði heppnast, en hnötturinn er til þess gerður að geta greint hluti á jörðu niðri allt niður í 75 senti- metra stærð. Ísraelar óttast að Íranar muni afla sér kjarnorku- vopna og beina þeim að Ísrael. - gb Rússar aðstoða Ísrael: Skjóta upp njósnahnetti DANMÖRK, AP Einn maður fórst og í það minnsta fimm slösuðust snemma á þriðjudagsmorgun þegar brú á þjóðveginum skammt frá Álaborg á Jótlandi hrundi. Að sögn lögreglunnar voru nokkrar bifreiðar lokaðar inni eftir að brúin hrundi. Viðgerð stóð yfir á brúnni þegar hluti hennar hrundi niður á þjóð- veginn ekki langt frá jarðganga- munnanum undir Limafjörð, sem Álaborg stendur við. Bæði vegin- um og göngunum var samstundis lokað fyrir umferð. - gb Banaslys í Danmörku: Brú hrundi á þjóðveginn BRÚIN SEM HRUNDI Loka þurfti þjóðveg- inum við Álaborg og jarðgöngum undir Limafjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BERLÍN, AP Klaus Wowereit, borgar- stjóri Berlínar, hefur ákveðið að leita til Hæstaréttar Þýskalands í þeirri von að dómstóllinn geri ríkissjóði landsins skylt að aðstoða við að greiða niður gríðarlegar skuldir höfuðborgarinnar. Skuldirnar nema nú nærri 5.000 milljörðum íslenskra króna og vaxtagreiðslurnar einar nema rúmlega 200 milljörðum króna á hverju ári. Klaus Wowereit borgarstjóri segir með öllu vonlaust að borgar- sjóðnum takist að krafla sig út úr þessum skuldum á eigin spýtur. Ríkið verði hreinlega að koma til bjargar. - gb Klaus Wowereit borgarstjóri: Skuldirnar að sliga Berlín FIMMTUDAGUR 27. apríl 2006 13 WASHINGTON, AP Tony Snow, spjall- þáttastjóri á Fox-sjónvarpsstöð- inni og gallharður íhaldsmaður, verður næsti blaðafulltrúi Hvíta hússins, þrátt fyrir að hann hafi verið óspar á gagnrýni á George W. Bush, meðal annars kallað hann „hálfgerð vonbrigði“. „Mitt starf er að taka ákvarð- anir en hans starf er að hjálpa til við að útskýra þessar ákvarðanir fyrir fjölmiðlafólki og bandarísk- um almenningi,“ sagði Bush forseti í gær. Snow hefur í sjónvarpsþætti sínum meðal annars sagt Bush hafa „misst tökin á fjárlögunum,“ sagt hann hafa „kraftlausa stefnu í innanríkismálum“ og sagt hann „hafa tilhneigingu til að syngja úr sálmabók pólitískrar rétthugsun- ar“. Þessi harði gagnrýnandi Banda- ríkjaforseta verður sem sagt blaðafulltrúi Hvíta hússins og þar með helsti talsmaður forsetans. Snow segist ekki neita því að hann hafi gagnrýnt Bush. „Það er allt saman opinbert,“ sagði hann. Á árum áður starfaði Snow reyndar fyrir George Bush eldri, föður núverandi forseta, og skrif- aði fyrir hann ræður. Hann sagðist í gær hlakka til að takast á við nýja starfið. - gb TONY SNOW OG GEORGE W. BUSH Næsti blaðafulltrúi Hvíta hússins hefur verið einn harð- asti gagnrýnandi forsetans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sjónvarpsmaðurinn Tony Snow verður nýr blaðafulltrúi Hvíta hússins: Hefur óspart gagnrýnt Bush
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.