Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 26
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS* [Hlutabréf] ICEX-15 5.764 +2,17% Fjöldi viðskipta: 425 Velta: 6.089 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,20 +4,08% ... Alfesca 3,90 -0,51%... Atorka 5,80 +1,75% ... Bakkavör 50,10 +0,60% ... Dagsbrún 5,92 -1,33% ... FL Group 20,40 +2,51% ... Flaga 3,30 +3,13% ... Glitnir 17,50 +1,74% ... KB banki 798,00 +2,70% ... Kög- un 74,50 +0,00% ... Landsbankinn 23,20 +2,66% ... Marel 72,50 -0,41% ... Mosaic Fashions 18,50 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,20 +1,78% ... Össur 112,00 -0,44% MESTA HÆKKUN Actavis +4,08% Flaga +3,13% KB banki +2,70% MESTA LÆKKUN Dagsbrún -1,33% Atlantic Petroleum -1,18% Icelandic Group -0,57% Réttu tækin í þrifin Nilfisk-ALTO háþrýstidælur á tilboðsverði Bjarnþór Þorláksson bílstjóri RV Tilboðið gildir út maí 2006 eða meðan birgðir endast. R V 62 06 A Nilfisk-ALTO C 100 Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 440 l/klst. 6.888 kr. Nilfisk-ALTO E 140 X-TRA Þrýstingur: 140 bör Vatnsmagn: 500 l/klst. 26.888 kr. Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA Þrýstingur: 150 bör Vatnsmagn: 610 l/klst. 48.888 kr. Vort ilboð RV Nilfis k-AL TO h áþrýs tidæ lur Stórfyrirtækin Bakkavör Group, KB banki og Straumur-Burðarás birta afkomutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins á morgun. Spá greiningardeildir bankanna því að hagnaður allra félaganna vaxi á milli ára. Búist er við að meðaltalshagn- aður Bakkavarar Group verði 733 milljónir króna en var 493 milljón- ir á fyrstu þremur mánuðum árs- ins 2005. KB banka er spáð um 15,4 millj- arða króna hagnaði á tímabilinu en til samanburðar skilaði bank- inn 11.093 milljóna króna hagnaði í fyrra. Straumi er spáð mestum hagn- aði félaga í Kauphöllinni á fyrsta árshluta eða 15,9 milljarða hagn- aði, þar af reiknar KB banki með að hagnaður félagsins verði yfir sautján milljarðar. Straumur hagnaðist um 4.577 milljónir á sama tíma í fyrra en þess ber þó að geta að Burðarás er ekki inni í þeirri tölu. - eþa Stórfyrirtæki birta uppgjör í dag Velta samstæðunnar er áætluð sextán milljarðar í ár. Promens, dótturfélag Atorku Group, hefur eignast allt hlutafé í Elkhart Plastics (EPI) sem rekur fjórar hverfisteypuverksmiðjur í Bandaríkjunum og er með sterka markaðsstöðu í miðvesturríkjun- um. Fyrirtækið er þar með komið í hóp stærstu hverfisteypufyrir- tækja Norður-Ameríku með níu verksmiðjur í Bandaríkjunum og Kanada. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Stjórnendur Promens telja að með kaupunum opnist ýmsir nýir möguleikar sem félagið hefur lítið getað sinnt. Nefna þeir framleiðslu á húsbílum, hjólhýsum og skemmti- bátum í þessu sambandi en megin- framleiðsla samstæðunnar er ker og tankar. EPI hefur vaxið um fjórðung á ári með innri og ytri vexti að sögn Ragnhildar Geirsdóttur, forstjóra Promens. Jack Walter, forstjóri og aðaleigandi EPI, fær sex prósenta hlut í Promens og stýrir EPI áfram. Verðmat á Promens, sem PriceW- ater vann, sýnir að það er vanmet- ið í bókum Atorku um 4,9 milljarða króna miðað við þau viðskipti sem fram fóru milli Atorku og Walters. Velta Promens á þessu ári er áætluð sextán milljarðar króna en velta EPI var 38,5 milljónir dala í fyrra. Önnur félög í Promens-sam- stæðunni eru meðal annars Bonar Plastics og Sæplast. Starfsmenn Promens verða 1.600 talsins. Töluverðar hreyfingar hafa verið á eignasafni Atorku Group að undanförnu. Greint hefur verið frá því að félagið hafi eignast 7,33 prósenta hlut í Amiad Filtration Systems sem hefur hækkað yfir 60 prósent í Kauphöllinni í Lundún- um frá áramótum. Amiad fram- leiðir vatnshreinsibúnað og síur. Á dögunum seldi Atorka um 22 pró- senta hlut í breska iðnaðarfyrir- tækinu Low & Bonar með góðum söluhagnaði og tilkynnti jafnframt að það hefði bætt við sig bréfum í flutningafyrirtækinu Interbulk og glerframleiðandanum Romag. eggert@frettabladid.is KAUPIR HVERFISTEYPUFYRIRTÆKI Með kaupum Promens á Elkhart Plastics verður félagið einna stærst á sínu sviði í Norður-Ameríku. Myndin er úr verksmiðju dótturfélagsins Bonar Plastics. Promens kaupir Elkhart Plastics í Bandaríkjunum SPÁ UM HAGNAÐ Á 1. ÁRSFJÓRÐ- UNGI 2006 OG BREYTING MILLI ÁRA* (allar upphæðir í milljónum króna) 2006 2005 Breyting milli ára Bakkavör Group 733 493 48,70% KB banki 15.399 11.093 38,80% Straumur-Burðarás 15.911 4.577 248,60% * byggt á afkomuspám Glitnis, KB banka og Landsbankans MARKAÐSPUNKTAR... Hagnaður sænsku ferðaskrifstofunnar Ticket á fyrsta ársfjórðungi nam um 13,1 milljón SEK á móti 6,2 milljónum SEK hagnaði á sama tímabili árið 2005 og var um metuppgjör að ræða. Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir 1,5 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs á milli apríl og maí. Gangi spáin eftir mun verðbólgan mælast 7,5 prósent úr 5,5 prósentum. Hagnaður sænska innheimtufyrirtæk- isins Intrum Justitia var 81 milljón SEK á fyrsta ársfjórðungi sem er um 20 prósent aukning milli ára. Tekjur Intrum Justitia voru um 709 milljónir SEK á fjórðungnum. KB BANKI Búist er við milljarða hagnaði af KB banka og Straumi við uppgjöri í dag. Stigið á bremsurnar Meðal bankamanna og fjárfesta er mikið rætt hversu harkalega viðskiptabankarnir hafi stigið á bremsurnar til að hemja útlánavöxtinn og búa sig undir endurfjármögnun á verri kjörum. Heyrist einnig að bank- arnir hafi stóraukið kröfur um betri veð og hærra eiginfjárhlutfall. Bitnar þetta einkum á stærri aðil- um eins og fyrirtækjum þótt einstaklingar finni án nokkurs vafa fyrir því að erfiðara er að fá lánað en áður. En það þarf þó ekki að vera að lántakendur komi alls staðar að læstum dyrum; spari- sjóðirnir fjármagna sig miklu frekar með innlánum, sem streyma inn, en öðrum lánum og streyma viðskipta- vinirnir þangað. Carnegie í góðum málum Á sama tíma og íslenskur hlutabréfamarkaður hefur látið á sjá rjúka hlutabréf upp úr öllu valdi á hinum Norðurlöndunum. Ætla má að sú þróun hafi veruleg áhrif á afkomu íslensku fjármálafyrirtækj- anna sem eru orðin mjög umsvifamikil á norræn- um mörkuðum. Eitt þeirra er Landsbankinn sem á stóran hlut í sænska fjármála- fyrirtækinu Carnegie sem birti uppgjör. Carnegie nýtur góðs af hagfelldum aðstæðum á mörkuðum og jók hagnað á milli ára um 187 prósent. Hagnaðurinn nam 287 milljónum sænskra króna, eða um 2,9 milljörðum króna. sem var nokkuð yfir væntingum markaðsaðila sem höfðu reiknað með 243 milljónum sænskra króna. Peningaskápurinn... *í gær kl. 14.50 Stjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar leggur það til á ársfundi sjóðsins þann 8. maí að sjóðurinn samein- ist Samvinnulífeyrissjóðnum. Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Lífiðnar, segir að stjórnendur sjóðsins líti einkum til hagræðingar í rekstri og auk- ins rekstraröryggis með þessum áformum. Báðir sjóðir hafa verið að horfa til sameiningar í nokkurn tíma. „Ég held að það hafi ekki verið tilviljun að þessir sjóðir byrjuðu að tala saman. Þeir eru mjög svipaðir að stærð en greið- endur koma úr ólíkum atvinnu- greinum. Þannig getum við fengið skemmtilega áhættu- dreifingu.“ Hann segir að þótt sjóðirnir tveir séu ólíkir að uppbyggingu í fjárfestingum passi þeir vel saman hvað það varðar. Að sögn Ólafs hefur rekstur beggja sjóða verið farsæll, raun- ávöxtun verið góð og eignir standa vel undir skuldbinding- um. „Verði þetta samþykkt þá kemur til réttindaaukningar hjá sjóðsfélögum Lífiðnar.“ Ólafur segir að gangi samein- ingin eftir verði nýi sjóðurinn sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á 63 milljarða króna. - eþa Sameining tveggja sjóða í farvatninu Union, dótturfélag Glitnis í Osló, stóð á dögunum fyrir metsölu fasteignar í miðborg Oslóar. Seldist hún á 820 milljónir norskra króna sem jafngildir 9,8 milljörðum íslenskra króna. Fasteignin sem um ræðir hýsir verslunarhúsnæði á fyrstu hæð- inni og á efri hæðum hússins eru 10 þúsund fermetrar af skrif- stofuhúsnæði. Norska fjármálatímaritið Fin- ansavisen gerir sölunni góð skil í tveggja síðna umfjöllun. Þar kemur fram að markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir að fasteign- in seldist á milli 500 og 700 millj- ónir. Velta menn því nú fyrir sér að hve miklu leyti þessi háa sala kemur til með að keyra upp verð á fasteignamarkaði í Osló. Í greininni er haft eftir fasteigna- salanum, Oystein Landvik, að mikill áhugi hafi verið fyrir fast- eigninni. Mikil leynd ríkir þó yfir kaupunum og hefur ekki verið upplýst hver kaupandinn er. - hhs 10 milljarðar í Ósló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.